Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 17
Fullyrðingar Hjálm ars Árnasonar al- þingismanns og Árna Magn- ússonar félagsmálaráðherra eru því alrangar og í raun sögufölsun. „Risastökk“ Hjálmars Árnasonar dugar hvergi Í grein eftir Hjálmar Árnason al- þingismann sem birtist í Frétta- blaðinu 10. apríl sl. fer hann rang- lega með staðreyndir um þróun at- vinnuleysisbóta. Hann gerir mikið úr hækkun sem stjórnvöld hafa lofað að verði á atvinnuleysisbót- um á næstunni og kallar það risa- stökk ef þær fara upp í 89 þúsund krónur. Ég spyr: Hverjir hafa hald- ið bótunum svo lágum undanfarin ár, að það þurfi risastökk til að koma þeim upp í 89 þúsund krónur og hverjir eru ábyrgir fyrir þess- ari ósvinnu? Ef þú veist það ekki Hjálmar, þá eru það framsóknar- mennirnir Páll Pétursson og Árni Magnússon. Framsóknarflokkur- inn hefur haft þennan málaflokk síðan 1995. Á árunum frá 1990 til 1995 héld- ust lágmarkslaun verkafólks og at- vinnuleysisbætur nokkurn veginn í hendur. Þó voru bæturnar aðeins hærri. Sem dæmi má nefna að 21. febrúar 1995, rétt áður en Fram- sókn tók við félagsmálunum, hækk- uðu atvinnuleysisbæturnar í kr. 50.036 á mánuði en ekki í kr. 43.000 eins og Hjálmar fullyrðir í grein sinni. Þá voru lágmarkslaun verka- fólks kr. 46.838. Eftir að Framsókn- arflokkurinn kom inn í ríkisstjórn vorið 1995 hættu bæturnar að fylg- ja launaþróun og síðan þá hafa þær stöðugt dregist meira og meira aft- ur úr. Þeim sögulegu staðreyndum verður ekki breytt. Réttur samanburður á lág- markslaunum og atvinnuleysisbót- um frá 1995 sýnir allt aðra mynd en Hjálmar dregur upp í fyrrnefndri grein. Risastökkið sem hann talar um dugar hvergi nærri til að jafna þann mikla mun sem orðinn var. Þó svo að bæturnar hækki nú þegar í kr. 88.767, eins og félagsmálaráð- herrann hefur lofað, þá verða þær samt 12,65% lægri en lágmarks- laun í landinu. Fullyrðingar Hjálmars Árna- sonar alþingismanns og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra um mikla hækkun atvinnuleysis- bóta frá 1995 eru því alrangar og í raun sögufölsun. Hið sanna er að bæturnar eru og hafa undanfarin ár verið langt undir lágmarkslaun- um og í stað þess að hæla sér af því ætti Hjálmar og allur Framsóknar- flokkurinn að skammast sín fyrir það. Þegar skoðuð er þróun atvinnu- leysisbóta og lágmarkslauna frá 1991 kemur í ljós að á því ári voru at- vinnuleysisbætur 7,59% hærri en lægstu launataxtar verkafólks, en nú á árinu 2004 eru þær 12,65% lægri en lágmarkslaun, þó svo að þær hækki í tæplega 89 þúsund krónur. Þetta verður að laga sem fyrst. Al- þingi verður að taka rögg á sig og lögfesta að atvinnuleysisbætur verði aldrei lægri en lágmarkslaun og fylgi launaþróun í landinu. Með því yrði komið í veg fyrir að upphæð bótanna sé háð geðvonskuköstum einstakra ráðherra eins og verið hef- ur tvö síðastliðin kjörtímabil og það sem af er þessu. ■ 17LAUGARDAGUR 1. maí 2004 Fyrsti maí Í mínum huga tengist 1. maí alltaf Hallæris- planinu og ræðuhöldum fyrir utan Hótel Vík hjá Samtökum kvenna á vinnumarkaði, sem illu heilli starfa ekki lengur. Þangað mætti ég fyrst um tvítugt, háskólanemi að koma mér upp róttækni og femínisma. Ræðumennirn- ir á Lækjartorginu höfðuðu ekki til mín en á Hallærisplaninu fann ég konur sem ég skildi og vildi hlusta á. Og ef ég á að vera alveg ærleg þá hefur sú afstaða mín lítið breyst siðastliðna tvo áratugi. Þórunn Sveinbjarnardóttir á althingi.is/tsv Gróf misbeiting valds Það væri til marks um grófa misbeitingu valds að knýja fram afgreiðslu þessa þing- máls [fjölmiðlafrumvarpsins] fyrir þinglok í vor. Það er hins vegar ástæða til að hafa af því áhyggjur að sú gæti orðið niðurstaðan. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins láta það óþægilega oft viðgangast að vera settir í aumkunarvert hlutverk, svipað því, sem er hlutskipti fulltrúa á málamyndaþingum í einræðisríkjum: Að hlýða foringjanum skil- yrðislaust. Við slíkar aðstæður eru menn ekki pólitískir skákmenn, heldur taflmenn, sem teflt er með. Og Framsókn, já vesalings Framsókn. Hér á síðunni skrifaði Ólína fyrir fáeinum dögum í lesendabréfi, að klettur- inn í hafinu sem Framsókn þættist jafnan vera fyrir kosningar, væri þegar allt kæmi alls ekkert annað en sandhrúga sem læki niður alltaf þegar á reyndi. Þess vegna gæti það vel gerst, að frumvarp sem verðskuldar mikla umræðu verði þröngvað með hraði í gegnum þingið. Að sjálfsögðu verður reynt að afstýra slíkum vinnubrögðum. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Ekki nefskatt Frjálshyggjufélagið mótmælir hugmyndum um nefskatt í stað afnotagjalda Ríkisút- varpsins. Nefskattur er enn verri en skyldu- áskrift. Þeir þurfa líka að borga nefskattinn sem ekki einu sinni eiga viðtæki. Hvort tveggja, nefskattur og skylduáskrift, eru óréttlætanlegar leiðir til fjáröflunar, enda neyða þær fólk til þess að greiða fyrir þjón- ustu sem það kýs ekki endilega. Jafnframt er sérstaklega ámælisvert að neyða fólk til þess að greiða til fjölmiðlafyrirtækja því þeim er hugsanlega beitt á þann hátt sem það er ósammála. Neytendur verða að fá að ráða hvernig fjölmiðla þeir styrkja með kaupum sínum á þjónustu þeirra. Ríkisút- varpið á að byggja upp tekjugrundvöll á sama hátt og önnur fyrirtæki í sömu grein. Afnema ber skylduáskriftina. Ritstjórn á frjalshyggja.is Fordæmi? Fyrir tveimur árum tæpum gerðist það að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í broddi fylkingar, ákvað með einfaldri breyt- ingu á lögreglusamþykkt Reykjavíkur að gera fólki óheimilt að starfa við svokallaðan einkadans á skemmtistöðum borgarinnar. Kippti þetta í einni skyndingu rekstrar- grundvellinum undan sumum þessara staða og olli öðrum verulegum búsifjum. Mikill fjöldi fólks hafði lífsviðurværi sitt af þessari starfsemi og varð nú af þeim mögu- leika. Ýmsir höfðu fjárfest í veitingastöðum sem skyndilega urðu nær verðlausir. Þess- ari aðgerð Reykjavíkurborgar var hins vegar fagnað víða; fjölmiðlamenn og vinstri sinn- aðir stjórnmálamenn réðu sér vart fyrir fögnuði og fáir tóku undir með veitinga- húsaeigendum eða starfsfólki þeirra sem urðu skyndilega fyrir verulegu tjóni. Vefþjóðviljinn á andriki.is AF NETINU SIGURÐUR T. SIGURÐSSON STARFSMAÐUR HLÍFAR UMRÆÐAN ATVINNULEYSIS- BÆTUR ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.