Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 1. maí 2004 …með allt á einum stað Franskur táningur: Morð eftir bíóformúlu PARÍS, AP Franskur táningur var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar eftir að hann var fundinn sekur um að hafa myrt fimmtán ára stúlku sem hann þekkti. Hann stakk hana 42 sinnum með hnífi og hefur morð- inu verið líkt við þau sem voru framin í hrollvekjunum „Scream“. Stúlkan var enn á lífi þegar hún fannst innan um runna nærri íþróttahúsi staðarins. Áður en hún lést sagði hún hver hefði ráðist á sig. Þegar húsleit var gerð hjá stráknum fannst gríma og hanskar eins og þeir sem morðingjarnir í kvikmyndunum notuðu auk mynd- bands með myndinni. ■ DÝRKEYPT ÁTÖK Bardagar bandarískra hermanna og upp- reisnarmanna í Fallujah síðasta mánuðinn hafa kostað nokkur hundruð óbreytta borgara lífið og valdið mörgum til viðbótar þjáningum. Abdel-Qader Fayadh missti fæturna þegar bandarísk sprengja sprakk nærri honum. ABC-hjálparstarf: Árleg kaffisala í dag ABC-HJÁLPARSTARF ABC-barnahjálp, áður ABC-hjálparstarf, heldur í dag sína árlegu kaffisölu til styrktar starfinu. Kaffisalan fer fram í safn- aðarheimili Grensáskirkju og verð- ur boðið upp á veglegt kaffihlað- borð, söng og lifandi tónlist. Á staðnum verður hægt að gerast stuðningsaðili barns. ABC-barnahjálp er íslenskt, sam- kirkjulegt hjálparstarf, sem stofnað var árið 1988. Markmið þess er að veita hjálp sem kemur að varanlegu gagni með því að gefa fátækum börnum kost á skólagöngu og heimil- islausum börnum heimili. Þau lönd sem ABC starfar mest í eru Indland, Úganda og Filippseyjar. Á Indlandi hefur starfið byggt upp tvö heimili og þar búa nú tæp- lega 2000 munaðarlaus börn. Alls fá nú um 4000 börn hjálp í formi skóla- göngu, læknishjálpar, fæðis og í mörgum tilfellum heimilis. Á Ís- landi eru nú um 2.700 stuðnings- foreldrar sem sjá um að framfleyta einu eða fleiri börnum. Mikill vöxt- ur hefur verið í starfi ABC undan- farin ár og voru sendar rúmar 93 milljónir króna til hjálparstarfa erlendis í fyrra. ■ Nýju ríkin í Evrópusambandinu Eistland Höfuðborg: Tallinn Fólksfjöldi: 1.300.000 Atvinnuleysi: 10 prósent Meðallaun: 24.000 krónur Lettland Höfuðborg: Ríga Fólksfjöldi: 2.300.000 Atvinnuleysi: 10 prósent Meðallaun: 17.500 krónur Litháen Höfuðborg: Vilníus Fólksfjöldi: 3.500.000 Atvinnuleysi: 12 prósent Meðallaun: 20.500 krónur Kýpur Höfuðborg: Nikósía Fólksfjöldi: 800.000 Atvinnuleysi: 5 prósent Meðallaun: 124.000 krónur Malta Höfuðborg: Valetta Fólksfjöldi: 395.000 Atvinnuleysi: 5 prósent Meðallaun: 82.500 krónur Pólland Höfuðborg: Varsjá Fólksfjöldi: 38.200.000 Atvinnuleysi: 20 prósent Meðallaun: 44.000 krónur Slóvakía Höfuðborg: Bratislava Fólksfjöldi: 5.400.000 Atvinnuleysi: 18 prósent Meðallaun: 30.100 krónur Slóvenía Höfuðborg: Lubljana Fólksfjöldi: 2.000.000 Atvinnuleysi: 7 prósent Meðallaun: 65.500 krónur Tékkland Höfuðborg: Prag Fólksfjöldi: 10.000.000 Atvinnuleysi: 8 prósent Meðallaun: 40.000 krónur Ungverjaland Höfuðborg: Búdapest Fólksfjöldi: 10.000.000 Atvinnuleysi: 6 prósent Meðallaun: 40.600 krónur BÖRN Í ÚGANDA Framlög ABC-barnahjálpar hafa einkum runnið til aðstoðar börnum á Indlandi, Filippseyjum og í Úganda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.