Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 2
2 1. maí 2004 LAUGARDAGUR “Ég hef alltaf notið þess að sjá KR-inga spila svo það er verðugt að spila fyrir þá líka. Mér þykir vænt um KR-inga.“ Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður og tónlist- armaður hélt í gærkvöld tónleika á Rauða ljóninu. Á þeim veitingastað koma KR-ingar gjarnan sam- an en Árni er Eyjamaður og einn harðasti stuðn- ingsmaður ÍBV. Spurningdagsins Árni, hvernig líst þér á að spila fyrir KR-inga? ■ Evrópu Stefnir í lokun fyrir bráðveika sjúklinga Fáist ekki viðbótarfjárveiting fyrir rekstur lyflækningasviðs LSH stefnir í að loka þurfi rúmum á deildum fyrir bráðveika sjúklinga. Aðgerðirnar bitna meðal annars á lungnadeild, smitsjúkdómadeild og meltingadeild. HEILBRIGÐISMÁL „Við erum nokkurn veginn að reka sviðið á sömu krónutölu og 2003, en sparnaðar- krafan sem á okkur var sett var svo þung, að við erum enn sem komið er alls ekki búin að ná tök- um á því,“ sagði Guðmundur Þor- geirsson, sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði Landspítala há- skólasjúkrahúss. Hann segir allt stefna í að grípa þurfi til mjög harkalegra aðgerða til að ná tökum á þeirri sparnaðar- kröfu sem stjórnvöld hafa sett á spítalann. „Við þurfum þá að draga veru- lega úr þjónustu og gera ýmislegt sem okkur er sannast sagna gríð- arlega mikið á móti skapi,“ sagði Guðmundur. Lyflækningasviðið hefur verið rekið með um 20 milljóna króna halla á hverjum mánuði það sem af er ársins. Ef fram heldur sem horfir, stefnir í að reksturinn fari ríflega 200 milljónir króna fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári. Guðmundur sagði að lyflækn- ingasviðið væri mjög umfangs- mikið og margar stórar sérgreinar sem hvergi væru reknar á landinu nema þar. Nefna mætti blóðskilun fyrir sjúklinga með nýrnabilun. Sjúklingum í blóðskilunarmeðferð fjölgaði um tíu á hverju ári. Þessi aukning kostaði um það bil 50 milljónir á ári. „Við höfum hreinlega ekki fengið það fjármagn, en skilaboðin hafa verið þau að við yrðum bara að bjarga okkur,“ sagði Guðmund- ur. „En ef við veitum ekki skilunar- þjónustu þegar þörf er á henni þá deyr sjúklingurinn. Ég fullyrði að okkar sérfræðingar fylgja mjög vönduðum vinnureglum þegar þeir velja hverjir þurfi á þessari þjón- ustu að halda, þannig að þarna er ekki til bruðl af neinu tagi, þetta er algjör nauðsyn, sem við stöndum með í fanginu.“ Hliðstætt dæmi er hjartaþræð- ingastarfsemin. Eina rannsóknar- stofan á því sviði á landinu er á lyf- lækningadeild og þar eru gerðar allar kransæðavíkkanir. Eina rétta meðferðin við bráðri kransæða- stíflu er talin sú, að gera bráða- kransæðavíkkun. Það væri hvergi gert nema á lyflækningadeild. Kostnaðurinn fer vaxandi á hverju ári, og eykst heldur meira en við blóðskilunarmeðferðir. „Þannig að við erum í gjörsam- lega vonlausri stöðu. Sú pólitíska ákvörðun að ekki séu til peningar til að veita þessa þjónustu er, fyrir alla þá sem þekkja til, aldeilis frá- leit,“ sagði Guðmundur Hann sagði að reynt hefði verið að taka rekstrarhallann inn á rekst- ur sviðsins að öðru leyti. Þar væru lungnadeild, taugadeild, meltinga- deild, smitsjúkdómadeild og gigt- ardeild. „Annað hvort verðum við að vinna þessu máli skilning, eða vísa því til samfélagsins, að við höfum ekki lengur pening til að veita þessa þjónustu,“ sagði Guðmundur, sem hyggst ganga ásamt fleiri stjórnendum deildarinnar á fund heilbrigðisráðherra vegna málsins. jss@frettabladid.is Stjórnarformaður Norðurljósa: Uppsagnir ef frumvarp verður að lögum FJÖLMIÐLALÖG Stjórn Norðurljósa átti fund með trúnaðarmönnum starfsmanna í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðu fyrirtækisins í ljósi frumvarps forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum. „Það er ljóst að ef þetta verður að lögum þá mun koma til sam- dráttar í rekstri, sérstaklega snýr það að Íslenska útvarpsfélaginu, og samdráttur í rekstri þýðir fækkun starfsmanna. Við gerðum þeim við- vart um að þannig stæðu málin,“ segir Skarphéðinn B. Steinarsson ,stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir of snemmt að segja til um hvenær komi til uppsagna og í hversu miklum mæli þær verða. „Við fórum yfir lög um hópupp- sagnir og starfsmennirnir gerðu okkur grein fyrir hvað þeir hefðu í huga á sínum vegum, meðal annars starfsmannafund sem verður á þriðjudaginn,“ segir hann. Hann segir að farið hafi verið yfir stöðu Norðurljósa með Lands- bankanum sem sé stærsti kröfu- hafinn í félaginu. „Þetta verður ekki leyst á einum degi en það eru greinilega flækjur í því að leysa upp Norðurljós,“ segir Skarphéð- inn B. Steinarsson. ■ Sameinuðu þjóðirnar: Leysi deilu um tunnur EDINBORG, AP Nýjar ruslatunnur sem hafa verið teknar í notkun gamla bænum í Edinborg hafa valdið miklum deilum. Margir íbú- anna segja þær sjónmengun og al- gjörlega á skjön við bæjarhlutann. Þeir vilja því frekar halda gömlu ruslatunnunum sem eru minni og því auðveldara að fela þær. Bæði andstæðingar nýju rusla- tunnanna og bæjarráðið, sem hef- ur fyrirskipað að þær séu prófað- ar í fjóra mánuði hið minnsta, hafa ritað Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og farið þess á leit að hún tjái skoðun sína á nýju tunnunum. ■ Össur Skarphéðinsson fagnar stækkun ESB: Ísland sæki um aðild ESB „Ég fagna þessari þróun Evr- ópusambandsins og held að hún muni auka hagsæld Evrópu. Sú hagsæld mun líka hafa áhrif á Ísland, en það sem ég ber hinsvegar kvíðboga fyrir er að í vaxandi mæli verður Ísland jaðar- ríki, ef við ætl- um að standa utan sam- b a n d s i n s , “ segir formað- ur Samfylk- ingarinnar. Hann telur að ESB muni ekki sinna EES á næstu árum, líkt og dæmin sýni nú þegar, og hann bendir á að Norðmenn stefni hrað- byri í átt til sambandsins, sem geti ekki þýtt ekki annað en hrun EES-samningsins. „Besta ráðið fyrir okkur er að sækja af fullri alvöru um aðild að ESB,“ segir Össur. ■ HASS Í HERJÓLFI Lögreglan í Reykjavík tók mann með fjórtán grömm af efni sem talið er vera hass í Herjólfi í gær. Efnið fannst við reglubundið eftirlit. ÓHAPP Á AKUREYRI Snör við- brögð ökumanns eru talin hafa bjargað því að ekki fór illa þegar þriggja ára drengur hljóp út á götu á Akureyri í gærkvöld. Barnið var flutt á sjúkrahús en var lítið slasað, aðeins hruflað eftir áreksturinn. Þingsályktunartillaga um EES-samninginn: Fullmiklu fullveldi afsalað ALÞINGI Katrín Júlíusdóttir, Sam- fylkingunni, mælti fyrir þings- ályktunartillögu um könnun á framkvæmd EES-samningsins á Alþingi í gær, en í henni felst að skipuð verði nefnd sérfræðinga til að kanna hvort framkvæmd samn- ingsins standist íslensku stjórnar- skrána. Katrín benti á að skömmu áður en skrifað var undir EES- s a m n i n g - inn á sínum tíma hefði úttekt ver- ið gerð, en hún hefði verið afar u m d e i l d m e ð a l f r æ ð i - manna. „Ég tel að nú, tólf árum síðar, sé það ekki s p u r n i n g að skoða verði þessi mál. Það er margt sem bendir til þess að við séum búin að afsala fullmiklu af okkar fullveldi gegnum EES. Valddreifingin innan Evrópusambandsins hefur breyst með þeim hætti að ESB endur- speglast ekki lengur í EES-samn- ingnum og aðkoma okkar að stofn- unum sambandsins er nánast eng- in,“ sagði Katrín. ■ Slegnir óhug vegna framferðis herlögreglumanna: Myndir af pyntingum fanga ÍRAK Myndir sem CBS-sjónvarps- stöðin bandaríska komst yfir og sýna pyntingar á írökskum föng- um í Abu Ghraib-fangelsinu fyrir utan Bagdad hafa vakið hörð við- brögð í Miðausturlöndum, Banda- ríkjunum og Bretlandi. Á myndunum má sjá fanga pyntaða og niðurlægða á margvís- legan hátt. Á einni mynd eru fang- ar látnir láta sem þeir hafi kyn- mök, á annarri eru þeir látnir, naktir, raða sér upp í nokkurs kon- ar píramída og á þeirri þriðju stendur maður á kassa með raf- magnsvíra festa við líkamann og honum sagt að falli hann fái hann raflost. Sjö bandarískir herlögreglu- menn hafa verið ákærðir og fleiri kunna að fara sömu leið. Yfirmað- ur umdeildra fangabúða Banda- ríkjahers á Guantanamo hefur verið sendur til Íraks og á að koma skikki á mál þar. Myndirnar ollu mikilli reiði í Miðausturlöndum þegar þær voru birtar. Bæði George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa fordæmt meðferðina. Bush segir meðferð fanganna ekki sýna rétta mynd af bandarísku þjóðinni, svona hluti geri menn ekki. ■ ILLRÆMT FANGELSI Andstæðingar Saddams Hussein voru færðir í Abu Ghraib-fangelsi í stjórnartíð hans og þeir pyntaðir og myrtir. HÓTAÐ RAFLOSTI Þessum Íraka var hótað raflosti ef hann dytti af kassanum sem hann stendur á. HÆTT VIÐ RAFRÆNAR KOSNING- AR Írska ríkisstjórnin hefur hætt við að nota rafrænan búnað til at- kvæðagreiðslu við kosningar sem fara fram í júní. Ástæðan er sú að búnaðurinn hefur ekki verið prófaður nægilega vel og ekki er hægt að tryggja að tölvuþrjótar hafi ekki áhrif á úrslitin. SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON Stjórnarformaður Norðurljósa segir að til sam- dráttar og uppsagna komi ef fjölmiðlafrum- varp verður að lögum. Ekki er ljóst hvenær og í hve miklum mæli uppsagnirnar verða. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Þingmaður Samfylkingar- innar vill að Alþingi skipi nefnd sérfræðinga til að kanna hvort framkvæmd EES-samningsins standist íslensku stjórnarskrána. HARKALEGAR AÐGERÐIR Ljóst er að grípa verður til mjög harkalegra aðgerða á lyflækningasviði LSH vegna fjár- skorts, að sögn sviðsstjóra þar. ■ Lögreglufréttir ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylk- ingarinnar fagnar stækkun ESB til austurs. Hann telur besta ráðið fyrir Ís- lendinga að sækja af fullri alvöru um aðild að ESB þar sem Norðmenn stefni hraðbyri í þá átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.