Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 1. maí 2004
TÓNLIST Fyrsta plata hljómsveitar-
innar The Cure í fjögur ár kallast
einfaldlega The Cure. Hún kemur
út þann 29. júní og hefur að
geyma fjórtán lög.
Fyrsta smáskífulag plötunnar,
„The End of the World,“ var flutt í
kvöldþætti Jay Leno í Bandaríkj-
unum í gærkvöldi. „Þetta er það
besta sem við höfum nokkru sinni
gert,“ sagði Robert Smith, for-
sprakki sveitarinnar, í nýlegu við-
tali. „Platan kallast The Cure. Ef
ykkur líkar ekki við hana þá eruð
þið ekki aðdáendur okkar.“
Ross Robinson, sem hefur get-
ið sér gott orð sem upptökustjóri
fyrir rokksveitir á borð við Korn
og At the Drive in, stjórnaði upp-
tökum á plötunni. „Ross vildi að
hljómsveitin spilaði lögin saman í
hljóðverinu, en það höfðum við
ekki gert síðan á annarri plötu
okkar,“ sagði Smith. „Allt var tek-
ið upp „live“ og ég þurfti að
syngja þannig.“
The Cure ætlar í tónleikaferð í
sumar til að fylgja plötunni eftir.
Talið er að hljómsveitirnar Inter-
pol, The Rapture og Mogwai verði
þar með í för. ■
The Cure sú besta
hingað til
Trúbadorinn Siggi Björns hef-ur verið lengi í bransanum
og gefið út nokkrar sólóplötur á
ferli sínum. Hér er hann í sam-
starfi við Keith Hopcroft og er
þetta fyrsta plata þeirra félaga í
sameiningu. Þeir hafa undanfar-
ið spilað saman í Kaupmanna-
höfn og var platan tekin upp þar.
Það sem skín í gegn við hlust-
un á Patches er hversu afslapp-
aðir þeir félagar eru í spila-
mennsku sinni auk þess sem
spilagleðina virðist aldrei vanta.
Hér má greina margar tónlistar-
stefnur, svo sem kántrí, blús,
írska þjóðlagatónlist, reggí og
létta tónlist frá stríðsárunum.
Þessu blanda þeir félagar vel
saman þannig að útkoman verð-
ur ekki of sundurlaus.
Fyrstu fjögur lög plötunnar
voru fín, sér í lagi Beautiful
Curse og Lucky Day. Monday og
Annie’s Eyes voru ekki eins
heillandi en reggíútgáfan af
Wild Rover „Man“ var hins veg-
ar fyrirtak. Tvö síðustu lögin;
Just Another Day og Biðin, sem
Siggi Björns kyrjar rámur á ís-
lensku, settu síðan góðan enda-
punkt á þægilega plötu.
Freyr Bjarnason
Afslappaðir félagar
Umfjölluntónlist
SIGGI & KEITH:
Patches
GÆÐAVARA –
BETRA VERÐ!
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
Við erum
snöggir
að umfelga
REYNISVATN
S: 56107520 / 6937101
www.reynisvatn.is
Lengdur opnunartími 9 til 23
Fullt vatn af fiski!
Maðkur til sölu
ROBERT SMITH
Samnefnd plata með Robert Smith og
félögum í The Cure er væntanleg í sumar.