Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 50
38 1. maí 2004 LAUGARDAGUR EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Rúmenska stúlkan Nicoleta Daniela Sofronie í keppni á slá í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Amsterdam. Fimleikar hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 1 2 3 4 MAÍ Föstudagur Ottmar Hitzfeld hyggst breyta til: Hættir hjá Bayern 2005 FÓTBOLTI Hinn sigursæli þjálfari Bayern Munchen, Ottmar Hitzfeld, hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta með liðið að afloknu næsta keppnistímabili: „Ég taldi það betra að segja frá þessu strax og ljúka öllum vangaveltum um fram- tíð mína í þessu starfi sem gefið hefur mér svo mikið.“ Hinn 55 ára Hitzfeld tók við stjórn Bayern árið 1998 og hefur á þeim tíma náð frá- bærum árangri með liðið. Á þess- um árum hefur Bayern Munchen orðið Þýskalandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari tvisvar sinnu. Hápunktinum náði liðið fyrir þremur árum þegar meistara- deildarbikarinn kom í hús. Eflaust verður ekki mikið vandamál að fá gott knattspyrnustjórastarf fyrir þennan snjalla þjálfara ætli hann sér á annað borð að halda áfram á þeim vettvangi. ■ Aldrei að segja aldrei aftur Henrik Larsson leikur með Svíum í Evrópumeistarakeppninni í sumar. Gangi allt að óskum ætlar hann að leika með Svíum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. FÓTBOLTI „Ef allt gengur vel held ég áfram þar til þeir henda mér út,“ sagði sænski sóknarmaður- inn Henrik Larsson við Helsing- borgs Dagblad. „Eitt hef ég lært af heimsmeistarakeppninni, það er að segja aldrei aldrei aftur. Allir verða að fá að skipta um skoðun.“ Larsson ákvað að hætta að leika með landsliðinu eftir heims- meistarakeppnina 2002 og hefur hingað til staðist áskoranir um að endurskoða afstöðu sína en á fimmtudag hringdi hann í Lars Lagerbäck þjálfara og sagðist vera til í slaginn. Í vetur skrifuðu 110.000 Svíar undir áskorun til Larsson að leika að nýju með landsliðinu. Á meðal þeirra sem skoruðu á Henke voru Göran Persson forsætisráðherra, Lenn- art Johansson, forseti UEFA, og Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins. Larsson segir að undirskrifta- listinn hafa ekki haft áhrif á ákvörðun sína en þakkar lands- liðsþjálfurunum Lars Lagerbäck og Tommy Söderberg fyrir traustið. „Ég er þakklátur þeim fyrir góð skoðanaskipti. Tommy og Lasse hafa aldrei sett pressu á mig og látið mig um ákvörðunina. Það var eins og að byrja upp á nýtt þegar þeir tóku við lands- liðinu árið 1998. Þeir eiga sinn þátt í því að ég hef náð þetta langt á alþjóðlegum vettvangi. Þeir hafa allan tímann trúað á mig.“ „Ég get ekki gert að því,“ svaraði Larsson þegar hann var spurður hvort eftirvæntingarn- ar til hans gætu orðið of stórar. „Ég veit hvaða kröfur ég geri til sjálfs mín og það er það eina sem ég get haft áhrif á. Þetta snýst ekki bara um mig, allir verða að leggja sitt af mörkum,“ sagði Larsson. Sænski leikmannahópurinn verður tilkynntur á fimmtudag og verður Henke án efa þar á meðal. Svíar leika við Finna í Tampere 28. maí, þremur dögum eftir lokaleik Larsson með Celtic. Síðasti undir- búningsleikur Svía verður í Solna gegn Pólverjum 5. júní, en fyrsti leikur þeirra á EM verður gegn Búlgörum í Lissabon 14. júní. Þar munu Svíar væntanlega tefla fram tveimur af bestu sóknarmönnum Evrópu, Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic. Orð Larssons um að hann muni leika með Svíum í und- ankeppni HM gangi allt að óskum í keppninni í Portúgal í sumar ættu að vekja athygli hér á landi því Íslendingar og Svíar leika á Laug- ardalsvelli 13. október. ■ KÖRFUBOLTI Detroit Pistons er komið áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik en liðið lagði Milwaukee Bucks að velli, 91-77, á heimavelli. Detroit vann því fjóra leiki en Milwaukee einn og þetta einvígi náði aldrei því flugi sem búist var við eftir að Milwaukee vann annan leikinn á heimavelli Detroit. Í næstu umferð mætir liðið New Jersey Nets, ann- að árið í röð en í fyrra tapaði það 4- 0 fyrir þeim og áttu þeir því harma að hefna. Frábær leikur Tayshaun Prince lagði grunninn að sigri Detroit en kappinn skoraði 24 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í úrslitakeppni á sínum ferli. Hann hitti úr 11 af 15 skotum og tók þar að auki níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. „Ég er afslappaður gaur,“ sagði Prince eftir leikinn og bætti við: „Ég er ekki þannig leikmaður sem á góðan leik einn daginn og slæman leik hinn daginn. Ég er afslappaður og þó ég nái einni troðslu þá verð ég ekkert vitlaus yfir því. Ég er yfir- leitt eins alla daga.“ Chauncey Billups skoraði 19 stig og Richard Hamilton 18. Rasheed Wallace lagði sitt af mörkum og gerði 11 stig og reif niður 11 fráköst. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 22 stig, Joe Smith var með 16 og Desmond Mason 14. Keith Van Horn skoraði 11 stig og tók 12 fráköst. ■ …með allt fyrir sumarið ■ ■ SJÓNVARP  11.20 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Englandsmeistara Arsenal og Birmingham City.  13.25 Þýski fótboltinn á RÚV. Bein útsending frá leik Werder Bremen og Hamburger SV í Búndeslígunni.  13.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  13.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Manchester City og Newcastle United.  14.00 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  15.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  15.20 Snjókross á RÚV. Þáttur um kappakstur á vélsleðum.  15.30 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  15.45 Heimsbikarmót á snjó- brettum á RÚV.  16.00 Supercross (Rice-Eccles Stadi- um) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi.  17.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Manchester City og Newcastle United.  19.00 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur þáttur þar sem fjallað verður um allar hliðar hestamennskunnar.  19.25 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Deportivo La Coruna og Real Madrid.  22.05 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni. Á meðal þeirra sem mættust eru milli- vigtarkapparnir Jermain Taylor og Alex Bunema. Tord Grip: Lofar Jon Stead FÓTBOLTI Tord Grip, aðstoðarþjálf- ari enska landsliðsins, telur Jon Stead, David Bentley og James Milner efnilegustu leikmenn Eng- lands. Bentley lék sína fyrstu leiki með Arsenal í vetur, Milner hefur leikið með Leeds síðustu tvær leiktíðir en Blackburn keypti Stead frá Huddersfield á 1,25 milljónir punda í byrjun febrúar. Jon Stead var markahæstur í 3. deild með sextán mörk í 26 leikj- um þegar Blackburn keypti hann. Stead hefur leikið tíu leiki með Blackburn og skorað fimm mikil- væg mörk; sigurmörk gegn Middlesbrough, Fulham og Everton, eitt í sigurleik gegn Aston Villa og eitt í jafnteflisleik gegn Newcastle. ■ BEN WALLACE Treður hér með tilþrifum í leiknum gegn Milwaukee Bucks. Detroit Piston áfram: Prinsinn sá um að afgreiða Milwaukee HENRIK LARSSON Leikur hann á Laugardalsvelli í haust? OTTMAR HITZFELD Í þungum þönkum en komst þó að þeirri niðurstöðu að best væri að hætta sem þjálfari Bayern Munchen eftir næsta keppnistímabil. EnglandsmeistararArsenal hafa að tvennu að keppa í síð- ustu fjórum deildar- leikjum sínum. Arsenal gæti fyrst félaga leikið heila leiktíð án þess að tapa leik og með því að sigra í leikjunum fjórum setur félagið nýtt stigamet í úrvalsdeildinni. Manchester United á stiga- metið en félagið fékk 92 stig í 42 leikjum leiktíðarinnar 1993–1994. Arsenal getur náð 94 stigum í aðeins 38 leikjum. Arsenal leikur við Birmingham á heimavelli í dag og Portsmouth á útivelli á þriðjudag. Um aðra helgi leikur Arsenal við Fulham á Loftus Road og 100. keppnistíma- bili Arsenal í ensku deildakeppn- inni lýkur með heimaleik gegn Leicester laugardaginn 15. maí. ■ ■ Tala dagsins 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.