Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 25
Bon Courage hefur átt mikilli velgengni að fagna en á síðasta ári sópaði fyrirtækið að sér verðlaunum, meðal annars hinum virtu Veritas-verðlaunum sem vínframleiðendurnir sjálfir veita þeim sem þeim þykir skara fram úr. Einnig vann tegundin Young Wine-sýningarverðlaunin og er það í fyrsta skipti í vínsögu Suð- ur-Afríku að sama víngerðin hlýtur bæði þessi verðlaun sama árið. Bon Courage Chardonnay er ferskt, ávaxtaríkt, þétt og með skemmtilegri sýru sem gerir það góðan kost með bragðmiklum og fjölbreyttum mat svo sem fiski, skelfiski og ljósu kjöti. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Bon Courage Chardonnay: Ávaxtaríkt hvítvín Hér er réttur þar sem ramm- íslenskt lambakjöt er matreitt á nýstárlegan máta. Þó að sum af hráefnum réttarins virðist framandleg og óað- gengileg við fyrstu sýn fást þau öll í betri kjörbúðum landsins. Það má svo sannar- lega segja að tími sé til kom- inn fyrir íslenska lambakjötið að blanda geði við þau. Byrjið á því að baka lambaskankana á grind yfir ofnskúffu í 200 gráðu ofni. Snúið skönkunum reglulega á meðan á bökunartíma stendur. Á meðan skankarnir bakast, steikið laukinn í ólífuolíu á pönnu þar til hann verður ljósgullinn, bætið þá við karrímauki, sítrónugrasi, cumin og kóreander og steikið í um 1 mínútu í viðbót. Bætið þá kókóshnetumjólkinni og grænmetissoðinu út í og fersku kóríanderlaufunum að lokum. Saltið og piprið eftir smekk. Þegar lambaskankarnir hafa bakast í 40 mínútur, takið þá úr ofninum og látið alla fitu leka af þeim. Komið þeim síðan fyrir í ofnföstu fati sem hægt er að loka. Hellið allri laukblöndunni yfir skankana, lokið fatinu og bakið í 170 gráðu ofni í tvo og hálfan tíma. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, skreytið með koríanderlaufum. Kostnaður um 1000 kr. Til hnífs og skeiðar Guðrún Jóhannesdóttir eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Hægt eldaðir taí/ íslenskir lambaskankar 4 lambaskankar 650 2 stórir laukar, saxaðir smátt 2 msk. karrímauk 2 msk. sítrónugras, fæst líka sem mauk í túpu 1 tsk. cuminfræ 1 tsk. malaður kóríander 1 dós kókóshnetumjólk 400 ml 159 500 ml grænmetissoð (úr teningi) 3 msk. fersk kóríanderlauf 125 salt og pipar Nýtt í vínbúðum Gabriel Liogier er tengdasonur hins mikils metna framleiðanda í Búrgund, Pierre Andre, og hefur síðan 1955 verið við stjórnvölinn í fjölskyldufyrirtækinu í Rhone-daln- um í Frakklandi. Tricastin-svæðið er ekki bara þekkt fyrir vín heldur einnig fyrir trufflur (jarðsveppi) og fjárrækt. Það kemur því ekki á óvart að vínið er mjög hentugt fyrir vel kryddað lambakjöt. Einkenni vínsins eru mikill og rík dökk ber í bæði angan og bragði. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.090 kr. Coteaux du Tricastin: Ekta með lambakjöti Vín vikunnar Föstudagur 2. apríl 2004 Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.