Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 28
Sala á Hyundai-bílum hefur fimmfaldast í Bandaríkjunum frá árinu 1998. Skýringin er meðal annars viðráðanlegt verð á bílum sem bjóða samt upp á allar tækninýjungar sem um getur. Santa Fe jepplingurinn hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum undanfarið og að því er fram kemur á vef B&L eru konur aðalkaupendurnir. DAEWOO lyftarar Rafmagnslyftarar frá 1,3t - 3,0t Dísellyftarar frá 1,5t - 15t. Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 585 2500 Renault er mest selda merkið i Evrópu hvort sem litið er á sam- anlagða sölu fólksbíla og sendi- bíla eða fólksbíla eina og sér. Hlutdeild Renault á Evrópu- markaði hefur aukist það sem af er árinu og er 11,3% í fólksbílum en fer upp í 11,8% ef sendibílarn- ir eru teknir með. Sala á bílum var hæg í álfunni í byrjun árs en hefur nú aukist. Sala á Renault bílum var 5% meiri í ár en fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Sala Renault hefur ekki náð þeim hæðum hér á landi sem hún hefur í Evrópu en eykst þó jafnt og þétt. Í samanburði á sölutölum B&L fyrir Renault fyrsta ársfjórðung þessa árs miðað við árið í fyrra kemur í ljós að salan hefur aukist um nálægt 33%. 97 Renault fólksbílar voru seldir hjá B&L í janúar, febr- úar og mars en í fyrra seldust 74 fólks- bílar á sama tíma- b i l i . Sala Renault sendibíla jókst einnig og fór úr 50 bílum í 67 bíla milli ára. Það kannast eflaust margir við að vakna upp með andfælum við skerandi hátíðnihljóð úr bílastæð- um um nætur. Stundum varir vælið stutt, en stundum lengi; allt eftir því hvað bíleigandinn er snöggur að slökkva á þjófavarnar- kerfi bílsins. „Þessi hávaði skrif- ast á of næman höggskynjara í þjófavörnum bílanna,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, raf- eindavirki hjá Radíóþjónustu Sigga Harðar, og bætir við að margir séu nú ginkeyptir fyrir að sleppa þeirri tegund þjófavarna. „Reyndar er vel hægt að stilla þessa næmni þjófavarna, en í raun er líka alveg nóg að vera með hreyfivörn sem skynjar hreyfingu inni í bílnum, en hægt er að fá sér bæði hreyfi- og höggskynjara. Þá er hægt að bæta við rúðubrots- skynjara og svo eru allar þjófa- varnir tengdar við hurðaopnanir.“ Að sögn Steinars eru Íslending- ar duglegir að setja þjófavörn í bílana sína, en þó koma þeir oftar en ekki þegar skaðinn er skeður og búið að brjótast inn. „Vinsæl- ustu merkin og þau sem fólk treystir gjarnan eru Viper, Sonar og Clifford. Þau gera svo sem allt það sama, en sumir velja þá kerfi út frá fjarstýringunni; sjá hvort útlitið fellur í kramið og hvaða eiginleikum hún býr yfir. Yngra fólkið er meira fyrir allra nýjustu tækni, kaupir sér aukabúnað og vill alla flottustu fídusana, enda oft með verðmæt hljómflutnings- tæki í bílunum.“ Steinar segir auknar vinsældir í þjófavörnum með fjarstart- búnaði, en með þeim er hægt að starta bílnum innandyra meðan sopið er morgunkaffið, og fara svo í heitan bílinn á köldum vetrarmorgnum. „En algengast er að fólk kaupi kerfi með högg- og hreyfiskynjara þótt verðmunur- inn á slíku kerfi og svo kerfi með viðbótum sé óverulegur, eða um tvö til þrjú þúsund krónur. Þá þarf að setja þjófavarnir í bíla á verk- stæðum og oftast er gert tilboð í þá vinnu um leið og kerfið er keypt. Algengasta verð er 18–40 þúsund krónur fyrir allan pakk- ann.“ Sumir nýir bílar eru með inn- byggðu þjófavarnarkerfi, en Steinar segir það kerfi oft vera eingöngu bundið við startvörn. Það þýðir að þjófavörnin fer ekki í gang nema bílnum sé startað, en vaknar ekki við innbrot eða skemmdarverk. Hvort bíll sé búinn þjófavarnarkerfi má sjá með miða merktu viðkomandi kerfi í hliðarrúðum bíla og rauðu, blikkandi gaumljósi í innrétting- unni sem sýnir að vakt er í bíln- um. Þjófavörn í bíla eru seld víða; einkum í bílainnsetningar- verkstæðum. ■ Renault mest selda merkið í Evrópu: Forskotið eykst Þjófavörn í bíla: Háværir en hjálpsamir senuþjófar Steinar Karl Kristjánsson rafeindavirki segir marga fá sér þjófavörn eftir að hafa verið rændir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.