Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 54
TÖLVULEIKUR „Þetta er óstaðfest heimsmet í þessum geira,“ segir Magnús Bergsson, markaðsstjóri CCP sem framleiðir tölvuleikinn Eve Online. Þau merku tíðindi bárust fyrr í vikunni að 10.396 notendur voru samtímis að spila tölvuleikinn víðs vegar um heim- inn og er ekki vitað um tölvuleik, sem spilaður er á netinu þar sem jafnmargir eru að spila í einu. „Við erum að reyna að finna út hvort aðrir tölvuleikir hafi haft jafnmarga spilarara í einu. Það er samt ósennilegt því aðrir leikir og allir stærstu leikirnir skipta sín- um leikjaheimum upp í litla heima þar sem 2000 spilarar geta spilað í einu. Þetta þýðir að vinir í Banda- ríkjunum og í Danmörku geta ekki spilað saman, því þeir spila ekki á sömu sviðum. Með stórum leikjaheimi eins og í Eve er mun meiri gagnvirkni á milli þeirra sem eru í leiknum en ef leikja- heimnum er skipt upp. Þetta er líka mun flóknara tæknilega séð. Gagnagrunnurinn okkar er mun stærri en hjá Reiknistofu bank- anna og við höfum sextíu net- þjóna sem hýsa allan leikinn þan- nig að þetta er geysistórt.“ Að undanförnu hefur fjöldi leikmanna í leiknum vaxið með miklum hraða og fyrir örfáum vikum voru samtíma spilarar um 7000. „Um leið og CCP fékk rétt- inn til að selja leikinn sjálfur hef- ur það skilað sér í betri árangri. Fyrir einum og hálfum mánuði gerðum við samning við tvo stærstu leikjavefina í Bandaríkj- unum, sem hafa sameinast í IGN/Gamespy, um að þeir fengju að dreifa á vefnum hjá sér tíu daga prufuútgáfu af Eve. Í fram- haldi af því fóru þeir út í ýmsa markaðssetningu á vefnum hjá sér. Leikurinn varð á þeim tíma vinsælasta niðurhal á þeim vef og það voru 30.000 aðilar sem byrj- uðu á að sækja sér leikinn í gegn- um þá. Í framhaldi erum við að fara í frekara samstarf með þeim.“ Tölvuleikurinn er hlutverka- leikur sem gerist í vetrarbraut órafjarri jörðinni sem byggir á kapitalísku umhverfi. Þar velja leikmenn sér hlutverk og skapa persónu sem þeir stýra í samræmi við markmið sín og áhuga hverju sinni. Hlutverkin geta til dæmis verið geimræningjar, viðskipta- jöfrar, kennarar eða endurskoð- endur svo eitthvað sé nefnt og í gegnum þau vinna leikmenn sér inn traust vina og virðingu óvina. Sjálfur segist Magnús hafa byrjað að spila fyrir tveimur mánuðum síðan og sé alveg dol- fallinn yfir leiknum. „Þetta er mjög flókinn leikur með mikilli pólitík og miklum viðskiptum. En meðalaldur spilara er um 26 ár og það er eiginlega enginn undir 14 ára í þessum leik. Af þeim sem spila á netinu er það umtalað hvað samfélagið í kringum þenn- an leik er sterkt enda leggjum við mikið upp úr að halda vel utan um þá sem spila og öll sam- skipti við þá. Í gegnum tölvupóst og spjallborð notum við líka þennan kraft sem býr í þessu leikjasamfélagi til að endurbæta leikinn og þróa hann.“ ■ 1. maí 2004 LAUGARDAGUR BÍTLAGÍTAR Á UPPBOÐI John Lennon gaf Alexis Mardas þennan Vox Kensington gítar frá árinu 1966. Hann verður seldur á uppboði í London á miðvikudaginn kemur. Þeir sem hafa áhuga geta mætt til Christies uppboðshaldarans og keypt gítarinn. Þeir sem eiga ekki að minnsta kosti um 10,5 milljónir króna í lausafé geta spar- að sér ferðina, því þar byrjar uppboðið. Fréttiraf fólki …með allt fyrir bragðlaukana Pondus eftir Frode Øverli Ég veit ekki hvort ég get þetta! Ég er svo tauga- strekkt! Ekki núna, mamma! Það bíða allir í kirkjunni! Já, en ég hef aldrei gert þetta áður! Taktu þig saman í andlitinu! Þú ferð bara og segir já við mann- inn þarna! Að dólg- ast með sína eigin móður, já... Ég get út- skýrt... Ég vildi gjarnan vera í kirkjunni! Ég skil, ég skil... EVE ONLINE Hlutverkaleikur sem krefst mikillar herkænsku ætli leikmenn að verða sterkir spilarar sem stjórna umhverfi sínu. Íslenskur tölvuleikur setur heimsmet MAGNÚS BERGSSON Segir trúlegt að heimsmet hafi verið slegið þegar rúmlega 10.000 manns spiluðu tölvuleikinn þeirra samtímis. Poppprinsessan Britney Spearsvar á andlegu nótunum í við- tali við MTV í Þýskalandi á dög- unum og var ófeimin við að lýsa yfir trú sinni á mátt Guðs. „Það er ótrúlegt hvernig alheimurinn gengur fyrir sig. Þegar þú reynir að fela þig eða hlaupa burt frá vanda- málunum koma þau bara aftur í bakið á þér síðar,“ sagði Britney. „Þið skuluð aldrei vanmeta mátt Guðs. Sannleikurinn sigrar alltaf og hvers vegna að fela sig fyrir honum? Maður á alltaf að vera hreinskilinn og segja það sem manni finnst, meira að segja aðdáendum sínum.“ Söngkonan Christina Aguilerahefur neyðst til að hætta við tónleika- ferð um Bandaríkin í sumar með rappar- anum Chingy vegna mikils álags á radd- böndin. Læknar hafa fyrirskipað henni að hvíla röddina vilji hún ekki verða fyrir langvarandi skaða. „Ég hlakka mikið til að halda tónleika á ný. Ég ætla að nota þennan tíma til að semja lög á næstu plötu mína,“ sagði Aguilera, sem er nýkomin úr tónleikaferð um heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.