Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 42
■ Nafnið mitt 30 1. maí 2004 LAUGARDAGUR …með allt á einum stað LILLI, LÁKI EÐA STORMSKER Sverrir hefur sjaldan eða aldrei verið kall- aður því nafni. Samkvæmt Hagstofunni bera 626 menn nafnið Sverrir sem fyrsta eiginnafn en 112 sem annað. Sverrir, kallaður Lilli Ég var ekki skírður fyrr en égvar orðinn fimm ára og fékk þá að velja nafnið sjálfur. Mér fannst nafnið henta mér afskap- lega vel,“ segir tónlistarmaður- inn Sverrir Stormsker um nafn sitt. „Ég komst síðar að því að það þýðir fjandmaður eða óvin- ur og hefur eiginlega sömu merkingu og Satan. Það er ekki leiðum að líkjast. Ég er að vísu með hala að framan en hann að aftan og svo er ég með minni horn.“ Fyrstu fimm árin var tónlist- armaðurinn kallaður Lilli en eft- ir skírnina bjóst hann við að hann yrði kallaður Sverrir. „Þá tók fjölskylda mín upp á því að kalla mig Láka eftir myndasög- unni um Láka jarðálf af því að ég var svo stríðinn og hrekkj- óttur. Svo um fimmtán ára aldur tók ég upp Stormskersnafnið og hef því eiginlega aldrei verið kallaður Sverrir.“ Stormskersnafnið tók Sverrir upp en það er annað orð yfir Ís- land. „Mér datt fyrst í hug að kalla mig Vindland en það var of þjált. Bróðir minn hafði líka stungið upp á nokkrum nöfnum til dæmis Dritvík og Klakan,“ segir Sverrir, sem er afar sáttur við nafn sitt. Hann segir útlend- inga eiga erfitt með að segja nafn hans. „Þá nota ég yfirleitt Storm eða Stormy. Þetta er samt svo skrýtið því útlendingar geta bæði sagt storm og scary en ekki Stormsker,“ segir Sverrir, sem hefur ekki séð ástæðu til þess að fá nafnið samþykkt af mannanafnanefnd. „Dóttir mín var reyndar skírð Hildur Storm- sker en það var ekki samþykkt í þjóðskrá. Ég held samt að það fengist í gegn í dag því það er búið að breyta lögunum varð- andi nafngift. En ég er ekki að fárast yfir þessu,“ segir Sverrir. Sverrir hefur haft fregnir af skipafyrirtæki sem heitir Stormsker og það finnst honum skrýtið. Ekki síst ef það kæmist upp um ólöglegt athæfi hjá því. „Þá yrði því skellt upp í fjöl- miðlum að Stormsker hefði stað- ið í einhverju ólöglegu,“ segir Sverrir. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að athuga hjá lögfræð- ingum.“ ■ Hlín Hólm hafði hvorki sér-stakan áhuga á flugumferðar- stjórn né flugmálum yfirleitt þeg- ar hún af hálfgerðri rælni sótti um námið eftir að stúdentspróf- inu var náð. „Ég sá þetta auglýst og vissi í raun ekkert um starfið. Ég vissi heldur ekki hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór en sótti um og komst inn,“ segir hún og bætir við að svona sé saga margra flugumferðarstjóra. En hvað vakti áhuga hennar? „Námið var í útlöndum, allt var borgað og þetta var bara mjög spennandi.“ Hún segir það vera að breytast í flug- heiminum að fólk sé ekki endilega haldið áhuga á flugi eða tengdum málum, frekar sé litið á flugum- ferðarstjórn, flugstjórn og fleiri slík störf sem hefðbundna vinnu. Hlín þekkti engan flugumferð- arstjóra þegar hún hóf nám og ekki var fjöldi kynsystra hennar það mikill í stéttinni að starfið gæti talist aðlaðandi af þeim sök- um. „Það voru þrjár konur starf- andi við flugumferðarstjórn á þessum tíma,“ en þeim hefur snarfjölgað síðan og eru nú hátt í 30. Stíf skilyrði Það tekur tvö ár að læra flug- umferðarstjórn og eftir að námið er hafið er lært sleitulaust í allan þann tíma án sérstakra sumar-, jóla- og páskaleyfa. „Þetta hefst á bóklegu grunnnámi sem tekur hálft ár og hefur undanfarin ár verið kennt í útlöndum. Eftir það tekur við þjálfun hér heima, bók- leg og verkleg.“ Inntökuskilyrðin eru ströng og taka á hæfni og heilsu. „Fólk þarf að hafa stúdentspróf og búa yfir góðri enskukunnáttu því við vinn- um í raun á ensku. Sjónin þarf að vera góð og fólk þarf að standast ítarlegt viðtal, meðal annars við sálfræðing. Þá gengst það undir tvö próf. Í öðru þeirra er rökhugs- un athuguð og þar kemur í raun í ljós hvort fólk á erindi í starfið. Hitt er streitupróf þar sem kann- að er hversu vel fólk vinnur undir álagi.“ Að þessu samanlögðu er vert að spyrja hvort flugumferðar- stjórar séu almennt afburðafólk. „Já, það má hiklaust segja það. Af- burðafólk í þetta tiltekna starf,“ segir Hlín. Hún bendir á að vegna eðlis starfsins bíði ekki endilega mikilli frami þeirra sem kjósa að verða flugumferðarstjórar né heldur mikil starfsþróun. Fólk sem velji sér þennan vettvang viti það. En Hlín lætur vel af starfinu. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt starf. Ég tala nú ekki um þegar mikið er að gera. Það er frábært þegar atgangurinn er mikill og þér tekst að leysa úr flækjunni. Því fylgir kikk.“ Mikið álag Sú mynd sem blasir við mörg- um er þeir hugsa um flugumferð- arstjórn sýnir fólk sitjandi við tölvuskjái talandi í talstöðvar. Þó að vissulega séu margir í slíkri stöðu eru það ekki einu verk flug- umferðarstjóra. „Það eru 113 félagar í Félagi flugumferðar- stjóra en þeir vinna ekki allir á borðunum, eins og það er kallað. Sumir sinna kennslu, aðrir eru í þróun tölvukerfa og enn aðrir vinna við að setja starfsreglur.“ Sjálf starfar Hlín við rannsókn frávika sem kunna að verða í flug- inu og eins og gengur er í mörg horn að líta í þeim efnum. Annars starfa flugumferðarstjórar í fjór- um flugturnum á Íslandi. Tuttugu til þrjátíu manns starfa í Kefla- vík, tólf á Reykjavíkurflugvelli, fimm á Akureyri og þrír í Vest- mannaeyjum. Fjörutíu og fimm manns vinna svo í „salnum“ þar sem allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafi er stjórnað en flugum- ferðarsvæðið er eitt það stærsta í heiminum. „Þetta er mjög mikið álag,“ segir Hlín spurð út í þá hlið mála. „Það birtist t.d. með þeim hætti að þú ræður aldrei áreitinu. Þú ert að stjórna flugvélum, t.d. hleypa þeim í loftið, þegar allt í einu kalla fimm vélar á einni og sömu mínút- unni. Þá verður þú bara að gjöra svo vel að sinna þeim. Þetta er ólíkt mörgu þar sem fólk getur beðið með ákveðin verkefni og sinnt þeim síðar. Þú stjórnar þessu ekki sjálfur heldur verð- urðu að bregðast við þegar kallið kemur og því fylgir mikið álag.“ Tæknin hefur þróast í áranna rás en Hlín er ekki viss um að hún hafi auðveldað flugumferðar- stjórum vinnuna. „Tæknin hefur vissulega breytt ýmsu í störfum okkar en ekki endilega auðveldað þau.“ Og mögulega er tækniþró- unin ekki alltaf af hinu góða. „Hér áður fyrr þurftum við að hafa samband við aðra flugumferðar- stjóra sem sinntu öðrum svæðum til að láta þá vita ef flugvél var að færast inn á þeirra svæði. Nú ger- ist þetta allt sjálfkrafa og í kjöl- farið missum við ákveðna yfirsýn. Það er reyndar varað við þessu í þróun kerfa í dag, aukin sjálf- virkni er ekki alltaf af hinu góða.“ Rík ábyrgð Ofan á álag flugumferðar- stjóra leggst mikil ábyrgð sem þeim ber að axla og flugumferðar- stjórum hefur verið gert að taka pokann sinn, þeir hafa fengið áminningar í starfi og hlotið dóma vegna mistaka. Hlín liggur tals- vert á hjarta þegar kemur að þessu málum en hún hefur nýlok- ið mastersnámi í svonefndri mannþáttafræði sem snýst um hvernig haga beri öllu í kringum starf með það fyrir augum að maðurinn geri sem fæst mistök. Er þá tekið tillit til þjálfunar, reglna, þeirra kerfa sem unnið er Þá tók fjölskylda mín upp á því að kalla mig Láka eftir myndasögunni um Láka jarðálf af því að ég var svo stríðinn og hrekkinn. ,, Hlín Hólm var nýlega kjörin formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, fyrst kvenna. Hún segir mikið álag fylgja starfinu en íslenska flugumferðarsvæðið er eitt það stærsta í heimi. Kikk að vera flugumferðarstjóri Á VAKTINNI Hlín Hólm við hefðbundna starfsstöð flugumferðarstjóra. Þetta er gríðarlega skemmtilegt starf. Ég tala nú ekki um þegar mikið er að gera. Það er frábært þegar atgangurinn er mikill og þér tekst að leysa úr flækjunni. Því fylgir kikk. ,, FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.