Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 41
41LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 Vísindamenn við háskólann íHertfordskíri í Bretlandi hafa nú lagst út í viðamikla rannsókn á því hvort heppni geti verið meðfædd. Vísindamenn- irnir ætla að bera saman per- sónueinkenni og fæðingardag fólks og athuga hvort tengsl séu þar á milli. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að heppið fólk sé bjartsýnt og tilbúið að taka áhættu. „Við munum safna saman persónueinkennum, upplýsing- um um lífsferil og fæðingardög- um og rannsaka hvort fólkið sé almennt bjartsýnt og óbugandi þegar vandræði steðja að,“ seg- ir sálfræðiprófessorinn Richard Wiseman, sem fer fyrir rann- sókninni. „Við munum athuga hvort einhver tengsl séu þarna á milli, það er að segja hvort heppni sé í raun og veru með- fædd.“ Samkvæmt Wiseman eru ákveðnar vísbendingar til um að fæðingardagur gefi fyrirheit um bjarta framtíð. Hann tekur þó fram að sum börn séu frekar hvött til dáða en önnur og það geti vissulega haft áhrif. ■ MAÐUR MEÐ SMOKK Sumir sagnfræðingar vilja meina að garnir úr dýrum hafi verið notaðir í sama tilgangi og smokkar. Fólk notar þó smokka í misjöfnum tilgangi. Ný rannsókn á getnaðarvörnum: Smokkar úr lérefti Fyrstu smokkarnir voru gerðirúr lérefti og þeim dýpt í salt- vatn til að drepa sæði. Þetta er niðurstaða úr rannsókn sagnfræð- inga sem hafa skoðað málið um nokkurt skeið. Rannsókn á sögu smokksins var kynnt á sýningu í Berlín fyrir skömmu og var liður í átaki um öruggt kynlíf. Samkvæmt rann- sakendum voru léreftssmokkarn- ir í saltvatninu mikið notaðir á sextándu öld en ekki fylgdi sög- unni hvort þeir hafi reynst eins öruggir og þeir sem notaðir eru í dag. Fyrstu smokkarnir úr gúmmíi komu til sögunnar árið 1855 en þá voru þeir saumaðir saman á lang- veginn. Það var ekki fyrr en 75 árum síðar að fyrstu latex smokk- arnir, án sauma, voru kynntir til sögunnar undir slagorðinu „ekk- ert að óttast“. ■ SÚKKULAÐI Súkkulaði og ást hafa lengi þótt fara saman, en nú þykir sýnt að súkkulaði og barneignir passi líka vel saman. Ný rannsókn: Gott að borða súkkulaði á meðgöngu Niðurstöður nýrrar könnunarvoru birtar nýlega en þær snúa að súkkulaðiáti og barneign- um. Vísindamenn sem stóðu fyrir könnuninni fullyrða að konur sem bryðja súkkulaði á hverjum degi meðan þær eru barnshaf- andi eignist hamingjusamari börn en þær sem fúlsi við súkku- laði. Vísindamenn segja ákveðin efni í súkkulaði vekja vellíðan hjá fóstrinu og það leiði til þess að eftir fæðingu hlæi börn og brosi meir en ella. Könnunin var gerð í Helsinki þar sem 300 kon- ur og börn þeirra voru rannsök- uð. Barnshafandi konur ættu því að geta hámað í sig páskaegg þessa dagana með góðri sam- visku. ■ Vísindamenn leggjast í nýja rannsókn: Er heppni meðfædd? ANDRÉS ÖND Öndin knáa er ekki fædd undir heilla- stjörnu, ólíkt frænda sínum Hábeini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.