Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 10.04.2004, Qupperneq 36
FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s 28 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Hver er maðurinn? Lágvaxinn en stór Maðurinn sem við spyrjum umað þessu sinni gegnir virð- ingarstöðu í samfélaginu. „Hann er vinnusamur hugsuður, réttsýnn og einlægur,“ segir Þórir Guð- mundsson, starfsmaður Rauða krossins. „Á góðum stundum er hann bráðfyndinn, en það er hlið á honum sem sést sjaldnar á al- mannafæri. Hann er varfærinn í orðavali en ef hann tekur afstöðu, til dæmis í þjóðfélagsmálum, þá er hann fastur fyrir,“ segir Þórir, en þeir hafa átt nokkur samskipti undangengin ár. Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn, segir helstu kosti viðkomandi vera þessa: „Elsku- legur, orðhagur bænari með nokk- uð fastar skoðanir.“ Baldur telur hann ekki gallalausan með öllu og nefnir eitt öðru fremur í þeim efn- um: „Hann horfir ekki í augu við- mælenda sinna og þeir eru ekki alveg vissir um hvar þeir hafa hann.“ „Hann er lítill vexti en stór hið innra,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, deildarstjóri á Landspítalanum, og bætir við að hann hafi sterka nærveru og sé umhugað um fjöl- skyldu sína og allt mannlegt. „Hann vill líka leysa hvers manns vanda og gefur mikið af sér,“ seg- ir Bjarni. Og nú spyrjum við; Hver er mað- urinn? Svarið er á blaðsíðu 32. ■ Auðu húsin í mið Fátt er dapurlegra en að sjá auð hús í miðborgum enda miðborgir hjörtu allra borga. Þar á lífið að vera, þar á þjónustan að vera og ef allt væri með felldu kepptist fólk í verslun og viðskiptum um laus pláss í bænum. En þannig virðist það ekki vera í Reykjavík. Við hinn margrómaða Laugaveg og niðri í Kvos liggur fjöldi góðra plássa á lausu þessa dagana, ýmist einstaka hæðir eða heilu húsin. Húsið er án efa með glæsilegriverslunarhúsum miðborgar- innar. Verslun Egils Jakobsen var þar til húsa um árabil en fyrir nokkrum árum var jarðhæðin inn- réttuð upp á nýtt fyrir mikla pen- inga og veitinga- og skemmtistað- urinn Rex opnaður. Sá lifði í nokk- ur misseri og eftir að honum var lokað hefur verið tvíreynt með veitingastarfsemi á hæðinni. La primavera lifir góðu lífi á efri hæðinni. ■ Flugleiðir höfðu lengi vel um-fangsmikla starfsemi í hús- inu og var aðalsöluskrifstofa félagsins á jarðhæðinni. Langt er um liðið síðan hún var flutt og stóð hæðin auð um skeið. Versl- unarrekstur var þar um tíma en hæðin hefur nú staðið auð í um þrjú ár. Á efri hæðum eru skrif- stofur. ■ Þarna var starfsemi Póst- ogsímamálastofnunar og síðar Símans til húsa í 70 ár. Húsið er um 7 þúsund fermetrar að stærð. Síminn seldi það árið 2001 og höfðu kaupendur í huga að breyta því í hótel enda Hótel Borg eina hótelið í miðbænum. Á stuttum tíma hafa tvö hótel tekið til starfa í miðborginni, unnið er að standsetningu tveggja annarra og eitt er á teikniborðinu. Óvíst er um framtíðarstarfsemi í Lands- símahúsinu en það er til leigu. ■ Egill Jakobsen Austurstræti 9 Landssímahúsið við Austurvöll Laugavegur 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.