Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 16

Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 16
Davíð Þór Björgvins- son, lagaprófessor við Háskólann í Reykja- vík, er orðinn þjóð- kunnur og að sama skapi mjög umdeildur maður eftir að hafa gegnt formennsku í fjölmiðlanefndinni frægu og átt þátt í að semja fjölmiðlafrum- varp Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Ekki er hann alveg sáttur við þessa skyndilegu upphefð og kvartaði yfir um- fjöllun fjölmiðla um sig á fundi Lögfræð- ingafélagsins á fimmtudaginn, taldi sig orðinn að „fjöl- miðlafígúru“ gegn vilja sínum. Þótti mörgum ýmis um- mæli hans um fjöl- miðla á fundinum fljótfærnisleg. Sýnir það að jafnvel hinir yfirveguðustu menn – eins og Davíð Þór þykir vera – geta komist úr jafnvægi við það að lenda í sviðsljósi fjölmiðla. Mörgum finnst einkennilegt – jafnvel barnalegt – að jafn vel lesinn og mennt- aður maður og Davíð Þór skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann var með fjölmiðlavinnunni fyrir forsætisráð- herra að kasta sér í hina djúpu laug þjóðfélagsum- ræðunnar eftir að hafa haldið sig að mestu í öryggi grunnu laugarinnar fram að þessu. Davíð Þór er 48 ára gamall. Hann á að baki fjöl- breyttari menntun en títt er um lögfræðinga, því samhliða laganámi við Háskóla Íslands lauk hann prófum í sagnfræði og heimspeki. Að loknu laga- prófi stundaði hann síðan framhaldsnám við Duke- háskóla í Bandaríkjunum og hefur dvalist við rann- sóknarstörf við fleiri háskóla utanlands. Hann hóf lögmannsferil sinn sem fulltrúi á lög- mannsstofum og starfaði síðan um hríð hjá yfir- borgardómaranum í Reykjavík. Um sama leyti hóf hann að kenna við lagadeild HÍ, fyrst sem stunda- kennari, varð síðan dósent 1989 til 1993, tók sér þá hlé og var aðstoðarmaður Þórs Vilhjálmssonar dómara við EFTA-dómstólinn í Genf í þrjú ár. Árið 1996 var hann skipaður prófessor við Háskóla Ís- lands en fékk aftur leyfi til að starfa með Þór í Genf frá hausti 1999 til ársloka 2002. Haustið 2003 var honum boðið að koma til starfa sem prófessor við hina nýju lagadeild Háskólans í Reykjavík, en í haust fær hann leyfi frá störfum á þeim vettvangi því hann hefur verið kosinn dómari við Mannrétt- indadómstólinn í Strassborg og mun gegna emb- ættinu næstu árin. Davíð hefur ekki haft sig frammi í stjórnmálum en var þó talinn vinstrimaður á háskólaárum sín- um. Nú mun hann telja sig eiga samleið með Sjálf- stæðisflokknum. Forystumenn flokksins með Dav- íð Oddsson í broddi fylkingar hafa á undanförnum árum sýnt að þeir hafa mikið álit á lögfræðilegri þekkingu hans og dómgreind og falið honum marg- vísleg trúnaðarstörf. Eitt þeirra, formennska í starfrækslunefnd gagnagrunns á heilbrigðissviði, skapaði um tíma nokkra ólgu í kring- um hann, enda gagna- grunnurinn heitt deilumál í þjóðfélag- inu. Davíð Þór hefur nokkrum sinnum kvatt sér hljóðs með blaðagreinum til að viðra skoðanir sínar á málum sem eru lög- fræðilega umdeild. Þegar deilt var um það sumarið 1992 hvort EES-samningur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar væri lög- mætur rökstuddi Davíð Þór þá skoðun að samningurinn rúmaðist innan ís- lensku stjórnarskrár- innar. Hann kvað einnig upp úr um lög- mæti gagnagrunns DeCode sem álits- gjafi við Lagastofnun HÍ áður en hann var skipaður í starf- rækslunefndina. Þá hefur hann í blaða- grein tekið undir það umdeilda sjónarmið vinar síns Þórs Vil- hjálmssonar að frem- ur beri að líta á synj- unarvald forseta Ís- lands gagnvart lögum frá Alþingi sem vald ráðherra og ríkis- stjórnar en persónu- legt vald forsetans. Í kosningabaráttunni í fyrravor birti hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann hrósaði Dav- íð Oddssyni fyrir löggjafarstörf undanfarin ár; kvað hann byltingu hafa orðið á þeim lagagrund- velli sem mótaði samskipti fyrirtækja og þegna við ríkisvaldið í tíð Davíðs. Var yfirleitt litið á þessa grein sem innlegg í deilu Davíðs við Samfylking- una um viðhorf forsætisráðherra gagnvart stór- fyrirtækjum eins og Baugi, Kaupþingi og Norður- ljósum. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson deildu um réttmæti ríkisráðsfundarins á heimastjórnarafmælinu í febrúar birti Morgun- blaðið viðtal við Davíð Þór sem sagði að forsætis- ráðherra hefði staðið lögfræðilega rétt að málum. Í ljósi þessa ferils þarf ekki að koma á óvart að Dav- íð Oddsson treysti honum manna best fyrir fjöl- miðlaverkefninu. Það þykir þó sýna varkárni Davíðs Þórs að álits- gerð fjölmiðlanefndarinnar gengur skemur og hef- ur fleiri fyrirvara á málum en Davíð Oddsson hefði viljað sjá. Er líklegt að það hafi orðið honum von- brigði að nefndin treysti sér ekki til að setja fram eindregnar tillögur. Davíð Þór kann að hafa unnið það upp með aðstoð sinni við að semja fjölmiðla- frumvarpið. Tæknilega mun hann vera einn meginhöfundur þess, en leggur áherslu á að hin pólitíska ábyrgð sé hjá ríkisstjórninni. Með kjöri Davíðs í dómarastarf við Mannrétt- indadómstól Evrópu má segja að björgunarhring sé kastað til hans út í hina djúpu laug þjóðfélagsum- ræðunnar. Hann getur nú svamlað í grunnri og ör- uggri laug. Þótt ekki sé efast um að sem fræðimað- ur sé hann vel að hinu nýja starfi kominn finnst mörgum að hann hafi gengið ískyggilega langt til að þóknast valdhöfum með liðsinni sínu og réttlæt- ingu fyrir fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar. ■ Ekki batnar Birni enn, banakringlu- verkurinn. Þetta orðtæki heyrði ég oft í æsku og var þá átt við þá menn, sem héldu áfram eigin vit- leysu þrátt fyrir aðvaranir. Mér datt þetta í hug þegar ég fór að hugsa um síðustu afrek lands- höfðingjanna: Bankamálin, heil- brigðismálin, lyfja- og læknamál- in, deilan um Þingvelli og nú síð- ast fjölmiðlamálið. Nú eru landsfeðurnir að leggja fram frumvarp til laga um fjöl- miðla og eftir því sem fram kem- ur í fréttum, virðist megintilgang- ur þess vera að hindra að fyrir- tæki á matvörumarkaði megi eiga verulegan hlut í Norðurljósum, sem reka og eiga bæði sjónvarps- stöðvar og dagblöð, og banna að sama fyrirtæki megi eiga og reka bæði sjónvarp og dagblöð. Lands- feðurnir bera því við að þetta varði þjóðarhag, og eigi að auka frelsi fjölmiðla og því sé nauðsyn- legt að setja lög til að þessir aðil- ar geti ekki misnotað aðstöðu sína, sem eigend- ur fjölmiðlanna. Hafa þessi fyrir- tæki á matvöru- markaði verið að misnota aðstöðu sína á fjölmiðla- eða matvörumark- aðinum? Er það til að auka frelsi fjöl- miðla að reyna að drepa þá niður? Hver trúir því? Í dag er ég ellilífeyrisþegi, og verð að treysta á greiðslur frá Tryggingastofnun til að draga fram lífið. Vil ég fullyrða, að besta kjarabót okkar ellilífeyris- fólks hin síðari ár er hið lága vöruverð hjá þessum matvöru- verslunum, þannig að ekki hafa eigendur þeirra misnotað aðstöðu sína þar, en landsfeðurnir hafa aftur á móti reynt að hafa af okk- ur þær kjarabætur með því að bætur almannatrygginga til okk- ar hafa hækkað mikið minna en hækkanir á almennum launa- markaði hafa verið. Eigendur þessa fyrirtækis, sem hefur tryg- gt okkur mun lægra verð á neysluvörum en áður var, eru nú að hasla sér völl á öðrum sviðum. Þegar Fréttablaðið var að fara á hausinn eins og sagt er, gerðust þeir þátttakendur í rekstri þess og hafa tryggt okkur láglauna- mönnum, sem höfum ekki efni á að kaupa Morgunblaðið, að við fáum ókeypis fréttablað og þegar DV var að fara á hausinn tóku þeir við og tryggðu þannig sam- keppni á dagblaðamarkaðinum. Sama var uppi á teningnum þegar Norðurljós og Stöð 2 voru að fara á hausinn, þessir sömu að- ilar komu að og björguðu málinu og tryggðu almenningi sam- keppni á fjölmiðlamarkaðinum ekki síður en á matvælamarkað- inum. Þegar þetta var að gerast þótti landsfeðrum ekki ástæða til lagasetninga, þrátt fyrir aðvaran- ir um hringamyndun, því þá hefði jafnframt þurft að setja lög um auðhringi, banka og sægreifa, sem hafa farið með milljarða króna skattfrjálst úr landi. En nú þarf að setja lög um takmörkun á eignarhlut í fjöl- miðlum og spyrja margir hvers vegna og svo s k y n d i l e g a ? Hvers vegna voru ekki sett lög um eignarhlut í bönkunum þegar þeir voru seldir og þeir komust í hend- ur örfárra þrátt fyrir yfirlýsing- ar landsfeðranna um dreifða eignarhlutdeild í þeim? Sjálfsagt hefur það verið vegna þess að bankarnir hafa ekki gert neitt til að bæta kjör aldraðra og annars láglaunafólks, þeir hafa haldið uppi vaxtaokri og háum þjón- ustugjöldum og þóknast þannig landsfeðrunum, en fyrirtæki, sem hefur verið að bæta kjör okkar aldraðra með lágu vöru- verði og samkeppni á annarri þjónustu er ekki þóknanlegt vald- höfunum og því þarf að brjóta það niður. ■ MAÐUR VIKUNNAR DAVÍÐ ÞÓR BJÖRGVINSSON 1. maí 2004 LAUGARDAGUR16 Þetta er heilagt stríð háð í blindni Svona er staðan. Komið er fram einstætt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Það gengur lengra en nokkur sambærileg lagasetning í lýðræðisríki. Lögin á að þvinga fram á Alþingi. Efasemdir um stjórnarskrárgildi eru að engu hafðar. Milljarða af skattfé getur þurft til greiðslu skaðabóta. Gagnagrunnslögin fengu aukna umræðu. Unnar voru lög- fræðilegar greinargerðir. Það var hvítþvottur en breytt var til bóta. Hæstiréttur dæmdi þó grundvall- arþætti laganna í ósamræmi við stjórnarskrá og mannréttinda- skuldbindingar. Lærum af því. Frelsi fjölmiðla er undir. Allir tala fyrir fjölbreytni þeirra. Eng- in rök eru þó fyrir því að núver- andi frumvarp stuðli að fjöl- breyttni. Fjárhagsleg staða þeirra versnar. Sjálfstæði ritstjórna eykst í engu. Og hin pólitísku tök á Ríkisútvarpinu standa óhögguð. Þetta er grímulaus misbeiting valds. Fyrir vikið er nánast eins og skorti loft í landinu. Allir eru hálfgráir í framan. Af undrun eða undirlægjuhætti. Búktalarasveit bláu handarinnar reynir að bera sig mannalega en hefur sjaldan átt verri daga. Og vandaðri menn má þekkja á vandræðaganginum í máttlausri málsvörn. Það þarf ekki að efast um að lagasetningin beinist gegn einu fyrirtæki. Það þarf ekki sagn- fræðing til að rifja upp að forleik- urinn fylgir þekktu stefi. Þegar núverandi eigendur Norðurljósa keyptu hlut í FBA í félagi við aðra boðaði forsætisráðherra einnig lög um dreifða eignaraðild að bönkum. Fáum mánuðum áður hafði hann lýst andstöðu við slíkar hugmyndir Samfylkingarinnar á Alþingi. Eftir að í ljós kom að slík lög kæmu einnig niður á þeim sem stóðu forsætisráðherra nærri hvarf hann frá þeim. Í kjölfarið var sölu ríkisbankanna svo vand- lega handstýrt að fulltrúi fjár- málaráðherra í einkavæðinga- nefnd sagði af sér. Einn kaupenda sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins þrátt fyrir langa reynslu af viðskiptum úr Austur-Evrópu. Fyrstu hugmyndir að fjöl- miðlafrumvarpi voru að blaðaút- gáfa væri leyfisskyld. Síðan vildi forsætisráðherra að aðilum í óskyldum rekstri væri bannað að eiga fjölmiðla. Eftir að í ljós kom að slík lög bitnuðu á útgáfufélagi Morgunblaðsins voru hugmynd- irnar sérsniðnar að Norðurljós- um. Það er beinlínis vandræðalegt að málsmetandi menn reyni að spyrða þetta mál saman við kröf- una um vönduð vinnubrögð, jafn- ræði og sanngjarnar leikreglur. Leikreglur dagsins eru ekki að- eins valdar eftir liðunum á vellin- um heldur því hvort rangt lið er að vinna. Það á að sannfæra þjóð- ina um að guð og djöfullinn takist á. Og helvíti, það eru hinir. Þetta er heilagt stríð háð í blindni. ■ Ósáttur í djúpu lauginni Ekki batnar Birni enn KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON SKRIFAR UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Besta kjarabót okkar ellilífeyris- fólks hin síðari ár er hið lága vöruverð hjá þessum matvöruverslunum. ,, …með allt á einum stað Davíð hefur ekki haft sig frammi í stjórnmálum en var þó talinn vinstri- maður á háskólaárum sínum. ,, SKOÐUN DAGSINS FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ DAGUR B. EGGERTSSON Þetta er grímulaus misbeiting valds. Allir eru hálfgráir í framan. Af undrun eða undirlægju- hætti. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.