Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 14

Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 14
Forveri Björns Bjarnasonar ídómsmálaráðuneytinu sætti gagnrýni fyrir furðulegar uppá- komur á borð við pappalöggur og glæsisalerni. Meinlaus mál en vandræðaleg. Verri eru tilburðir núverandi ráðherra. Skipar hæstaréttardómara út í loftið. Gefur í skyn að æðsti handhafi ríkisvalds sé óþarfur með skrif- um í blöðum. Stóreflir vopnaðar öryggissveitir sem falla undir ráðuneytið. Það nýjasta er frum- varp til breytingar á lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 sem gengur á stjórnar- skrárbundin mannréttindi á borð við 71. gr. um friðhelgi einkalífs, og 70. gr um réttláta málsmeð- ferð. Hvert stefnir ráðherra ? Hleranir Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu eru margvís- legar. Tvær skera sig úr. Annars vegar opin heimild til símahler- ana án undanfarandi dómsúr- skurðar. Regla 71. gr. stjórnar- skrár kveður á um að ekki megi, meðal annars, rannsaka símtöl án dómsúrskurðar eða sérstakrar lagaheimildar. Ljóst er að stjórn- arskráin er ekki brotin. Þó gengið nær þolmörkum greinarinnar en áður var. Opin heimild ákæru- valds til símhlerana í lögum látin nægja. Hlaupið yfir mat dómara á hvort skilyrði laga séu uppfyllt til þess að hlerun sé heimil fyrr en eftir framkvæmd. Menn hljóta að velta fyrir sér þýðingu stjórnar- skrárbundins réttar manna til að þurfa ekki að þola hleranir yfir- valda. Markleysa ef lögregla hef- ur opna heimild til að framkvæma þær sýnist þeim svo. Ekki þarf að bera réttmæti þess undir nokkurn fyrr en eftir að skaðinn kann að vera skeður. Hætta er á að í vafatilfellum muni lögreglan freistast til að koma sér hjá að bera atriði undir dómara eftir á til þess að fá ekki ákúru. Vegið að réttlátri málsmeð- ferð Hitt atriðið er heimild til að banna verjendum sakborninga að skoða málsskjöl ef ákæruvaldið telur það þjóna hagsmunum rann- sóknar málsins. 70. gr. stjórnar- skrár kveður á um að öllum beri að fá réttláta málsmeðferð. Grunnur- inn á bak við þessa reglu er að mönnum sé gert kleift að svara fyrir sakir sínar og koma sjónar- miðum sínum og málsbótum á framfæri. Það að banna verjanda aðgang að gögnum málsins vegur klárlega að þessum rétti. Hvernig getur það talist réttlát málsmeð- ferð ef sakborningur fær ekki að kynna sér málsskjöl og undirbúa vörn gegn því sem þar kann að koma fram? Réttur til aðgangs að málsskjölum er eitt af mikilvæg- ustu atriðum meginreglunnar sem 70. gr. byggist á. Ekki telst vera um sérstaka undantekningarheim- ild að ræða, enda segir í greina- gerðinni með breytingunni að lög- regla hafi „til þess nokkurt svig- rúm“ að meta hvenær heimild til synjunar aðgangs er notuð. Einvaldurinn Þær breytingar sem Björn hefur lagt til eru til þess fallnar að létta lögreglunni störf sín. Það sem borgararnir þurfa að velta fyrir sér er hvort það sé forsvaranlegt að sneiða nærri stjórnarskrárbundnum mann- réttindum til að auðvelda störf yfirvalda. Ljóst er af verkum dómsmála- ráðherra að hann hefur eitt markmið framar öðrum. Eflingu framkvæmdavaldsins. Á kostnað dómsvaldsins með því að skipa dómara eftir geðþótta og færa verkefni undan valdsviði þeirra. Á kostnað lagasetningarvaldsins með því að leggja niður forset- ann. Á kostnað borgaranna með því að auka íhlutunarheimildir lögreglu í einkalíf almennings og minnka réttarvernd sakborn- inga. Illa er komið fyrir forustu- manni stjórnmálahreyfingar sem kennir sig við frelsi einstak- ingsins. Markvisst er unnið að ofríki yfirvaldsins. ■ Danir eru búnir að búa við sittfríríki áratugum saman og hafa átt bágt með að koma bönd- um á það þó að einhver breyting sé nú að verða til batnaðar; en þar er átt við Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Og nú erum við Íslendingar að koma á fót slíku fyrirbæri austur við Kárahnjúka sem það merkilega fyrirbæri Lands- virkjun stendur fyrir með dygg- um stuðningi íslenskra stjórn- valda. Þar er átt við vinnubrögð og framkomu ítalska verktaka- fyrirtækisins Impregilo sem hefur frá upphafi verks síns á þessu svæði flutt inn fjölda fólks frá fátækum löndum í gegnum erlendar starfsmanna- leigur og því engin leið fyrir ís- lenska aðila að komast að hver launakjör þessa fólks eru þar sem launagreiðslur fara fram erlendis. Koma líkt og ferðamenn Mikill hluti vinnubærra manna kemur inn í landið líkt og ferðamenn og hefur þess vegna ekki atvinnuleyfi. Margir staldra stutt við í fríríkinu og því mikil hreyfing á fólki fram og til baka. Þar af leiðandi stendur verktakinn ekki við skattgreiðslur til ríkissjóðs og sveitarfélaga og virðist ætla að komast upp með það eins og svo sem annað á þessu vinnusvæði. Er þá átt við brot á lögum um aðbúnað, réttindaleysi starfs- manna og öryggi þeirra á vinnu- stað ekki tryggt. Eftirlitsstofnanir virka ekki Og það er eins og eftirlits- stofnanir samfélagsins virki ekki á þessu svæði. Það eru gerðar at- hugasemdir og frestir gefnir og lítið gerist. Þegar yfirmenn þess- ara stofnana sem þessi mál heyra undir, sem og ráðamenn Lands- virkjunar og þjóðarinnar, eru spurðir er svarið: jú það er ekk- ert óeðlilegt að eitthvað fari úr- skeiðis í verki af þessari stærð- argráðu, en það er verið að vinna í málinu og það er í réttum far- vegi. Svona er þetta búið að ganga frá því á síðasta ári og þessi „rétti farvegur“ þýðir ná- kvæmlega eitt; nefnilega nánast óbreytt ástand. Og ráðherrar koma í heimsókn í ríkið og hver af öðrum lýsa þeir aðdáun á öllu því sem fyrir augu ber og halda vart vatni af hrifningu. Er þetta það sem koma skal? Það er alveg ótrúlegt að svona ástand skuli geta skapast í okkar landi og verkalýðshreyfingunni skuli lítið verða ágegnt í aðgerð- um varðandi afkomu þessa fá- tæka verkafólks. Er þetta það sem koma skal? Hver er samkeppnis- staða íslenskra verktaka sem verða að virða lög og reglur án nokkurrar miskunnar, að keppa við annað eins? Eða er kannski komin fyrirmyndin; að flytja bara inn þrælahópa til verka. Nú er engin launung að hið lága tilboð ítalska verktakans byggðist ekki síst á þessu ódýra vinnuafli sem er notað og því er dapurlegt að þessi stærsta framkvæmd Íslandssögunnar (sem varð reyndar ekki stór fyrr en öll leyfi og atkvæða- greiðslur voru í höfn) hefur ekki forsendur til að fara eftir lögum og reglum sem gilda hér á landi. Ég spyr, hvar er stolt okkar þings og þjóðar að standa fyrir slíku? Það er vægast sagt ömur- legt að við, sem eigum elsta og virtasta þjóðþing í heimi að eig- in sögn, skulum í byrjun 21. ald- ar ekki vera komin lengra á þroskabraut til siðaðs samfélags en raun ber vitni. ■ Umræðan GUÐMUNDUR ÁRMANNSSON ■ skrifar um vinnubrögð ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo. 14 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Flutt nauðug af sjúkrahúsi Auður, Ása, Guðrún, Hulda og Ólöf Ásgeirsdætur skrifa: Við dætur aldraðrar móðurokkar í Keflavík viljum árétta að hún var flutt nauðug af sjúkra- húsinu í Keflavík á öldrunarheim- ilið Víðihlíð í Grindavík. Við mótmælum fullyrðingum Sigríðar Snæbjörnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, í Ríkisútvarpinu 1. apríl síðastliðinn, þar sem hún segir að ein af dætrum konunnar hafi lýst því yfir að móðir sín hafi ekki verið flutt nauðug og að hún sé ánægð þar sem hún sé. Við viljum benda á að tvær af okkur vorum vitni að því þegar hún var flutt nauðug. Við viljum hins vegar taka það fram að við höfum ekkert að setja út á störf starfsfólks Víðihlíðar og á það þökk fyrir góða umönnun móður okkar. Við munum ekki framar fjalla um mál móður okk- ar opinberlega. ■ Umræðan HAUKUR LOGI KARLSSON ■ formaður SUF gagn- rýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. ■ Bréf til blaðsins ■ Af netinu Yfirvaldið UMRÆÐAN Vegleg tilboð - aðeins fyrir korthafa! RÁÐHERRA Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Rýmkun heimilda til símahlerana í frumvarpi dómsmálaráðherra sætir gagnrýni. Barn síns tíma Í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í gær tjáði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sig um jafnréttislögin og sagði þau vera barn síns tíma. Þar er ég honum sammála. Hvar okkur dómsmálaráðherra greinir á er barn hvaða tíma jafnréttislögin eru. Það má skilja á Birni að hann eigi við fortíðina og að þar af leiðandi séu þau úrelt. Að mínu mati er hinsvegar lögin barn samtímans. HJÖRTUR EIRÍKSSON Á SELLAN.IS Unnur Millý Georgsdóttir, móð-ir drengs sem liggur á sjúkra- húsi vegna líkamsárasar, vill taka fram að það sé ekki rétt sem fram kom í viðtali við hana í fyrradag að starfsmenn á barna- og unglinga- geðdeild hafi sprautað börn niður þegar þau sýndu tilfinningar. Hins vegar hafi þeim verið haldið niðri á mikilli lyfjagjöf og þau snúin nið- ur þegar þau sýndu tilfinningar. ■ ■ Athugasemd Fríríkið við Kárahnjúka VIÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Deilt hefur verið um skattgreiðslur og réttindi erlendra verkamanna við virkjunina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.