Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 54

Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 54
Þeir sem fóru á tónleikaDamiens Rice á föstudags- kvöldið urðu vonandi heillaðir af dúettnum Lucky Four sem sá um upphitun. Annar helmingur hans er Oddur Már Rúnarsson en hann hefur búið í Bretlandi til langtíma og leikið með bresku rafsveitinni Lamb síðustu tvö ár. „Ég og félagi minn Joe Adams spiluðum okkar fyrstu tónleika á Glastonbury-hátíðinni síðasta sum- ar,“ segir Oddur sem kom hingað sérstaklega til þess að hita upp fyr- ir Damien félaga sinn með nýju sveitinni. „Fyrst spiluðum við bara tveir með kassagítarinn, eins og við gerum í kvöld, en svo höfum við verið að prufa okkur áfram með aðra tónlistarmenn. Þetta er dúett í augnablikinu en mjög líklega ætlum við að nota trommuleikarann og bassaleikarann úr Lamb.“ Lögin eru öll á rólegri nótunum og frumsamin af þeim báðum. Söngnum deila þeir svo bróður- lega á milli sín. „Við röddum eig- inlega allt en skiptumst á að syngja aðalröddina.“ Oddur lék lykilhlutverk í því að fá Damien Rice til landsins enda hafa þeir verið félagar í tvö ár. „Við kynntumst á lítilli tónleika- hátíð þar sem hann var að spila klukkan sex um morguninn inni í tjaldi. Þar spilaði hann í þrjá tíma og ég var alveg gapandi.“ Þeir sem misstu af Lucky Four á föstudagskvöldið, eða vilja ein- faldlega fá meira, geta séð sveit- ina á tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Þar ætla félagarnir, Oddur og Joe, að leika í rúma klukku- stund. Nóg er til af efni. „Joe sem- ur eins og skrattinn, það vellur upp úr honum stöðugt,“ segir Oddur að lokum. Lucky Four stefna að því að hljóðrita fyrstu breiðskífu sína í ár og segjast finna fyrir áhuga hjá plötufyrirtækjum úti. Um upphitun í kvöld sér Indigo. ■ 54 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Besti vinur minn er FelixBergsson,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og þing- kona en Kolbrún og Felix starfa saman í leikhópnum Á senunni sem um þessar mundir er að æfa kabarettinn Paris at night. „Við kynntumst í gegnum leik- húsið þegar hann var ungur áhugaleikari á meðan ég var framkvæmdastjóri Bandalags leikfélaga á þeim tíma þegar hann var að vakna til vitundar um að hann vildi verða atvinnuleikari. Það má segja að ég hafi guðmóð- urkærleik gagnvart honum í leik- listinni.“ Kolbrún segir mannkærleik einkenna Felix og hve stórt hjarta hann hefur og það komi mest á óvart hvað hann nær að halda utan um að vera framkvæmda- maður. Frá því Kolbrún var kosin á þing hafi hann verið drifkraftur- inn í leikhópnum þeirra Á sen- unni. „Ég er Felix þakklát fyrir að sýna umburðarlyndi og skilning í þessu pólitíska brölti mínu og hann hefur í raun og veru haldið mér á lífi í listinni þessu pólitísku ár mín.“ Felix segir Kolbrúnu vera mik- inn vin vina sinna. „Hún er ósér- hlífin og frábær í alla staði. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er eins trú vinum sínum og Kol- brún. Svo er hún afskaplega heið- arleg og liggur ekki á skoðunum sínum sem mér finnst vera mikill kostur.“ Felix segir bæði stjórn- málin og leiklistina fara henni ágætlega. „En ég geri mikið til að reyna að draga hana í leikhúsið aftur. Ég hef þá trú að hún snúi aftur í leikhúsið, því það er henn- ar fyrsta og síðasta ást.“ ■ Bestu vinir KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ■ Segir Felix hafa haldið sér á lífi í list- inni hennar pólitísku ár. Vinskapur á senunni KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR OG FELIX BERGSSON Stofnuðu leikhópinn Á senunni fyrir fimm árum síðan og ætluðu sér stóra hluti á senum leikhúsanna. Skömmu síðar var Kolbrún kosin á þing. Semur eins og skrattinn sjálfur Tónlist ODDUR MÁR RÚNARSSON ■ Fékk félaga sinn Damien Rice til að troða upp á Íslandi. Hann hitaði upp fyrir kappann en verður aðalnúmerið með Lucky Four í kvöld. LUCKY FOUR Oddur og Joe hituðu upp fyrir Damien Rice á föstudagskvöldið en leika á Grand Rokk í kvöld. Ég er á leiðinni upp í sumar-bústað núna með félögunum yfir helgina,“ segir Frosti Loga- son, óskabarn þjóðarinnar og gítarleikari Mínus, sem verður líklegast á leiðinni heim þegar hann les þetta. „Ekki samt félög- um mínum í Mínus. Ég var nátt- úrulega að koma heim frá Berlín með þeim og alveg tími til þess að vera með öðrum núna.“ Nýjasta plata Mínus, Halldór Laxness, kemur út á vegum Sony í Þýskalandi 19. apríl næst- komandi. Piltarnir voru því í kynningarferð þar í landi til þess að kynnast útgefendum sínum og veita blaðaviðtöl. „Ég á náttúrulega eiginlega aldrei frí. Ef ég er ekki að gera eitthvað fyrir X-ið þá fer dagur- inn í það að gera eitthvað fyrir Mínus. Ef ég fæ alveg frí til þess að slappa af þá finnst mér gott að kíkja upp í sumarbústað með félögum og vinum og grilla. Ég er mikill grillari og finnst gott að drekka gott vín. Ef ég grilla ekki sjálfur fer ég út að borða á góðan stað. Ég er rosa- lega veikur fyrir góðum mat. Hann er eitt af mínum helstu áhugamálum. Ég grilla þannig við öll tækifæri, sama hvort það er vetur eða sumar. Ég er með gasgrill úti á palli og það er al- veg grillað um jólin og allt.“ Frosti hefur verið á stöðug- um ferðalögum síðustu mánuði til útlanda og því auðvelt að ímynda sér að hann sé orðinn þreyttur á þeim. „Það hefur ver- ið að læðast að mér sú hugmynd að fara í frí á sólarströnd. Ég er alltaf bara í evrópskum og am- erískum borgum. Það væri mjög gott að komast í burtu frá hljóm- sveitinni og rokkinu og enda á einhverri teknóströnd á Ibiza. Ég myndi örugglega fíla til- breytinguna í einhvern tíma,“ segir Frosti og hlær. ■ Ekke rt majo nes Ljúfengar Fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar heilsusamlokur FROSTI Í MÍNUS Eyðir helginni í sumarbústað með félögunum. Frídagurinn FROSTI LOGASON ■ Gítarleikari Mínus segist ekki oft fá frí en reynir að grilla þegar það kemur, sama hvernig viðrar. Langar á teknóströnd á Ibiza ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Björgólfur Thor Björgólfsson VG hefur 11,8% en Framsókn 10,1% Á Hólmsheiði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.