Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 49
Þessa dagana ligg ég yfir ljóð-um Tómasar Guðmundssonar sem ég les af mikilli áfergju,“ seg- ir Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari á Ísafirði. „Ég rakst nefnilega nýlega á frábæra grein eftir Guðmund Andra Thorsson í Lesbók Morgunblaðsins. Þar kem- ur fram að í tveimur ljóðum Tómasar, Þjóðvísu og ljóðinu Jón Thoroddsen in memoriam megi greina ástarkenndir Tómasar til Jóns. Guðmundur Andri lætur að því liggja að þessar kenndir kunni að vera af samkynhneigðum toga, meðvitað eða ómeðvitað af skálds- ins hálfu. Þessi tilgáta varð mér sú hugljómun að nú er ég að lesa Tómas alveg upp á nýtt – og svei mér þá ef ég hef ekki bara fundið ýmis önnur dæmi sem stutt geta þessa tilgátu. Helstu rök Guð- mundar Andra fyrir þessari nýju túlkun eru þau að myndmál ljóð- anna, til dæmis Þjóðvísu, kallast á við skáldskap Jóns Thoroddsen yngra. Hins vegar kvengerir skáldið mælanda ljóðsins: „Ég hélt ég væri smámey / og hugðist vera til / eins og hitt fólkið um bæ- inn“. Ég sé ekki betur en að þetta eigi líka við um fleiri ljóð, til dæmis Í Vatnsmýrinni þar sem ljóðmælandinn minnist „söngs sem löngu er dáinn“ og hugsar um blóm sem bráðum hverfa „inn í vetr- arskuggann“, en minningarljóð- ið um Jón byrjar ein- mitt á þess- um orðum: „Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri“. Þetta er gríðarlega spennandi – og ég er Guðmundi Andra þakklát fyrir að opna fyrir mér nýja sýn á Reykjavíkurskáldið. Næst ætla ég svo að fara yfir Davíð – því hann er undir svipaða sök seldur, hefur mér skilist af grein Guð- mundar Andra. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.“ ■ MÆLING Á LANGLÍFI RITHÖFUNDA James Kaufman heitir maður sem er sálfræðingur og starfar við háskóla í Kaliforníu. Hann lagðist í rannsóknir á dauða 1.987 rithöf- unda og skálda víðs vegar um heiminn í gegn- um aldirnar. Niðurstaða hans er sú að ljóðskáld nái að meðaltali 62 ára aldri, leikrita- skáld 63 ára aldri og meðal- aldur skáld- sagnahöfunda 66 ár. Lang- lífastir verða höfundar sem skrifa um efni almenns eðlis, en meðalaldur þeirra er 68 ár. Ljóðskáldin eru samkvæmt þessu ekki í góðum málum og verst er ástandið meðal kven- ljóðskálda. Þær eru sá hópur rit- höfunda sem langlíklegastur er til að þjást af þunglyndi og reyna sjálfsmorð. Kaufman kall- ar þetta Sylviu Plath fyrirbærið, en Sylvia fyrirfór sér þrítug að aldri. Góðu fréttirnar fyrir ljóðskáldin eru hins vegar þær að ljóðskáld afkasta tvisvar sinnum meira á þrítugsaldri en rithöfundar á sama aldursskeiði. BRÉF FRÁ JOYCE KOMIÐ Í LEITIRNAR Nokkrir persónulegir munir úr eigu rithöfundarins James Joyce komu nýlega í leitirnar. Þar á meðal er bréf sem Joyce skrifaði eigin- konu sinni Noru árið 1909 stuttu eftir hatramm- legt rifrildi þeirra. Sérfræð- ingar í Joyce hafa lengi vitað af því að bréfið var skrifað en töldu að það hefði verið eyðilagt. Þeir eru nú himinlifandi vegna fundarins. Bréfið verður boðið upp hjá Sotheby í júlí og búist er við að það seljist á 60.000 pund. Meðal annarra hluta úr eigu Joyces eru símskeyti frá Nóru sem inniheldur eitt orð: „Já“ – en það er síðasta orðið í Ulysses – og budda sem símskeytið var geymt í. Gleraugu Joyce verða einnig á uppboðinu. TYNAN LIFNAR VIÐ Á SVIÐI Kenneth Tynan er viðurkenndur sem mesti leikhúsgagnrýnandi 20. aldar. Hann lést árið 1980, einungis 53 ára, og var þá skuld- um vafinn. Báðar eiginkonur hans skrifuðu opinskáar minn- ingar sínar um hann og fyrir nokkrum árum komu út dagbók- arbrot hans sem vöktu óskipta athygli. Tynan var haldin kval- arlosta á kynlífssviðinu, eins og skýrt kom fram í dagbókum hans, þjáðist af áfengissýki og var eiturlyfjaneytandi. Nú er búið að vinna leikrit úr þessum dagbókarbrotum sem frumsýnt verður í London í sum- ar. Þar mun Corin Redgra- ve fara með hlutverk Tyn- ans. Dóttir Tynans, Tracy, á hugmyndina að leikritinu en þar verður komið víða við. Tynan var alla tíð umtalsillur um fólk, á sinn meinlega fynd- na hátt. Í leik- ritinu verða tekin upp ummæli hans og sögur um þekkta menn og konur úr bresku listalífi en flestir þessara einstaklinga eru nú látnir. Búist er við að leikrit- ið valdi nokkrum titringi. LAUGARDAGUR 1. maí 2004 ■ Sagt og skrifað Endurminningar Bills Clinton,fyrrverandi Bandaríkja- forseta, koma út í júní hjá Knopf- útgáfufyrirtækinu. Einn af for- svarsmönnum fyrirtækisins hef- ur þegar borið mikið lof á bókina og sagt hana stórmerkilega og sérlega opinskáa. Bókin hefur fengið titilinn My Life og fyrsta upplag verður prentað í 1,5 millj- ónum eintaka sem þykir ekki óraunhæf tala miðað við metsölu- bók eiginkonunnar, Hillary Clint- on. Ef forsetinn fyrrverandi nær því ekki að selja fleiri eintök en eiginkonan þarf hann ekki að skammast sín. Minningar Geralds Ford og Ronalds Regan náðu ekki sömu vinsældum og minningar eiginkvenna þeirra. Nokkrir Bandaríkjaforsetar hafa látið skrá endurminningar sínar en þær bækur hafa ekki þótt sérlega skemmtilegar eða áhugaverðar. Ritstjóri þessarar bókar er Robert Gottlieb, sem hefur unnið með nokkrum Pulitzer Prize verð- launahöfum, þar á meðal Toni Morrison og Katharine Graham. Bókin er samin í nokkrum flýti og Gottlieb hefur einungis um tvo mánuði til að koma handritinu í lokaform en slík vinna tekur iðu- lega nokkra mánuði. ■ ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Les ljóð Tómasar Guð- mundssonar af mikilli áfergju þessa dagana. Ný sýn á Reykjavíkurskáldið Þetta er gríðarlega spennandi – og ég er Guð- mundi Andra þakklát fyrir að opna fyrir mér nýja sýn á Reykjavíkurskáldið. ,, Ný ævisaga: Clinton leysir frá skjóðunni BILL CLINTON Æviminningar hans koma út í júní og verður fyrsta upplag í einni og hálfri milljón eintaka. SYLVIA PLATH Samkvæmt nýrri rannsókn eru kvenljóðskáld við- kvæmasti hópur rithöfunda. KENNETH TYNAN Búið er að vinna leikrit upp úr dag- bókarbrotum þessa þekkta gagnrýn- anda. JAMES JOYCE Bréf sem talið var glatað er nú komið í leitirnar. MAN VÖRUBÍLASÝNING að Vagnhöfða 1, laugardaginn 1. maí kl. 12 - 16. Sýndir verða m.a. 4 öxla aldrifsbíll með Sörling palli og 3 öxla aldrifsdráttarbíll með loft- fjöðrum ásamt fleirum vörubílum. LEIGUBÍLSTJÓRA - ATVINNULEYFI NÁMSKEIÐ Með vísun til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar, gengst Vegagerðin fyrir námskeiði fyrir leigubílstjóra í Ökuskólanum í Mjódd DAGANA 10. TIL 18. MAÍ N.K. Þátttaka tilkynnist fyrir 6. maí til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300 Fyrsta umfer› Íslandsmóts í torfæru ver›ur haldi› í Jósepsdal, rétt Litlu kaffistofuna sunnudaginn 2. maí. Keppnin hefst kl. 13:00. A›gangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.