Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 25
sinn eftir sjálfkrafa atvinnu- réttindum hér. Glóra eða glapræði? Margir hafa lýst yfir áhyggj- um yfir að stækkun ESB verði gríðarlega kostnaðarsöm, stór- auki innflytjendastraum til Vestur-Evrópu, auki glæpatíðni, grafi undan umhverfisvernd, félagslegri samþættingu og neyt- endavernd. Af þeim sökum sé stækkun sambandsins glórulaust glapræði fyrir aðildarríkin sem fyrir eru. Á móti er hægt að tína til ýmis rök fyrir stækkun ESB, bæði efnahagsleg, pólitísk og menningarleg. Grundvallar- ástæðan er þó sú að í lok síðari heimsstyrjaldar var Evrópa klof- in í tvennt og skipt eftir hernaðar- legri tilviljun og duttlungum stór- veldanna, þvert á sögulega hefð álfunnar. Þessi sögulegu mistök ber einfaldlega að leiðrétta. Fyrir nýfrjálsu ríkin í Austur- Evrópu merkir ESB-aðild fyrst og fremst að tímabil aðskilnaðar í álfunni er lokið og að íbúarnir til- heyri sama menningarheimi. Þau vilja einfaldlega komast aftur í fjölskyldu Evrópuþjóða. Í öðru lagi hefur aðild að ESB mikla þýð- ingu hvað varðar öryggi ríkjanna sem þá hafa öðlast öflugan banda- mann í Vestur-Evrópu. Enn fremur telja umsóknarríkin að aðild að ESB verði til að auka vel- ferð og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Stækkun ESB er jafnframt tal- in tryggja betur en nokkuð annað öryggi álfunnar allrar og þar með þeirra ríkja sem fyrir eru. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa ríki Evrópusambandsins búið við frið, stöðugleika og almenna vel- sæld. Að veita austurhluta álfunn- ar sömu skilyrði eykur öryggi álfunnar allrar. Þá er einnig talið víst að aðild 100 milljóna manna til viðbótar að innri markaðnum, sem nú telur 370 milljónir manna, fylgi umtals- verður efnahagslegur ávinningur. Það felur í sér efnahagslegan ávinning fyrir Evrópusambands- ríkin að byggja upp í Austur- Evrópu fjársterka markaði fyrir framtíðarviðskipti. Blómleg við- skipti á stærra markaðssvæði mun hafa jákvæð áhrif á hagvöxt, bæði fyrir nýju aðildarríkin og einnig þau sem fyrir eru. Lífsgæði í allri Evrópu munu jafnframt batna þar sem nýju ríkin taka upp stefnu ESB, til að mynda í umhverfismálum, bar- áttu gegn glæpum og svo fram- vegis. Aðild nýrra menningarsvæða er enn fremur talin auka menn- ingarlega fjölbreytni og stuðla að betri skilningi á lifnaðarháttum víðar í Evrópu. Almennt má segja að grund- vallarröksemdin fyrir því að æskilegt sé að víkka Evrópusam- bandið út til umsóknarríkjanna felist í þeirri staðreynd að kostn- aðurinn við að neita ríkjum Aust- ur-Evrópu um aðild yrði líklega enn hærri en að taka þau inn. Um leið væri reist nýtt efnahagslegt járntjald í gegnum álfuna þvera, frá Eystrasalti til Adríahafs. Skilyrði aðildar Á ríkjaráðstefnu ESB í Kaup- mannahöfn árið 1993 voru sett fram ákveðin skilyrði sem um- sóknarríkin þurftu að uppfylla. Þau lúta að stöðugu stjórnarfari og virðingu fyrir mannréttindum, virku markaðshagkerfi og getu til að taka yfir lagagerðir ESB. Ríkin þurfa einnig að vera í stakk búin til að taka þátt í framtíðarþróun sambandsins um pólitíska og efnahagslega samþættingu. Sér- stök viðmið gilda fyrir þátttöku í efnahags- og myntbandalaginu og evrunni en þau taka til verðbólgu, opinberra skulda og fjárlagahalla. Nýju ríkin þurfa að uppfylla skil- yrðin í tvö ár hið minnsta áður en þau geta tekið upp evru í stað eigins gjaldmiðils. Aðlögun að reglugerðaverki ESB hefur falið í sér umtalsverð- ar umbætur í öllum umsóknar- ríkjunum en þau hafa til að mynda þurft að innleiða 80.000 síður af löggjöf ESB. Undanfarin ár hefur hagvöxtur verið að meðaltali um fimm prósent á ári í umsóknar- ríkjunum sem er mun meira en innan eldri ESB-ríkjanna og lýðræði hefur smám saman verið að festast í sessi. Til að af stækkun ESB gæti orðið þótti einnig nauðsynlegt að ráðast í verulegar umbætur á stofnanakerfi ESB, en grunn- kerfið var hannað fyrir aðeins sex aðildarríki. Á ríkjaráðstefnu í Nice árið 2000 var komist að ákveðinni málamiðlun en hún þótti ganga of skammt. Sérstöku stjórnlagaþingi var því falið að móta nýtt skipulag fyrir 25 aðild- arríki og liggja nú fyrir drög að nýrri stjórnarskrá ESB en erfið- lega hefur gengið að fá leiðtoga ríkjanna til að samþykkja hana. Kostnaður Heildarútgjöld ESB munu ekki aukast mikið vegna nýju aðildar- ríkjanna heldur er ætlunin að skera niður á öðrum sviðum. Að óbreyttum reglum um opinberar fjárúthlutanir milli svæða og við- fangsefna myndi svona risavaxin stækkun fara langt út fyrir nú- verandi fjárhagsramma ESB. Að- eins greiðslur til bænda í Austur- Evrópu myndu einar og sér end- anlega sprengja fjárhagsramma ESB. Enn fremur myndu slíkar greiðslur raska öllu jafnvægi í stéttakerfi nýju aðildarríkjanna þar sem bændur yrðu þá hálauna- menn miðað við aðrar stéttir heimafyrir. Framkvæmdastjórn ESB hefur af þessum sökum lagt fram tillögur um róttækar endur- bætur á landbúnaðarstefnunni sem fela í sér verulegan niður- skurð á framlagi ESB til landbún- aðar- og byggðamála. Harðlega hefur verið gagnrýnt að fyrstu árin er gert ráð fyrir að nýju ríkin fái aðeins hluta af þeim greiðslum sem þau annars hefðu átt rétt á samkvæmt núgildandi kerfi. Þannig fá bændur í nýju að- ildarríkjunum fyrst um sinn að- eins fjórðung af þeim beingreiðsl- um sem eldri aðildarríki hafa rétt á. Styrkirnir munu svo aukast í smáum skrefum fram til ársins 2013 þegar þeir verða loks jafnir. Gert er ráð fyrir að róttæk upp- stokkun á landbúnaðarstefnunni hafi þá náð fram að ganga. Ljóst er að þau lönd sem nú hljóta mest úr sjóðum ESB í gegn- um landbúnaðar- og byggðastyrki, Írland, Spánn, Portúgal og Grikk- land, munu tapa miklu. Enn fleiri ríki? Með aðild þeirra 10–13 ríkja sem nú er fyrirhuguð er stækkun- arferli ESB þó langt í frá lokið. Önnur ríki sem hugsanlegt er að fái aðild í fyllingu tímans eru til að mynda ríkin fimm á vestan- verðum Balkanskaganum; Króatía, Júgóslavía, Bosnía-Her- segóvína, Albanía og Makedónía. Eins er aðild opin fyrir EFTA-rík- in Ísland, Noreg, Lichtenstein og Sviss. Til lengri tíma litið er ekki óhugsandi að ESB nái einnig til ríkja á borð við Moldavíu, Úkra- ínu og jafnvel Hvíta-Rússland. Þá verður spurningin um aðild Rúss- lands jafnvel tímabær. Í kjölfar hugsanlegrar aðildar Tyrklands vakna jafnframt spurningar um ríki eins og Ísrael, Egyptaland, Túnis og jafnvel Marokkó. Aðild- arríkin gætu þannig nálgast fjórða tuginn á næstu 50 árum. Eiríkur Bergmann Einarsson er stjórnmálafræðingur og höfundur bókarinnar Evrópusamruninn og Ísland – Leiðarvísir um samruna- þróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku samstarfi. Pólverjar munu sjálfkrafa fá atvinnuréttindi á Íslandi og þurfa þá ekki að ganga á milli Pontíusar og Pílatusar til að fá að vinna í fiski á Ísafirði svo dæmi sem tek- ið, þegar sá aðlögunartími sem íslensk stjórnvöld kjósa sér er liðinn. ,,LAUGARDAGUR 1. maí 2004 25 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Við erum snöggir að umfelga HANDVERK TIL SÖLU Í MIÐBÆ BRATISLAVA, HÖFUÐBORGAR SLÓVAKÍU Slóvakía er eitt af átta nýjum ríkjum ESB sem áður voru austan járntjaldsins. Hvaða ríki ganga í ESB í dag? Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland. En hvaða lönd eru líkleg til að fái aðild í næstu umferð, árið 2007? Búlgaría, Rúmenía og jafnvel Króatía. Hvaða áhrif hefur stækkunin á EES? Evrópska efnahagssvæðið stækkar sam- hliða stækkun ESB. Fjórfrelsið sem felur í sér frelsi með vöruviðskipti, þjónustu- viðskipti, fjárfestingar og frjálsa för vinnuafls nær nú einnig til fyrrum kommúnistaríkja Austur-Evrópu. Eykur stækkunin innflytjendastraum? 100 milljón manna til viðbótar við þær 370 milljónir sem fyrir eru fá atvinnu- rétt á EES-svæðinu en aðildarríkin geta þó takmarkað straum vinnuafls í allt að sjö ár. Ísland mun ekki opna landa- mæri sín fyrstu tvö árin hið minnsta. Hvað kostar stækkunin Ísland? Fyrstu árin greiðir Ísland hlutfallslega meira vegna stækkunar ESB heldur en aðildarríki ESB gera eða 500 milljónir á ári. Hvað áhrif hefur þetta á efnahag ESB? Þótt íbúum ESB fjölgi um 30% stækkar efnahagur þess aðeins um 5%. T.d. eru þjóðartekjur á mann í Póllandi aðeins fimmtungur af meðaltali þjóðartekna í ESB og kaupmáttur aðeins um 40% Hver eru helstu rök fyrir þessari stækkun ESB? Tímabil aðskilnaðar í álfunni er lokið. Aukið öryggi allra Evrópubúa og aukinn efnahagslegur styrkur til framtíðar. Þá eykst menningarleg fjölbreytni ESB og staða þess á heimsvísu styrkist. En hver eru þá helstu skilyrði fyrir aðild? Aðildarríki ESB þurfa að búa við stöðugt stjórnarfar og bera virðingu fyrir mann- réttindum, hafa virkt markaðshagkerfi og getu til að taka yfir lagagerðir ESB. Taka nýju ríkin upp evru? Ekki fyrst um sinn. Þau þurfa að sækja sérstaklega um það og uppfylla ströng efnahagsskilyrði í tvö ár áður en þau geta tekið upp evru. FBL GREINING Lykilatriðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.