Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 48
Fyrr á þessu ári fannst dagbóksem varpar nýju ljósi á Albert Einstein. Vinkona hans, Johanna Fantova, skráði minningar sínar um eðlisfræðinginn og lýsti þar síðasta eina og hálfa árinu í lífi hans. Dagbókin er 62 blaðsíður. Fantova lést árið 1981 og var þá áttræð. Hún reyndi að fá dagbók- ina útgefna fyrir lát sitt en það tókst ekki og bókin gleymdist. Í dagbókinni er að finna ljóð og aulabrandara eftir Einstein, sem Fantova skráði hjá sér. Hún upp- lýsir einnig um tilvist páfagauks- ins Bobos sem Einstein fékk í af- mælisgjöf. Einstein fannst páfa- gaukurinn stundum vera heldur daufur í dálkinn og taldi hann þjást af þunglyndi. Einstein reyndi að hressa Bobo við með því að segja honum aulabrandara. Bobo virðist hafa haft svipað skopskyn og eigandi sinn því hann sýndi ótvíræð gleðimerki eftir að hafa heyrt brandarana. Fantova segir að Einstein hafi haft mikinn áhuga á alþjóðamál- um. Honum fannst hann bera ábyrgð á tilvist atómsprengjunn- ar og það íþyngdi honum. Hann var umsetinn af aðdáendum. „All- ir brjálæðingar heimsins skrifa mér,“ sagði hann við Fantovu en hann svaraði öllum bréfum af kurteisi. Í dagbókinni kemur fram að Einstein sagði Fantovu að hann hefði ætíð verið heimskur og ein- ungis einstaka sinnum hefði hann getað afrekað eitthvað. ■ 36 1. maí 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Captain Corelli’s Mandolin eftir Louis de Bernieres. Verðlaunabók sem breskur al- menningur setti á meðal hundrað eftirlætisskáldsagna allra tíma í nýlegri könnun BBC. Þetta er einkar skemmtileg saga aflestrar, sérstök blanda af harmleik og gleðileik og stútfull af eftirminni- legum persónum. Ástarsaga sem gerist í grískri eyju meðan hryll- ingur seinni heimsstyrjaldar skellur á. ■ Bækur Metsölulisti bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Da Vinci lykillinn Dan Brown 2. Ótuktin Anna Pálína Árnadóttir 3. Náðhúsið Gústaf S. Berg 4. Skyndibitar fyrir sálina Barbara Berger 5. 39 þrep til glötun- ar Eiríkur Guðmundsson 6. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 7. Einhvers konar ég Þráinn Bertelsson 8. Uppeldisbókin Susan Mortweet / Edward E. Christophersen 9. Ég er ekki hræddur Nicolo Ammaniti 10. Stormur Einar Kárason SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Stormur Einar Kárason 2. Herra alheimur Hallgrímur Helgason 3. Perlur í skáldskap Laxness Halldór Lax- ness 4. Alkemistinn Paulo Coelho 5. Sálmabók Ýmsir höfundar 6. Náðarkraftur Guðmundur Andri Thorsson 7. Kvöldljósin eru kveikt Kristín Marja Baldursdóttir 8. Morðið í hæstarétti Stella Blómkvist 9. Svartir englar Ævar Örn Jósepsson 10. Íslendingasögur við þjóðveginn Jón R. Hjálmarsson SKÁLDVERK - KILJUR 1. Da Vinci lykillinn Dan Brown 2. 39 þrep til glöt- unar Eiríkur Guð- mundsson 3. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 4. Ég er ekki hræddur Nicolo Ammaniti 5. Svo fögur bein Alice Sebold 6. Grafarþögn Arnaldur Indriðason 7. Villibirta Liza Marklund 8. Mýrin Arnaldur Indriðason 9. Napóleonsskjölin Arnaldur Indriða- son 10. Opnun kryppunnar Oddný Eir Ævarsdóttir Listinn er gerður út frá sölu dagana 14. 04. - 20. 04. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. Ítalski rithöfundurinn NiccoloAmmaniti var hér á landi fyrir skömmu en bók hans „Ég er ekki hræddur“ er komin út í íslenskri þýðingu Paolo Turchi. Bókin er nýjasta bók höfundarins, þriðja skáldsaga hans og sú langvin- sælasta. Hún hefur verið þýdd á 34 tungumál og hlotið ein virtustu bókmenntaverðlaun Ítalíu. Ammaniti viðurkennir að það verði erfitt að fylgja þessum gríð- arlegu vinsældum eftir. „Besta að- ferðin við að takast á við velgengni er að hugsa ekki um einhverja bók sína sem „bók ævi minnar“. Ef maður hugsar þannig er maður bú- inn að vera,“ segir hann. „Maður verður að hugsa um lesendur sína eins og börn sem þurfa að heyra sögu til að geta sofnað. Maður er alltaf að segja sögur og sumar sög- ur eru betri en aðrar.“ Hálft ár að skrifa bókina Hann segir vel- gengni bókarinnar hafa komið sér mjög á óvart. „Stíll þessarar bókar er ólíkur þeim sem er í öðrum bókum mínum. Þær voru skrifaðar í þriðju persónu og ég blandaði saman kímni, spennu og hryllingi. Í þeim bók- um var mikil fjar- lægð milli mín og persóna. Í þessari bók ákvað ég að fylgja aðalpersón- unni og setja mig inn í hugarheim hennar. Þegar ég hafði lokið við bókina var ég ekki viss um að les- endum myndi falla bókin í geð en þeir hrifust mun meir af henni en þeim fyrri.“ Ammaniti er ekki á þeirri skoð- un að „Ég er ekki hræddur“ sé besta bók hans. „Þetta er góð bók en ég var einungis sex mánuði að skrifa hana. Það tók mig hins veg- ar þrjú ár að skrifa bókina „Ti prendo e ti porto via“ sem mér finnst besta bók mín. Það er mikil bók sem gerist í þorpi og segir frá 20 íbúum þess.“ „Ég er ekki hræddur“ gerist einnig í litlu þorpi. Aðalsöguhetjan og sögumaður er hinn níu ára gamli Michele. Þetta er sumarið 1978 og dag einn finnur Michele barn í holu. Þetta er upphaf að mjög óvæntri atburðarás. Sagan er gríðarlega vel sögð og æsispenn- andi og bókin á svo sannarlega skilið alla þá athygli og allt það lof sem hún hefur feng- ið. Bækur eru fyrir les- endur Drengurinn Michele stendur einn þegar hann kemst að því að þeir full- orðnu eiga sér tvöfalda hlið. Sjálfur býr hann yfir sterkri réttlætiskennd og að lokum stefnir ákvörðun hans lífi hans í hættu. Þótt Michele segi sögu sína í endurliti lifa marg- ir lesendur sig svo mjög inn í spennu sögunnar að þeir átta sig ekki á frásagnaraðferðinni. „Það er þó nokkuð um það að fólk sem hefur lesið söguna komi til mín og spyrji hvað hafi orðið um Michele í lokin,“ segir Ammanati. „Þetta fólk spyr mig hvort hann hafi dáið. Auðvitað dó hann ekki því hann segir söguna eftir að atburðirnir hafa gerst. Það er ómögulegt að látinn maður sé að segja þessa sögu.“ Þótt Michele segi söguna leggur hann ekki mat á gjörðir þeirra full- orðnu. Af hverju ekki? „Það er mjög mikilvægt fyrir mig sem höfund, og kannski sér- staklega í þessari bók, að kveða ekki upp siðferðilega dóma. Les- andinn á sjálfur að finna boðskap- inn í sögunni. Ég vil ekki verða siðapostuli. Bækur manns eru fyr- ir lesendur og maður verður að hugsa um söguna. Ef maður skrif- ar eingöngu af því að maður vill koma ákveðnum boðskap til skila þá er maður í vondum málum.“ Hugsarðu stundum um það hvað verður um persónur þínar eft- ir að sögunni er lokið? „Já, ég geri það. Ég hefði til dæmis getað skrifað „Ég er ekki hræddur 2“, en mér fannst nóg komið.“ Faðir og sonur Ammaniti les mikið og segir lestur vera besta skóla sem rithöf- undur geti gengið í. Hann segir erfitt að nefna eftirlætishöfunda. „Smekkurinn er síbreytilegur eins og smekkur manns á pizzum. Stundum langar mig í napólí pizzu og stundum margaríta pizzu. Jack London er einn af eftirlætishöf- undum mínum. Ég heillast af sög- um hans af venjulegu fólki sem lendir í óvenjulegum aðstæðum þar sem það verður að beita styrk sínum og persónuleika til að kom- ast af. London skrifar líka á mjög nútímalegan hátt, það er ekkert einfalt og þurrt við skrif hans.“ Ammaniti er að vinna að nýrri skáldsögu og megi marka sögu- þráðinn er þarna afar athyglisverð bók á ferð. Þessi nýja bók fjallar um föður og tólf ára son hans. Þeir búa við heldur slæm kjör en á milli þeirra er mikil ást. Faðirinn er kynþáttahatari og innprentar syni sínum skoðanir sínar. Ammaniti reiknar með að ljúka við bókina á næstu þremur mánuðum. Hann segist hafa gaman af að skrifa um börn: „Ég veit ekki af hverju. Kannski af því að börn taka svo oft ákvarðanir út frá hjartanu án þess að hugsa um afleiðingarnar. Slíkt er heillandi söguefni.“ kolla@frettabladid.is Ný dagbók varpar nýju ljósi á Albert Einstein: Minningar um Einstein Niccolo Ammaniti hefur slegið í gegn með frábærri bók sinni „Ég er ekki hræddur“. Ammaniti var hér á landi á dögunum og gaf sér tíma fyrir spjall. Vil ekki verða siðapostuli ALBERT EINSTEIN Dagbók sem vinkona hans hélt um hann kom í leitirnar fyrr á þessu ári. NICCOLO AMMANITI „Það er mjög mikilvægt fyrir mig sem höfund, og kannski sérstaklega í þessari bók, að kveða ekki upp siðferðilega dóma. Lesandinn á sjálfur að finna boð- skapinn í sögunni. Ég vil ekki verða siðapostuli.“ Þetta er góð bók en ég var einungis sex mánuði að skrifa hana. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.