Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 64

Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Bakþankar ANDRA SNÆS MAGNASONAR Í bókmenntasögunni verður mönn-um tíðrætt um skugga Laxness, hversu ömurlegt hlutskipti það var fyrir skáld að vera samtíða manni sem gnæfði yfir heila öld. Það skipti engu hvað skáldin skrifuðu, það gerð- ist ósköp lítið. Laxness þurfti rétt að- eins að stynja einhverju út úr sér og ummælin urðu umsvifalaust fleyg. FÖÐURMORÐ er alþekkt hugtak í sálfræðinni, angi af Ödipusarduld- inni, freudísk dulvituð löngun til að myrða ,,föðurinn“ og taka sæti hans við hlið ,,móðurinnar“. Sérhver kyn- slóð verður að rísa upp og steypa feðrum sínum og standa fyrir máli sínu, annars verður hún aldrei tekin alvarlega. Þori menn ekki að steypa föðurnum bæla menn löngun sína og mæra hann. Þannig getur valdið hlaupið yfir heila kynslóð. HALLDÓR LAXNESS slapp und- an föðurmorði. Hann var manna beittastur í gagnrýni á menn og mál- efni og hlífði hvorki sér né öðrum. Það hefði verið eðlilegt að rísa upp og mæta honum af viðlíka krafti. En einhverra hluta vegna átti Laxness sér enga jafnoka. Hann fékk Nóbelinn og varð hafinn yfir gagn- rýni og næsta kynslóð gat ekki steypt honum. Síðan varð hann gam- all og þá var óviðeigandi að vega að honum. Hann var heilagur síðustu 20 ár ævi sinnar en skugginn var enn til staðar. Skáldin lofuðu Laxness þótt þau þráðu auðvitað innst inni að víkja honum úr vegi og setjast í há- sætið. Uppgjör síðustu ára eru leifar af þessari bælingu. ÞAÐ STEFNIR allt í að Laxness- mynstrið endurtaki sig innan Sjálf- stæðisflokksins. Davíð gnæfir yfir sviðið, jafnvel öldina segja sumir, og enginn virðist jafnoki hans. Hann er ögrandi, manna beittastur í gagnrýni sinni og því ætti einhver samflokks- maður að mæta honum af viðlíka krafti. En það er eins og enginn vilji eða þori að mæta honum, hvað þá seilast í hásætið. Yngri kynslóð gerir fátt nema ausa hann lofi. DAVÍÐ ER rúmlega fimmtugur, líkt og Laxness þegar hann fékk Nóbelinn. Mig grunar að Laxness- mynstrið fari alla leið. Hann er haf- inn yfir gagnrýni innan flokks og getur starfað næstu 20 ár fyrir opn- um eða luktum tjöldum. Síðan getur hann setið á friðarstóli í önnur 20 ár, til 2044: þögul helgimynd, tákn fyrir gullöld flokksins. Allan þann tíma verður óviðeigandi að gera upp feril hans eða stíl. Þeir sem bíða þess að einhver rísi úr skugganum og mæti föðurnum verða á meðan að gjöra svo vel að bíða, bæla hvatir sínar og klappa. Í skugganum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.