Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 1
● ír og ka tryggðu sér oddaleik Íslandsmótið í handbolta: ▲ SÍÐA 33 Heimavöllurinn drjúgur í gærkvöld ● í leiklistarskóla drottningarinnar María Þórðardóttir: ▲ SÍÐA 46 Í fótspor Felix Bergssonar ● segist ánægður með hugarfar leikmanna Ion Geolgau, þjálfari Fram: ▲ SÍÐA 30 Ætlar að losa Fram við falldrauginn MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR NÝSKÖPUN KVENNA Fræðslufund- ur um nýsköpun kvenna, mikilvægi fyrir- mynda og tengslanet verður haldinn í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp. Jafnframt verður sett upp sýning á nýsköpun kvenna frá Svíþjóð og Íslandi. Fundurinn hefst klukkan 13. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM ÚRKOMA VÍÐA UM LAND Fyrst vestanlands og síðan austan- lands. Nokkur vindur vestan til, annars hægari. Áfram tiltölulega milt. Sjá síðu 6. 30. apríl 2004 – 117. tölublað – 4. árgangur BOÐA FREKARI UPPSAGNIR Af um 100 manns, sem sagt var upp hjá varnarliðinu í nóvember, er um þriðjungur enn án atvinnu. Varnarliðið hefur boðað frekari hagræðingu á næstu tveim mánuðum. Sjá síðu 2 HAGNAÐUR Samanlagður hagnaður KB banka og Landsbanka er 6,7 milljarðar á fyrstu þrem mánuðum ársins. Mikill gengis- hagnaður einkennir uppgjörin. Sjá síðu 4 BÍÐA PLÁSSA Yfir hundrað sjúklingar eru tepptir á ýmsum deildum Landspítal- ans. Meðferð þeirra á spítalanum er lokið en þeir bíða eftir meðferðar- og vistar- úrræðum utan hans. Slík bið tekur yfirleitt marga mánuði. Sjá síðu 6 ÚTLENDINGAFRUMVARP Frumvarp um útlendingalög kom lítt breytt úr alls- herjarnefnd Alþingis. Formaður nefndarinn- ar segir margar athugasemdanna við frum- varpið á misskilningi byggðar. Samfylkingin segir lögin vond og illa unnin. Sjá síðu 14 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 38 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 42 Sjónvarp 40 Ása Jelena Petterson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ítölsk kaffimenning á Lækjartorgi ● matur ● tíska ● heimili Stella Blómkvist: Gefin út í Þýskalandi BÓKMENNTIR Tvær bækur eftir ís- lenska spennusagnahöfundinn Stellu Blómkvist verða gefnar út í Þýskalandi. Forlagið sem gefur bækurnar út er hluti af Bertels- mann-útgáfufyrirtækinu sem er hið stærsta í heimi. Þetta kemur fram í frétt frá Eddu útgáfu. ■ ÞÚSUNDIR GENGU FYRIR GÍSLANA Nokkur þúsund manns gengu um götur Rómar að Péturstorgi í Vatíkaninu í gær í von um að hjálpa þrem ítölskum gíslum sem er haldið í Írak. Mannræningjar sem hafa gíslana á valdi sínu höfðu hótað að myrða þá ef Ítalir efndu ekki til fjölmennrar mótmælagöngu gegn stefnu ítölsku stjórnarinnar í Íraksmálum. M YN D /A P EFTIRLIT „Ég tel tímabært að endur- skoða og endurskilgreina hlutverk og stöðu Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. Öryggis- og eftirlits- hlutverk þessara stofnana fara vel saman og ég tel að stefna beri að því að sameina þær. Þá væri rétt að huga að því hvernig skipa- kostur og starfsmenn samein- aðrar stofnunar gæti nýst betur við hafrannsóknir,“ sagði Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í ræðu á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þorsteinn gerði eftirlit með veiðum og vinnslu úti á sjó að umtalsefni í ræðunni og sagði að tækninni fleygði stöðugt fram. Nú væri svo komið að með aðstoð gervihnatta væri unnt að fylgjast með staðsetningu og ferðum allra skipa, hvar sem þau væru stödd. Tæknin gerði allt eftirlit mark- vissara en væri ekki síður mikil- væg þegar horft væri til öryggis- sjónarmiða. „Nú er eftirlitið bæði á höndum Fiskistofu og Landhelgisgæslunn- ar og ljóst er að um tvíverknað er að ræða,“ sagði Þorsteinn Már og því rétt að sameina. „Til dæmis gæti Landhelgis- gæslan rekið hafrannsóknarskip- in. Með sameiningunni yrði einnig auðveldara að endurnýja skipa- flota Landhelgisgæslunnar en ljóst er að slík endurnýjun er nauðsynleg. Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar ræði þessa hugmynd í fullri alvöru og beri gæfu til að hrinda henni í framkvæmd,“ sagði forstjóri Samherja. ■ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja: Tímabært að sameina Gæsluna og Fiskistofu VILL SAMEINA Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, sagði á aðalfundi fyrirtækisins í gær að tímabært væri að sameina Fiskistofu og Landhelgisgæslu. Öryggis- og eftirlits- hlutverk þeirra færi vel saman. Efast um lögmæti fjölmiðlafrumvarps Formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum segir umfjöllun um hann sjálfan hafa sannfært sig enn frekar um nauðsyn lagasetningar um fjölmiðla. Nefndin hafði ekki tíma til að skoða reglur EES. Sigurður Líndal telur lögin ganga gegn stjórnarskránni. FJÖLMIÐLALÖG „Ég vil sjá framan í þá lögfræðinga sem vilja halda því fram að þetta ákvæði geti staðist lög. Ég auglýsi eftir þess- um lögfræðingum. Ég dreg í efa að önnur ákvæði frumvarpsins standist lög, en það er alveg aug- ljóst að þetta ákvæði gerir það ekki,“ segir Sigurður Líndal laga- prófessor. Hann efast um að frumvarp forsætisráðherra til laga um eign- arhald á fjölmiðlum standist stjórnarskrá. Sigurður segir aug- ljóst að ákvæði um afturköllun út- varpsleyfis sé afturvirkt og stand- ist ekki. Hann hefur einnig efa- semdir um aðrar greinar frum- varpsins. Í skýrslu nefndar um eignar- hald á fjölmiðlum er ekkert fjall- að um grundvallarreglur EES- samningsins, sem áhrif gætu haft á lagasetningu um fjölmiðla hér á landi. Stefán Geir Þórisson hæsta- réttarlögmaður benti á það á fundi Lögfræðingafélags Íslands í gær að lögin gætu ef til vill skarast við dómaframkvæmdir Evrópudóm- stólsins varðandi innanlandsregl- ur sem hindri aðgang að markaðinum. Stefán spurði Davíð Þór Björg- vinsson, formann nefndarinnar, á fundinum hvers vegna ekki hefði verið tekið tillit til EES-reglna þegar alþjóðlegt lagaumhverfi um fjölmiðla hafi verið kannað. Davíð svaraði því að nefndinni hefði ekki gefist tími til þess. Davíð Þór hélt framsögu á fundinum þar sem hann kynnti skýrslu nefndarinnar og forsend- ur niðurstaðna. Hann hóf fram- söguna með því að ræða um pistil sem birtist um hann sjálfan í DV þar sem rætt var um kosti hans og galla. Eftir að hafa lesið orðrétt upp það sem stóð í pistlinum sagði hann: „Hafi ég einhvern tímann verið í vafa um að setja ætti lög um fjölmiðla þá er ég nú sann- færður“. sda@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Sjá nánar síður 8, 10 og 12. Skurðhjúkrunarfræðingar: Hætta í kvöld KJARAMÁL Enn er útlit fyrir að hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Landspítalans við Hringbraut láti af störfum á miðnætti í kvöld. Í gærkvöld hittust hjúkrunarfræð- ingarnir og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Elínar Ýrar Halldórs- dóttur, talsmanns skurðhjúkrun- arfræðinga, verður haldið áfram að reyna að ná samningum. „Við erum bara að reyna að ná lend- ingu. En ég veit ekki hvernig það allt fer,“ segir hún. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.