Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 28
Sala á Hyundai-bílum hefur fimmfaldast í Bandaríkjunum frá árinu 1998. Skýringin er meðal annars viðráðanlegt verð á bílum sem bjóða samt upp á allar tækninýjungar sem um getur. Santa Fe jepplingurinn hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum undanfarið og að því er fram kemur á vef B&L eru konur aðalkaupendurnir. DAEWOO lyftarar Rafmagnslyftarar frá 1,3t - 3,0t Dísellyftarar frá 1,5t - 15t. Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 585 2500 Renault er mest selda merkið i Evrópu hvort sem litið er á sam- anlagða sölu fólksbíla og sendi- bíla eða fólksbíla eina og sér. Hlutdeild Renault á Evrópu- markaði hefur aukist það sem af er árinu og er 11,3% í fólksbílum en fer upp í 11,8% ef sendibílarn- ir eru teknir með. Sala á bílum var hæg í álfunni í byrjun árs en hefur nú aukist. Sala á Renault bílum var 5% meiri í ár en fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Sala Renault hefur ekki náð þeim hæðum hér á landi sem hún hefur í Evrópu en eykst þó jafnt og þétt. Í samanburði á sölutölum B&L fyrir Renault fyrsta ársfjórðung þessa árs miðað við árið í fyrra kemur í ljós að salan hefur aukist um nálægt 33%. 97 Renault fólksbílar voru seldir hjá B&L í janúar, febr- úar og mars en í fyrra seldust 74 fólks- bílar á sama tíma- b i l i . Sala Renault sendibíla jókst einnig og fór úr 50 bílum í 67 bíla milli ára. Það kannast eflaust margir við að vakna upp með andfælum við skerandi hátíðnihljóð úr bílastæð- um um nætur. Stundum varir vælið stutt, en stundum lengi; allt eftir því hvað bíleigandinn er snöggur að slökkva á þjófavarnar- kerfi bílsins. „Þessi hávaði skrif- ast á of næman höggskynjara í þjófavörnum bílanna,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, raf- eindavirki hjá Radíóþjónustu Sigga Harðar, og bætir við að margir séu nú ginkeyptir fyrir að sleppa þeirri tegund þjófavarna. „Reyndar er vel hægt að stilla þessa næmni þjófavarna, en í raun er líka alveg nóg að vera með hreyfivörn sem skynjar hreyfingu inni í bílnum, en hægt er að fá sér bæði hreyfi- og höggskynjara. Þá er hægt að bæta við rúðubrots- skynjara og svo eru allar þjófa- varnir tengdar við hurðaopnanir.“ Að sögn Steinars eru Íslending- ar duglegir að setja þjófavörn í bílana sína, en þó koma þeir oftar en ekki þegar skaðinn er skeður og búið að brjótast inn. „Vinsæl- ustu merkin og þau sem fólk treystir gjarnan eru Viper, Sonar og Clifford. Þau gera svo sem allt það sama, en sumir velja þá kerfi út frá fjarstýringunni; sjá hvort útlitið fellur í kramið og hvaða eiginleikum hún býr yfir. Yngra fólkið er meira fyrir allra nýjustu tækni, kaupir sér aukabúnað og vill alla flottustu fídusana, enda oft með verðmæt hljómflutnings- tæki í bílunum.“ Steinar segir auknar vinsældir í þjófavörnum með fjarstart- búnaði, en með þeim er hægt að starta bílnum innandyra meðan sopið er morgunkaffið, og fara svo í heitan bílinn á köldum vetrarmorgnum. „En algengast er að fólk kaupi kerfi með högg- og hreyfiskynjara þótt verðmunur- inn á slíku kerfi og svo kerfi með viðbótum sé óverulegur, eða um tvö til þrjú þúsund krónur. Þá þarf að setja þjófavarnir í bíla á verk- stæðum og oftast er gert tilboð í þá vinnu um leið og kerfið er keypt. Algengasta verð er 18–40 þúsund krónur fyrir allan pakk- ann.“ Sumir nýir bílar eru með inn- byggðu þjófavarnarkerfi, en Steinar segir það kerfi oft vera eingöngu bundið við startvörn. Það þýðir að þjófavörnin fer ekki í gang nema bílnum sé startað, en vaknar ekki við innbrot eða skemmdarverk. Hvort bíll sé búinn þjófavarnarkerfi má sjá með miða merktu viðkomandi kerfi í hliðarrúðum bíla og rauðu, blikkandi gaumljósi í innrétting- unni sem sýnir að vakt er í bíln- um. Þjófavörn í bíla eru seld víða; einkum í bílainnsetningar- verkstæðum. ■ Renault mest selda merkið í Evrópu: Forskotið eykst Þjófavörn í bíla: Háværir en hjálpsamir senuþjófar Steinar Karl Kristjánsson rafeindavirki segir marga fá sér þjófavörn eftir að hafa verið rændir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.