Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 16
Davíð Þór Björgvins- son, lagaprófessor við Háskólann í Reykja- vík, er orðinn þjóð- kunnur og að sama skapi mjög umdeildur maður eftir að hafa gegnt formennsku í fjölmiðlanefndinni frægu og átt þátt í að semja fjölmiðlafrum- varp Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Ekki er hann alveg sáttur við þessa skyndilegu upphefð og kvartaði yfir um- fjöllun fjölmiðla um sig á fundi Lögfræð- ingafélagsins á fimmtudaginn, taldi sig orðinn að „fjöl- miðlafígúru“ gegn vilja sínum. Þótti mörgum ýmis um- mæli hans um fjöl- miðla á fundinum fljótfærnisleg. Sýnir það að jafnvel hinir yfirveguðustu menn – eins og Davíð Þór þykir vera – geta komist úr jafnvægi við það að lenda í sviðsljósi fjölmiðla. Mörgum finnst einkennilegt – jafnvel barnalegt – að jafn vel lesinn og mennt- aður maður og Davíð Þór skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann var með fjölmiðlavinnunni fyrir forsætisráð- herra að kasta sér í hina djúpu laug þjóðfélagsum- ræðunnar eftir að hafa haldið sig að mestu í öryggi grunnu laugarinnar fram að þessu. Davíð Þór er 48 ára gamall. Hann á að baki fjöl- breyttari menntun en títt er um lögfræðinga, því samhliða laganámi við Háskóla Íslands lauk hann prófum í sagnfræði og heimspeki. Að loknu laga- prófi stundaði hann síðan framhaldsnám við Duke- háskóla í Bandaríkjunum og hefur dvalist við rann- sóknarstörf við fleiri háskóla utanlands. Hann hóf lögmannsferil sinn sem fulltrúi á lög- mannsstofum og starfaði síðan um hríð hjá yfir- borgardómaranum í Reykjavík. Um sama leyti hóf hann að kenna við lagadeild HÍ, fyrst sem stunda- kennari, varð síðan dósent 1989 til 1993, tók sér þá hlé og var aðstoðarmaður Þórs Vilhjálmssonar dómara við EFTA-dómstólinn í Genf í þrjú ár. Árið 1996 var hann skipaður prófessor við Háskóla Ís- lands en fékk aftur leyfi til að starfa með Þór í Genf frá hausti 1999 til ársloka 2002. Haustið 2003 var honum boðið að koma til starfa sem prófessor við hina nýju lagadeild Háskólans í Reykjavík, en í haust fær hann leyfi frá störfum á þeim vettvangi því hann hefur verið kosinn dómari við Mannrétt- indadómstólinn í Strassborg og mun gegna emb- ættinu næstu árin. Davíð hefur ekki haft sig frammi í stjórnmálum en var þó talinn vinstrimaður á háskólaárum sín- um. Nú mun hann telja sig eiga samleið með Sjálf- stæðisflokknum. Forystumenn flokksins með Dav- íð Oddsson í broddi fylkingar hafa á undanförnum árum sýnt að þeir hafa mikið álit á lögfræðilegri þekkingu hans og dómgreind og falið honum marg- vísleg trúnaðarstörf. Eitt þeirra, formennska í starfrækslunefnd gagnagrunns á heilbrigðissviði, skapaði um tíma nokkra ólgu í kring- um hann, enda gagna- grunnurinn heitt deilumál í þjóðfélag- inu. Davíð Þór hefur nokkrum sinnum kvatt sér hljóðs með blaðagreinum til að viðra skoðanir sínar á málum sem eru lög- fræðilega umdeild. Þegar deilt var um það sumarið 1992 hvort EES-samningur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar væri lög- mætur rökstuddi Davíð Þór þá skoðun að samningurinn rúmaðist innan ís- lensku stjórnarskrár- innar. Hann kvað einnig upp úr um lög- mæti gagnagrunns DeCode sem álits- gjafi við Lagastofnun HÍ áður en hann var skipaður í starf- rækslunefndina. Þá hefur hann í blaða- grein tekið undir það umdeilda sjónarmið vinar síns Þórs Vil- hjálmssonar að frem- ur beri að líta á synj- unarvald forseta Ís- lands gagnvart lögum frá Alþingi sem vald ráðherra og ríkis- stjórnar en persónu- legt vald forsetans. Í kosningabaráttunni í fyrravor birti hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann hrósaði Dav- íð Oddssyni fyrir löggjafarstörf undanfarin ár; kvað hann byltingu hafa orðið á þeim lagagrund- velli sem mótaði samskipti fyrirtækja og þegna við ríkisvaldið í tíð Davíðs. Var yfirleitt litið á þessa grein sem innlegg í deilu Davíðs við Samfylking- una um viðhorf forsætisráðherra gagnvart stór- fyrirtækjum eins og Baugi, Kaupþingi og Norður- ljósum. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson deildu um réttmæti ríkisráðsfundarins á heimastjórnarafmælinu í febrúar birti Morgun- blaðið viðtal við Davíð Þór sem sagði að forsætis- ráðherra hefði staðið lögfræðilega rétt að málum. Í ljósi þessa ferils þarf ekki að koma á óvart að Dav- íð Oddsson treysti honum manna best fyrir fjöl- miðlaverkefninu. Það þykir þó sýna varkárni Davíðs Þórs að álits- gerð fjölmiðlanefndarinnar gengur skemur og hef- ur fleiri fyrirvara á málum en Davíð Oddsson hefði viljað sjá. Er líklegt að það hafi orðið honum von- brigði að nefndin treysti sér ekki til að setja fram eindregnar tillögur. Davíð Þór kann að hafa unnið það upp með aðstoð sinni við að semja fjölmiðla- frumvarpið. Tæknilega mun hann vera einn meginhöfundur þess, en leggur áherslu á að hin pólitíska ábyrgð sé hjá ríkisstjórninni. Með kjöri Davíðs í dómarastarf við Mannrétt- indadómstól Evrópu má segja að björgunarhring sé kastað til hans út í hina djúpu laug þjóðfélagsum- ræðunnar. Hann getur nú svamlað í grunnri og ör- uggri laug. Þótt ekki sé efast um að sem fræðimað- ur sé hann vel að hinu nýja starfi kominn finnst mörgum að hann hafi gengið ískyggilega langt til að þóknast valdhöfum með liðsinni sínu og réttlæt- ingu fyrir fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar. ■ Ekki batnar Birni enn, banakringlu- verkurinn. Þetta orðtæki heyrði ég oft í æsku og var þá átt við þá menn, sem héldu áfram eigin vit- leysu þrátt fyrir aðvaranir. Mér datt þetta í hug þegar ég fór að hugsa um síðustu afrek lands- höfðingjanna: Bankamálin, heil- brigðismálin, lyfja- og læknamál- in, deilan um Þingvelli og nú síð- ast fjölmiðlamálið. Nú eru landsfeðurnir að leggja fram frumvarp til laga um fjöl- miðla og eftir því sem fram kem- ur í fréttum, virðist megintilgang- ur þess vera að hindra að fyrir- tæki á matvörumarkaði megi eiga verulegan hlut í Norðurljósum, sem reka og eiga bæði sjónvarps- stöðvar og dagblöð, og banna að sama fyrirtæki megi eiga og reka bæði sjónvarp og dagblöð. Lands- feðurnir bera því við að þetta varði þjóðarhag, og eigi að auka frelsi fjölmiðla og því sé nauðsyn- legt að setja lög til að þessir aðil- ar geti ekki misnotað aðstöðu sína, sem eigend- ur fjölmiðlanna. Hafa þessi fyrir- tæki á matvöru- markaði verið að misnota aðstöðu sína á fjölmiðla- eða matvörumark- aðinum? Er það til að auka frelsi fjöl- miðla að reyna að drepa þá niður? Hver trúir því? Í dag er ég ellilífeyrisþegi, og verð að treysta á greiðslur frá Tryggingastofnun til að draga fram lífið. Vil ég fullyrða, að besta kjarabót okkar ellilífeyris- fólks hin síðari ár er hið lága vöruverð hjá þessum matvöru- verslunum, þannig að ekki hafa eigendur þeirra misnotað aðstöðu sína þar, en landsfeðurnir hafa aftur á móti reynt að hafa af okk- ur þær kjarabætur með því að bætur almannatrygginga til okk- ar hafa hækkað mikið minna en hækkanir á almennum launa- markaði hafa verið. Eigendur þessa fyrirtækis, sem hefur tryg- gt okkur mun lægra verð á neysluvörum en áður var, eru nú að hasla sér völl á öðrum sviðum. Þegar Fréttablaðið var að fara á hausinn eins og sagt er, gerðust þeir þátttakendur í rekstri þess og hafa tryggt okkur láglauna- mönnum, sem höfum ekki efni á að kaupa Morgunblaðið, að við fáum ókeypis fréttablað og þegar DV var að fara á hausinn tóku þeir við og tryggðu þannig sam- keppni á dagblaðamarkaðinum. Sama var uppi á teningnum þegar Norðurljós og Stöð 2 voru að fara á hausinn, þessir sömu að- ilar komu að og björguðu málinu og tryggðu almenningi sam- keppni á fjölmiðlamarkaðinum ekki síður en á matvælamarkað- inum. Þegar þetta var að gerast þótti landsfeðrum ekki ástæða til lagasetninga, þrátt fyrir aðvaran- ir um hringamyndun, því þá hefði jafnframt þurft að setja lög um auðhringi, banka og sægreifa, sem hafa farið með milljarða króna skattfrjálst úr landi. En nú þarf að setja lög um takmörkun á eignarhlut í fjöl- miðlum og spyrja margir hvers vegna og svo s k y n d i l e g a ? Hvers vegna voru ekki sett lög um eignarhlut í bönkunum þegar þeir voru seldir og þeir komust í hend- ur örfárra þrátt fyrir yfirlýsing- ar landsfeðranna um dreifða eignarhlutdeild í þeim? Sjálfsagt hefur það verið vegna þess að bankarnir hafa ekki gert neitt til að bæta kjör aldraðra og annars láglaunafólks, þeir hafa haldið uppi vaxtaokri og háum þjón- ustugjöldum og þóknast þannig landsfeðrunum, en fyrirtæki, sem hefur verið að bæta kjör okkar aldraðra með lágu vöru- verði og samkeppni á annarri þjónustu er ekki þóknanlegt vald- höfunum og því þarf að brjóta það niður. ■ MAÐUR VIKUNNAR DAVÍÐ ÞÓR BJÖRGVINSSON 1. maí 2004 LAUGARDAGUR16 Þetta er heilagt stríð háð í blindni Svona er staðan. Komið er fram einstætt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Það gengur lengra en nokkur sambærileg lagasetning í lýðræðisríki. Lögin á að þvinga fram á Alþingi. Efasemdir um stjórnarskrárgildi eru að engu hafðar. Milljarða af skattfé getur þurft til greiðslu skaðabóta. Gagnagrunnslögin fengu aukna umræðu. Unnar voru lög- fræðilegar greinargerðir. Það var hvítþvottur en breytt var til bóta. Hæstiréttur dæmdi þó grundvall- arþætti laganna í ósamræmi við stjórnarskrá og mannréttinda- skuldbindingar. Lærum af því. Frelsi fjölmiðla er undir. Allir tala fyrir fjölbreytni þeirra. Eng- in rök eru þó fyrir því að núver- andi frumvarp stuðli að fjöl- breyttni. Fjárhagsleg staða þeirra versnar. Sjálfstæði ritstjórna eykst í engu. Og hin pólitísku tök á Ríkisútvarpinu standa óhögguð. Þetta er grímulaus misbeiting valds. Fyrir vikið er nánast eins og skorti loft í landinu. Allir eru hálfgráir í framan. Af undrun eða undirlægjuhætti. Búktalarasveit bláu handarinnar reynir að bera sig mannalega en hefur sjaldan átt verri daga. Og vandaðri menn má þekkja á vandræðaganginum í máttlausri málsvörn. Það þarf ekki að efast um að lagasetningin beinist gegn einu fyrirtæki. Það þarf ekki sagn- fræðing til að rifja upp að forleik- urinn fylgir þekktu stefi. Þegar núverandi eigendur Norðurljósa keyptu hlut í FBA í félagi við aðra boðaði forsætisráðherra einnig lög um dreifða eignaraðild að bönkum. Fáum mánuðum áður hafði hann lýst andstöðu við slíkar hugmyndir Samfylkingarinnar á Alþingi. Eftir að í ljós kom að slík lög kæmu einnig niður á þeim sem stóðu forsætisráðherra nærri hvarf hann frá þeim. Í kjölfarið var sölu ríkisbankanna svo vand- lega handstýrt að fulltrúi fjár- málaráðherra í einkavæðinga- nefnd sagði af sér. Einn kaupenda sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins þrátt fyrir langa reynslu af viðskiptum úr Austur-Evrópu. Fyrstu hugmyndir að fjöl- miðlafrumvarpi voru að blaðaút- gáfa væri leyfisskyld. Síðan vildi forsætisráðherra að aðilum í óskyldum rekstri væri bannað að eiga fjölmiðla. Eftir að í ljós kom að slík lög bitnuðu á útgáfufélagi Morgunblaðsins voru hugmynd- irnar sérsniðnar að Norðurljós- um. Það er beinlínis vandræðalegt að málsmetandi menn reyni að spyrða þetta mál saman við kröf- una um vönduð vinnubrögð, jafn- ræði og sanngjarnar leikreglur. Leikreglur dagsins eru ekki að- eins valdar eftir liðunum á vellin- um heldur því hvort rangt lið er að vinna. Það á að sannfæra þjóð- ina um að guð og djöfullinn takist á. Og helvíti, það eru hinir. Þetta er heilagt stríð háð í blindni. ■ Ósáttur í djúpu lauginni Ekki batnar Birni enn KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON SKRIFAR UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Besta kjarabót okkar ellilífeyris- fólks hin síðari ár er hið lága vöruverð hjá þessum matvöruverslunum. ,, …með allt á einum stað Davíð hefur ekki haft sig frammi í stjórnmálum en var þó talinn vinstri- maður á háskólaárum sínum. ,, SKOÐUN DAGSINS FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ DAGUR B. EGGERTSSON Þetta er grímulaus misbeiting valds. Allir eru hálfgráir í framan. Af undrun eða undirlægju- hætti. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.