Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 10
1. maí 2004 LAUGARDAGUR Landmannalaugar: Opnað mánuði fyrr en venjulega ÚTIVIST Vegurinn inn í Land- mannalaugar verður opnaður umferð á mánudaginn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er þetta óvenju- snemmt en orðið er snjólaust og vegir að þorna. Í fyrra var veg- urinn opnaður 22. maí og var það þó töluvert fyrr en venju- lega. Árin á undan var vegurinn opnaður milli 1. og 22. júní. Vegagerðin beinir þeim til- mælum til fólks að nota slóða og keyra ekki utan vega. Vega- gerðin segir að utanvegaakstur sé að færast í aukana og valdi oft miklum landspjöllum. Hjá Ferðafélagi Íslands fengust þær upplýsingar að stefnt væri að vinnuhelgi í Landmannalaugum 14. maí og skáli félagsins opnaður í kjöl- farið. Er þetta mánuði fyrr en venjulega. Um helgina verður farið í vinnuferð í Þórsmörk og skál- inn opnaður fljótlega að henni lokinni, sem er talsvert fyrr en undanfarin ár. ■ TRYGGINGAR Guðmundur Ingi Krist- insson telur sig hafa tapað um 800.000 krónum á því að þiggja bætur frá tryggingafélagi vegna tekjutjóns eftir umferðarslys. Guðmundur átti að fá tæpar fjórar milljónir frá Vátryggingafélagi Ís- lands vegna tekjutapsins en þegar allir frádráttarliðir höfðu verið reiknaðir inn í dæmið stóðu aðeins um 600.000 krónur eftir. Í annarri grein skaðabótalaga segir að bætur fyrir atvinnutjón skuli ákveða fyrir tímann frá því að tjón varð þangað til tjónþoli get- ur hafið vinnu að nýju. Frá skaða- bótum skal draga laun í veikinda- eða slysaforföllum, greiðslur frá sjúkrasjóði, dagpeninga og aðrar bætur frá opinberum tryggingum fyrir tímabundið atvinnutjón og vátryggingabætur þegar greiðsla vátryggingafélags er raunveruleg skaðabót, svo og sambærilegar greiðslur. Í bótauppgjöri VÍS frá árinu 1999 kemur fram að Guðmundur átti að fá tæpar fjórar milljónir í bætur vegna tekjutjóns eftir um- ferðarslys sem hann lenti í 1993. VÍS dró frá upphæðinni þær ör- orku- og tekjutryggingargreiðslur sem hann hafði fengið frá Trygg- ingastofnun ríkisins, samtals 781.043 krónur. Þessari upphæð var þó aldrei skilað til TR og var Guðmundi því gert að endurgreiða TR nánast sömu upphæð vegna tekjutengingar bóta. Tekinn var skattur af bótunum, 1.227.764 krónur, en Guðmundur telur einnig til frádráttar þær um 700.000 krónur sem hann hefði fengið í barna- og vaxtabætur ef hann hefði aðeins þegið greiðslur frá Tryggingastofnun. Þegar allir þessir frádráttarliðir höfðu verið teknir með í dæmið sat hann eftir með innan við 600.000 krónur. „Ef ég hefði neitað að taka við þessum bótum upp á fjórar milljónir þá hefðu ráðstöfunar- tekjur mínar verið um 800.000 krónum hærri. Ég tapaði því á að taka við skaðabótum,“ segir Guðmundur Ingi og veltir upp þeirri spurningu hvernig lög- mætar bætur frá tryggingafé- lagi geti komið út sem fjárhags- legt tap fyrir tjónþola. „Ef ég hefði vitað þetta þegar bótupp- gjörið fór fram hefði ég getað neitað bótunum og haldið eftir um 1,4 milljónum króna.“ Guðmundur höfðaði mál á hendur VÍS en bæði héraðsdóm- ur og Hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu að vátrygg- ingafélaginu hefði verið heimilt að láta greiðslurnar frá TR koma til frádráttar bótunum. Eftir stendur þó spurningin um það hvort TR hafi gert rétt í því að krefja hann um endurgreiðslu vegna tekjutengingar bótanna. ■ DAGBLAÐIÐ VÍSIR 96. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 SpaugstofanEiga að sjá um skaupið Bls. 6 Hreinn LoftssonGerir upp við foringjann og fundinn í London Bls. 14-16 Sé eftir að hafa skorið mömmu á háls Styrmir Haukdal er heimilismaður á réttargeðdeildinni á Sogni. Hann hefur verið þar í þrjú ár og langar mest af öllu að standa á eigin fótum og lifa eðlilegu lífi. DV fór í heimsókn á Sogn. Bls. 29-31 Birgitta Haukdal er poppstjarna Íslands. Segist varla komast út í sjoppu án þess að dulbúast með derhúfu. Hún gerir upp skilnað sinn við trommu- leikarann en þau eru í góðu sambandi og dóttir hans gistir stundum hjá henni. Bls. 45 Sögurnar um dópið og ástina Bryndís Hlöðversdóttir Sátt við að verafráskilin og ein með strákana sína Bls. 33 FLUG Tvö hundruð þúsundasti far- þegi Iceland Express fór með vél flugfélagsins til Lundúna í gær- morgun. Í tilkynningu frá flug- félaginu kemur fram að far- þeginn, Úlfar Hinriksson íþrótta- kennari, hafi verið á leið til Bret- lands ásamt vinafólki til að sækja tónleika með Duran Duran. Um síðustu áramót hafði Iceland Express flutt rúmlega 136 þúsund farþega til Lundúna og Kaupmannahafnar en félagið hóf starfsemi í lok febrúar 2003. Frá 1. apríl síðastliðnum hefur verið boðið upp á tvær ferðir á dag til beggja áfangastaðanna. Iceland Express áætlar að flytja um 270.000 farþega á þessu ári. ■ Iceland Express: Tvö hundruð þúsund farþegar FARÞEGI VERÐLAUNAÐUR Halldóra Viðarsdóttir, starfsmaður Iceland Express á Keflavíkurflugvelli, afhendir Úlfari Hinrikssyni gjafabréf fyrir tvo í ferð með Iceland Express. FRÁ LANDMANNALAUGUM Vegurinn inn í Landmannalaugar verður opnaður umferð á mánu- daginn og verður skáli Ferða- félags Íslands því opnaður mánuði fyrr en venjulega.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ö R N Þ Ó R IS SO N Tjónþoli tapaði á því að þiggja bætur Karlmaður sem varð óvinnufær eftir umferðarslys átti að fá tæpar fjórar milljónir í bætur vegna tekjutjóns en þegar allir frádráttarliðir höfðu verið reiknaðir inn í dæmið stóðu eftir innan við 600.000 krónur. UPPGJÖR VEGNA TEKJUTJÓNS GUÐMUNDAR INGA KRISTINS- SONAR Krónur Tekjutjón árið 1996 1.680.331 Tekjutjón árið 1997 1.743.951 Tekjutjón árið 1998 559.069 Tekjutjón alls 3.983.351 Frádráttur: Greiðslur frá T.R. árið 1996 318.260 Greiðslur frá T.R. árið 1997 344.558 Greiðslur frá T.R. árið 1998 118.225 Óbætt tekjutjón 3.202.308 Staðgreiðsla skatta 1.227.764 Bótaupphæð frá VÍS 1.974.544 Frádráttur TR vegna tekjutengingar bóta 700.000 Tap vegna missis barnabóta og vaxtabóta 700.000 Samtals um 574.554 GUÐMUNDUR INGI KRISTINSSON Guðmundur Ingi telur sig hafa tapað á því að þiggja lögbundnar skaðabætur vegna tekjutjóns eftir umferðarslys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.