Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 55

Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 55
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 „FYRSTA FLOKKS AFÞREYING.“ „GÁTUSAGA MEÐ GULLINSNIÐI.“ „FRÁBÆRLEGA SPENNANDI SAGA ... BÓK SEM MAÐUR LES Í EINUM RYKK.“ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON, HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR BIRTA MORGUNBLAÐIÐ VERÐ: 1.590 KR. WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Ég læt yfirleitt ekki sjá mig ímatvörubúðum vegna þess að það er ekki nógu kúl. En stundum neyðist maður til að kaupa inn drasl fyrir heimilið. Ég geng þá um verslunina með sama svip og aðrir: ég er hérna eingöngu vegna þess að ég neyðist til þess, ekki vegna þess að ég læt stjórnast af óseðjandi maga. Þetta er harð- neskjulegur svipur sem má sjá í öllum betri matvöruverslunum. Um daginn rakst ég á mann í svona búð sem í vantaði hæfi- leikann til þess að hugsa í hljóði. Fyrst hélt ég að hann væri að tala við mig og brosti til hans (það voru mistök og ég missti kúlið um stund), svo hélt ég að hann væri með kínverskri konu en það reyndist ekki vera og loks sá ég að hann var ekki að tala við neinn heldur hugsa upphátt. Óhugnanlegt. Og það sem verra var, hann var ánægður með allt. Hérna eru app- elsínurnar, þær eru ákaflega girnilegar (hann notaði orð eins og ákaflega), það var lítið um ávexti þegar ég var ungur, þetta er mikið framfaraskref í matvörufram- boði, ég þarf líka að muna að kaupa eyrnapinna, ú já, það er svo gott að hreinsa úr eyrunum eftir sturtu, þetta eru framfarir, aldrei notaði ég eyrnapinna þegar ég var ungur, þá gekk fólk bara um með blaut eyru. Ég fór ekki að hreinsa almennilega úr eyrunum fyrr en ég kynntist Tinnu [ég geri ráð fyr- ir að það sé konan hans], hún kynnti mig fyrir eyrnapinnum, ég elska hana Tinnu, ég er mjög feg- inn að hafa náð mér í hana, þetta er gott líf og ég er hamingjusam- ur. Ísland er frábært. Ég gekk á eftir honum í gegn- um búðina, lét lítið fyrir mér fara en stakk hann svo af við af- greiðslukassann, ég hafði heyrt nóg. Þetta var alveg viðbjóðslegt, hreint og beint grátlegt. Ég hringdi í Gallup og spurði þá hreint út: eru svona menn teknir með þegar þið gerið kann- anir á því hvernig fólki líður í þessu landi, eru þetta kannski fáir einstaklingar sem hífa svo upp meðaltalið að við lifum í þeirri blekkingu að allir hérna séu ánægðir? En þeir svöruðu mér að svo væri ekki. Menn sem hugsa upphátt eru klikkaðir og fá ekki að vera með í könnunum, sér í lagi væntingavísitölunni. Ég hugsaði í hljóði: hjúkk, við erum þá ekki óhamingjusamari þjóð en þetta. Það er kúl. ■ ...hræðilega jákvæðar hugsanir ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ■ pælir í lífinu og tilverunni. Það fyndna við Róbert Róbertsson, hinn þaul-reyndi blaðamaður Séð & heyrt, vill helst taka því rólega í faðmi fjölskyldunnar á laugar- dagskvöldum enda bestu stundirn- ar að hans mati. „Við hjónin erum nýbúin að fjárfesta í breiðtjalds- sjónvarpi og DVD-spilara og það verður að segjast eins og er að við erum orðin enn heimakærari fyrir vikið. Ef við skreppum eitthvað út þá verður oft fyrir valinu að fara í bíó og sjá þá helst einhverja góða spennumynd eða gamanmynd. Nú nýverið sáum við myndina „Along Came Polly“ með Ben Stiller og Jennifer Aniston og var hún mjög fín.“ Róbert segist ekki fara oft á skemmtistaðina eða kaffihúsin nú- orðið en viðurkennir að með hækkandi sól fjölgi þeim ferðum. „Helst legg ég þá leið mína á Tor- valdsen eða NASA og svo Kaffi- brennsluna ef kvöldið er rólegt. Þá er alltaf klassískt að fara út að borða – maður fær seint leið á því. Sjávarkjallarinn er uppáhaldsveit- ingastaðurinn enda sjávarfangið þar með eindæmum gott. Síðan er búið að vera á döfinni nokkuð lengi hjá okkur hjónum að fara í leikhús og sjá eitthvað af þeim fjölmörgu spennandi sýningum sem eru í gangi núna. Því miður gerir maður allt of lítið af því en hins vegar er hugmyndin að sameina veitinga- húsaferð og leikhúsferð mjög fljót- lega.“ Að lokum nefnir Róbert heimsóknir vina og ættingja „enda er alltaf gott að vera í góðra vina hópi, það bregst aldrei“. ■ Það var margtum manninn í eftirpartíi Sugababes- tónleikanna á Mojito í Aust- urstræti og minnti gleð- s k a p u r i n n mest á álíka viðburði úti í hinum stóra heimi og því bar mest á fáklæddum stúlkum og vel greiddum sveinum. Lítið fór fyrir stórstjörnunum sjálfum en þekkt nöfn úr íslensku skemmtana- lífi voru í h v e r j u horni. Andr- ea Jónsdótt- ir á Rás 2, var á staðn- um, Addi Fannar, oft- ast kenndur við Skíta- móral, dans- arinn Yesmine Olsson og tónlist- arkonan Rósa Guðmundsdóttir, sem var aldrei kölluð annað en Rósa í Spotlight fyrir nokkrum misserum. Tískulöggan Svavar Örn Svavarsson sigldi einnig í gegnum mannhafið og Frosta í Mínus brá fyrir. Þá var athafna- skáldið Fjölnir Þorgeirsson í toppformi og kvikmyndaleik- stjórinn Júlíus Kemp ræddi við t ó n l e i k a h a l d a r a n n Ísleif Þórhallsson fyrir utan VIP-salinn sem var vaktaður af tveimur fílefldum vörðum sem gættu þess að hver sem er kæmist ekki í vín- berin og k a m p a v í n i ð sem þar var á borðum. Söngkonan Leoncie gerði góðaferð úr Sandgerði til Reykjavík- ur á miðvikudagskvöld þegar hún tróð upp fyrir fullu húsi á Nelly’s Cafe við Þingholtsstræti. Leoncie er sjálfsagt með umdeildari Íslend- ingum og því brá Halldór E., sem fékk söngkonuna til að kíkja í bæ- inn, á það ráð að taka dyraverði úr anddyri staðarins og láta þá gegna hlutverki lífvarða við sviðið. Allt fór þetta þó vel fram og Leoncie þurfti ekki á lífvörðunum að halda en kunni hins vegar vel að meta stórstjörnumeðferðina sem hún fékk. Áhorfendur fögnuðu henni ákaflega og alls var hún klöppuð sjö sinnum upp og þurfti að taka hið margrómaða Kópavogslag sitt, Ást á pöbbnum, í þrígang. Leoncie var, þrátt fyrir vinsæld-irnar, ekki með mikið tilstand og var ekki með her aðstoðarmanna í för eins og gengur og gerist hjá stórstjörnum. Hún mætti einungis með eiginmanni sínum Viktor Al- bertssyni, sem er hennar hægri hönd og umboðsmaður. Þau hjónin hafa verið að pakka niður undan- farnar vikur þar sem Ískryddið hyggst flytja af landi brott, ekki síst þar sem hún telur sig ítrekað vera fórnarlamb kynþáttafordóma á Íslandi. Hún ræddi um ýmis mál vítt og breitt á milli laga á miðviku- daginn en hélt ró sinni þó einhverj- ar glósur fengju að fjúka. Aðdáend- ur hennar binda því vonir við að hlýjar móttökurnar sem Leoncie fékk á Nelly’s verði til þess að hún endurskoði hug sinn. Hvar svo sem Leoncie endar er þó næsta víst að hún muni gera eitt tónlistarmynd- band á Íslandi þar sem hún telur Nelly’s, eða gamla Borgvirkið, ákjósanlegan upptökustað fyrir myndband við Ást á barnum. Leit að fólki í hlutverk barflugna stend- ur yfir. Laugardagskvöld RÓBERT RÓBERTSSON ■ Reynir að slappa af með fjölskyldunni. Rólegur í faðmi fjölskyldunnar Fréttiraf fólki 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 mjög góð, 6 upphaf, 7 sex, 8 hljóm, 9 á fugli, 10 fuglategund, 12 kveik- ur, 14 bygging, 15 líta, 16 spil, 17 hestur, 18 vætu. Lóðrétt: 1 vel að sér, 2 borgin eilífa, 3 veisla, 4 rit, 5 bók, 9 hlotnast, 11 viljuga, 13 vindur, 14 stór, 17 skóli. Lausn: Lárétt: 1frábær, 6rót,7vi,8óm,9fit, 10gæs,12rak,14hús,15gá,16ás, 17mar, 18raka. Lóðrétt: 1fróð,2róm,3át,4ævisaga,5 rit,9fær, 11fúsa,13kári,14hár, 17ma. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.