Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 56

Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ANDRA SNÆS MAGNASONAR ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 24 21 4 04 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Gleðilega páska 250,- SYNTES diskur 26 sm Motto skál 12 sm STRIL skál 35 sm SVALKA rauðvínsglös 35 cl 6 stk SKÄMT vasi 21 sm 65,- 125,- stk 550,- 490,- Opið til kl. 18:00 í dag Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 13 apríl kl. 10:00 Í Smáralindinni er verið að kross-festa mann og fólk kaupir sér miða í afgreiðslunni til þess að horfa á hann. Í Lúxus kl. 2.30, 5.20, 8, 10.40. Bannað innan 16. Passíusálm- arnir lesnir í útvarpinu. Það má gera þá að sjónvarpsefni með því klippa myndefni Gibsons við sálmana: ,,Sollnar undir sárt við hrærðu, þær sviðu og blæddu upp á ný...“ TÍMARNIR ERU BIBLÍULEGIR. Umsátur um fæðingarkirkju Krists. Gamall maður í hjólastól sprengdur í loft upp. Hann leit út fyrir að vera 1000 ára gamall. Fréttirnar eru enda- lausar píslarsögur frá Palestínu, sitj- um í lúxussölum og horfum á sund- urtætt kaffihús eða strætisvagna. Þrír Palestínumenn drepnir í hefnd- arárás, 5, 6 og 10 ára. Heimurinn dælir inn peningum til að viðhalda heiftinni. Ísrael með hátækniþyrlur frá Bandaríkjunum og samúð úr Biblíubeltinu í baráttunni gegn ,,terrorists“. Palestínumenn með sprengjubelti frá nágrannaríkjum. Allir þykjast hafa heilagan rétt til að hata og hefna. VELTI FYRIR MÉR um daginn að kannski væri engin skynsamleg pólítísk lausn á þessu máli, aðeins öfgafull og trúarleg. Vesturlandabú- ar eru flestir kristnir en fæstir mjög öfgafullir en kannski þurfa þeir að ákveða í þessu tilfelli að verða öfga- kristnir. Þeir segja að Palestína, Jerúsalem, Betlehem, Golgata, Getsemane sé heilög jörð og munu ekki líða að á þessa jörð falli svo mikið sem einn einasti blóðdropi. Allt beittara en kjöthnífur sé ógnun við helgi staðarins. Bush verði kynnt orð Jesú Krists: ,,Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður: blessið þá sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er sýna yður ójöfnuð.“ Síðan finna menn sambærilegar til- vitnanir í Kóraninn og Gamla Testa- mentið og gera að lögum fyrir svæð- ið. Það má byrja á öfgafullu og af- gerandi boðorði frá tímum Móse: ,,Þú skalt ekki mann deyða“. Það verður hærra sett en auga fyrir auga. ÞÁ LOKSINS FLYKKTIST fólk úr Biblíubeltinu í pílagrímaferðir til að skoða Biblíuslóðir. Gistir og borðar, skoðar fæðingarkirkjuna, kaupir sér minjagripi, gengur upp á Golgata og biður bænir, fer kannski að orðum Krists og gefur fátækum allar eigur sínar. Þá eru þeir loksins komnir í eina kös, öfgakristnir, öfgamúslimar og öfgagyðingar og lifa saman í friði eins og þeir gera nú þegar í New York og allir hinir streyma í kjölfar- ið til að skoða litbrigði mannlífsins. Kannski er þetta einfalt og heimsku- legt en friður er í eðli sínu einfaldur og heimskulegur. Í Smáralindinni er verið að krossfesta mann

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.