Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 52
40 1. maí 2004 LAUGARDAGUR
TAKK FYRIR
Spánverjinn Sete Gibernau þakkar áhorf-
endum fyrir stuðninginn á æfingu fyrir
keppnina í Jerez um helgina.
Mótorhjól
Útskrifaður af spítalanum:
Verður Maradona í duftið lagður?
FÓTBOLTI Argentínska heilsufrík-
ið Diego Armando Maradona
hefur verið útskrifaður af spít-
ala tólf dögum eftir að hann var
lagður inn með alvarlegar
hjarta- og öndunartruflanir. Í
fréttatilkynningu frá Suizo-
Argentína-spítalanum er stað-
fest að Maradona hafi verið út-
skrifaður og því bætt við að
læknar hans séu ánægðir með
bata hans. Maradona forðaðist
aðdáendur sína og blaða- og
fréttamenn og hvarf á braut í
glæsivagni með skyggðar rúð-
ur. Það sást til kappans í húsi í
úthverfi Buenos Aires með vin-
um sínum. Talið er líklegt að
einkalæknir Maradona ásamt
nokkrum hjúkkum og öðru
heilsugæsluliði dvelji einnig í
húsinu enda ekki talin vanþörf
á þar sem heilsa kappans er
einkar eldfim. Stóra spurningin
er hvort einhverjar línur verði
þar lagðar um áframhaldandi
heilsuupprisu hans eða að kapp-
inn verði fljótlega lagður í duft-
ið. ■
Barist í Bolöldum
Íslandsmótið í torfæruakstri hefst á sunnudaginn með keppni í Jósefsdal.
TORFÆRA Það mun drynja hraust-
lega í Bolöldum við mynni Jós-
efsdals á sunnudaginn, þann 2.
maí, en þá hefst Íslandsmeistara-
mótið í torfæruakstri eftir vetr-
arhvíld torfærumanna.
Torfærumenn hafa verið önn-
um kafnir undanfarið við að und-
irbúa bíla sína fyrir keppnistíma-
bilið en í mótaröðum sumarsins
verða átta keppnir. Eknar verða
fjórar umferðir í Íslandsmeist-
aramótinu og fjórar í heimsbik-
armótinu. Þar sem einungis fjór-
ar umferðir eru í hvoru móti er
mjög mikilvægt fyrir keppendur
að taka þátt í öllum mótunum og
leggja sig fram ef þeir ætla að
taka þátt í toppbaráttunni.
Tvær umferðir heimsbikar-
mótsins verða eknar í Vormsund
í Noregi í lok maí. Sjö íslenskir
keppendur munu fara með Nor-
rænu til Noregs með keppnisbíla
sína og aðstoðarmenn. Stoppað
verður í nokkra daga á leiðinni
utan og haldin torfærusýning í
Færeyjum. Hver veit nema það
leiði til þess að Færeyingar byrji
að smíða sér torfærubíla og fari
að halda keppnir. Auk keppnislið-
anna sem fara með Norrænu
mun stór hópur fara fljúgandi til
Noregs til að vinna við keppnina
og til að fylgjast með henni.
Torfæruökumennirnir sem
halda til Noregs eru Sigurður Þór
Jónsson á Toshiba-tröllinu, Björn
Ingi Jóhannsson á Fríðu Grace,
Haraldur Pétursson á Musso,
Daníel Gunnar Ingimundarson á
Green Thunder og Gunnar Ás-
geirsson á Erninum sem munu
keppa í flokki sérútbúinna jeppa.
Þá munu Gunnar Gunnarsson á
Trúðnum og Bjarki Reynisson á
Dýrinu keppa í götujeppaflokki.
Hafa sumir Íslensku torfæruöku-
mennirnir talað digurbarkalega
um það að þeir ætli að sýna út-
lendingunum hvernig aka eigi í
torfærukeppnum en þessi
íþróttagrein á uppruna sinn á Ís-
landi. Mikill fjöldi keppenda er
skráður í keppnina í Vormsund,
21 í götubílaflokk og 26 í sérútbú-
inn flokk eða 47 keppendur alls
og koma þeir frá öllum Norður-
löndunum nema Færeyjum.
Tvær seinni umferðir heimsbik-
arkeppninnar verða svo eknar á
Íslandi í júlí, á Hellu og við
Stapafell og þá er stór hópur nor-
rænna keppenda væntanlegir til
Íslands. ■
Marcel Desailly:
Bannið stytt
FÓTBOLTI Áfrýjunarnefnd UEFA
ákvað í gær að stytta leikbann
Marcel Desailly, leikmanns Chel-
sea, úr þremur leikjum í tvo. Desa-
illy var dæmdur í bann fyrir að
gefa Fernando Morientes, leik-
manni Monaco, olnbogaskot í leik
liðanna í meistaradeildinni fyrir
tíu dögum.
Áfrýjunarnefndin úrskurðaði að
Desailly hafi ekki brotið af sér af
ásetningi og leit einnig til góðrar
framgöngu Desailly í gegnum árin
og þess að leikmennirnir áttu jafn-
an möguleika til að ná til boltans.
Stytting bannsins breytir ekki
því að Desailly missir af seinni leik
Chelsea og Monaco á miðvikudag
og úrslitaleiknum ef Chelsea nær
þangað. ■
…með allt á einum stað
ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR
Eini nýliðinn í æfingahóp Helenu Ólafs-
dóttur landsliðsþjálfara.
Helena Ólafsdóttir:
Valdi 25
manna hóp
FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir, þjálf-
ari kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, valdi í gær 25 manna æf-
ingahóp fyrir komandi verkefni
hjá landsliðinu.
Helena valdi einn nýliða í hóp-
inn, KR-inginn Þórunni Helgu
Jónsdóttur, en það er skarð fyrir
skildi að fyrirliðinn Ásthildur
Helgadóttir verður ekki með
vegna meiðsla sem hún varð fyrir
í leiknum gegn Skotum í Egilshöll-
inni í mars.
Verkefnin sem eru framundan
eru vináttulandsleikur gegn Eng-
lendingum ytra 14. maí, leikur
gegn Ungverjum í undankeppni
EM, 29. maí, í Ungverjalandi og
síðan leikur gegn Frökkum í EM á
Laugardalsvelli, 2. maí næstkom-
andi.
Íslenska landsliðið lék síðast
gegn Skotum í Egilshöllinni í
mars og vann öruggan sigur, 5–1.
Margrét Lára Viðarsdóttir skor-
aði þrjú mörk og þær Ásthildur
Helgadóttir og Dóra Stefánsdóttir
skoruðu eitt mark hvor. ■
LANDSLIÐSHÓPURINN
Markverðir
Þóra B. Helgadóttir KR
María B. Ágústsdóttir KR
Guðbjörg Gunnarsdóttir Val
Aðrir leikmenn
Olga Færseth ÍBV
Erla Hendriksdóttir FV Kaupmannahöfn
Guðlaug Jónsdóttir KR
Edda Garðarsdóttir KR
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR
Laufey Ólafsdóttir Val
Hrefna Jóhannesdóttir Medkila
Íris Andrésdóttir Val
Málfríður Sigurðardóttir Val
Dóra Stefánsdóttir Val
Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV
Hólmfríður Magnúsdóttir KR
Björg Ásta Þórðardóttir Breiðabliki
Erna B. Sigurðardóttir Breiðabliki
Rakel Logadóttir Val
Embla Grétarsdóttir KR
Dóra María Lárusdóttir Val
Elín Anna Steinarsdóttir Breiðabliki
Nína Ósk Kristinsdóttir Val
Ólína G. Viðarsdóttir Breiðabliki
Sólveig Þórarinsdóttir KR
Þórunn Helga Jónsdóttir KR
David Beckham aftur á leiðinni til Englands?
Lítið heyrist
frá Real Madrid
FÓTBOLTI Forráðamenn Real Madrid
neita að tjá sig um orðróm sem far-
ið hefur eins og eldur um sinu um
heimsbyggðina að undanförnu um
væntanlega sölu á David Beckham
til Chelsea. Sagnir herma að Chel-
sea sé reiðubúið að bjóða 40 millj-
ónir punda fyrir Beckham sem er
15 milljónum meira en Real
greiddi fyrir hann og því má segja
ef af verður, að sem fjárfesting
hafi kaup Real á Beckham verið í
hæsta gæðaflokki. Sé tekið með í
reikninginn sú staðreynd að Beck-
ham er meira í fréttum fyrir gjá-
lífi sitt en tuðruspark er alveg eins
líklegt að sala hans verði hið besta
mál fyrir Real Madrid og þá í fleiri
en einum skilningi. Talsmaður
Real Madrid vildi ekkert gefa út á
þetta: „Við höfum ekkert að segja
um þennan orðróm því það eru svo
margar sögur í gangi um framtíð
flestra leikmanna okkar. Við gef-
um ekkert út fyrr en eitthvað er á
hreinu um leikmannamál okkar.“
Samkvæmt heimildum The Daily
Telegraph hefur David Beckham
gefið það út í innsta hring hans að
hann muni snúa aftur til Englands
að aflokinni þessari leiktíð. Aðalá-
stæðuna fyrir því sagði blaðið vera
þá að Beckham vill ekki lengur
vera svo mikið fjarri fjölskyldu
sinni. Kannski viturleg ákvörðun
ætli hann sér einfaldlega að halda
henni. Eins og áður sagði er Chel-
sea talið líklegast til að krækja í
kappann en Arsenal hefur einnig
verið nefnt til sögunnar. Það félag
getur varla yfirboðið Roman
Abramovich en eins og allir vita er
auður hans ekki byggður á neinu
öðru en heiðarlegu striti og seiglu
ættuðu úr Sovéti Leníns. Þá hefur
verið nefndur sá möguleiki að
Beckham snúi aftur til rauðu djöfl-
anna ef svo ólíklega færi að sir
Alex Ferguson myndi ákveða að
setjast í helgan stein. ■
DIEGO ARMANDO
MARADONA
Útskrifaður eftir tólf daga
sjúkrahúsvist.
DAVID BECKHAM
Er hann á leiðinni til Chelsea? Sést hér auglýsa Pepsi en hann fær hærri laun fyrir leik í
auglýsingum heldur en fyrir að spila fótbolta. Fær þó engin smánarlaun fyrir spriklið.
KLÁRIR FYRIR TÍMABILIÐ
Sigurður Þór Jónsson á Toshiba tröllinu hefur átt veg og vanda af skippulagningu Noregsferðarinnar, ásamt Gunnari Gunnarssyni á Trúðn-
um. Siguður sést hér, sá í hvíta bolunum, ásamt aðstoðarmönnum sínum en þeir félagar eru búnir að gera miklar breytingar á Toshiba
tröllinu og í raun má segja að þeir séu nánast búnir að smíða nýjan bíl fyrir keppnistímabilið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/J
AK