Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 56

Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakhliðin Á KATRÍNU Á. JOHNSON Hvernig ertu núna? Bara fín, takk. Reyndar soldið þreytt, var að koma heim frá Þýskalandi þar sem dansflokkurinn var í sýningarferð. Hæð: 173 sm. Augnlitur: Blár. Starf: Dansari í Íslenska dansflokknum. Stjörnumerki: Meyja. Hjúskaparstaða: Ógift. Hvaðan ertu? Reykjavík, aðallega Vestur- bænum með viðkomu í Breiðholtinu. Helsta afrek: Á það vonandi eftir. Helstu veikleikar: Vanaföst og morgunfúl. Ertu í bókinni Samtíðarmenn? Alveg áreiðanlega ekki. Helstu kostir: Opin og hreinskilin. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends. Uppáhalds útvarpsþáttur: Enginn, hlusta lítið á útvarp nema í bílnum. Uppáhalds matur: Indverskur finnst mér æði. Mestu vonbrigði lífsins: Hef verið nokkuð heppin hingað til! 7, 9, 13! Hobbý: Ætli ég verði ekki að segja spil og að leika mér. Viltu vinna milljón? Já takk... eða tvær! Jeppi eða sportbíll: Sportbíll - Jagúar. Bingó eða gömlu dansana: Alls ekki bingó! Veit ekkert ömurlegra. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Skipstjóri eða veðurfréttamaður - áður en að prikið varð úrelt. Skelfilegasta lífsreynslan: Að láta svæfa köttinn minn, það var alveg hræðilegt þótt hann væri orðinn gamall og lasinn. Hver er fyndnastur? Eggert Þorleifsson. Hver er kynþokkafyllstur? Viggo Morten- sen. Trúir þú á drauga? Já og margt, margt fleira. Hvaða dýr vildirðu helst vera: Kisa eða höfrungur! Hvort vildirðu heldur vera Katrín Hall eða Lára Stefánsdóttir? Er bara nokkuð sátt við að vera ég sjálf. Áttu gæludýr? Ekki eins og er. Hvar líður þér best? Á sviði að hneigja mig eftir vel heppnaða sýningu eða heima að hafa það kósý. Þú ert í miðri sýningu fyrir troðfullu Borgarleikhúsi þegar dansfélagi þinn missir fótanna, rekst á þig, og þú dettur í gólfið með nokkrum látum. Hvað gerirðu? Læt bara eins og þetta hafi átt að vera svona og held áfram eins og ekkert sé. Besta bók í heimi: Engin ein. Var að klára The Da Vinci Code, hún er rosaleg. Svo held ég líka upp á Harry Potter og Anne Rice-bækur. Næst á dagskrá: Er á fullu með Lúnu, sýningu dansflokksins og Chicago, bæði í Borgarleikhúsinu, það er meira en nóg í augnablikinu. Svo byrjar undirbúningur bæði fyrir opnun Listahátíðar og Dans- leikhúskeppni Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins fljótlega. Viggo Mortensen kynþokkafyllstur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.