Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 40
28 1. maí 2004 LAUGARDAGUR
ÞÉTT SETINN BEKKURINN
Oft er þröng á þingi í kirkjum landsins.
Þjóðkirkjan hefur að undanförnu litið í eigin barm og skoðað stöðu sína í samfé-
laginu og afstöðu landsmanna til kirkjunnar. Nú liggja fyrir niðurstöður skoðana-
könnunar Gallups á trúarlífi Íslendinga og reynslu fólks af messunni.
Er líf í kirkjunni?
Um eitt hundrað þúsund Ís-lendingar fara í kirkju,
einu sinni á ári eða oftar, til að
vera við almenna guðsþjónustu.
Um 73 þúsund Íslendingar fara
hins vegar aldrei í kirkju í þeim
erindagjörðum. Og af þessum
eitt hundrað þúsund lands-
mönnum fara tæplega 30 þús-
und einu sinni á ári, önnur tæp
30 þúsund fara í messu tvisvar
til þrisvar á ári, um 24 þúsund
fara fjórum til ellefu sinnum á
ári í messu og um 17 þúsund
fara mánaðarlega eða oftar.
Þessar niðurstöður má lesa
úr nýrri könnun sem Gallup
vann fyrir Kirkjuráð, Guð-
fræðideild HÍ og Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma en
þær voru kynntar á Presta-
stefnu í vikunni.
Í könnuninni var spurt um
messusókn, upplifun af messu,
hvort ræða prestsins skipti
máli og hvort kirkjutónlistin
höfði til fólks. Þá var spurt
hvort bænir hafi verið beðnar
með svarendum þegar þeir
voru börn og hvort bænir voru
kenndar heima hjá þeim í
æsku. Einnig hvort viðkomandi
eða börn hans hafi tekið þátt í
barna- eða æskulýðsstarfi á
vegum kirkjunnar og hvort
þjóðkirkjan eigi að veita öllum
landsmönnum þjónustu, sama
hvar þeir búa á landinu.
Sá fyrirvari er gerður að
svarhlutfall var í lægri kantin-
um og líklegt sé að þeir sem eru
jákvæðir gagnvart trú og trú-
málum hafi fremur tekið þátt
en hinir.
Fólki líður vel í kirkju
Sé litið til upplifunar fólks af
almennum guðsþjónustum kem-
ur í ljós að upplifun mikils
meirihluta er frekar eða mjög
góð. Fáir sögðu upplifun sína
frekar slæma og enn færri
mjög slæma. Yfirgnæfandi
meirihluti svarenda er þeirrar
skoðunar að þjóðkirkjan eigi að
veita öllum landsmönnum þjón-
ustu.
Bænir hafa verið beðnar með
og kenndar börnum á meiri-
hluta íslenskra heimila og stór
hluti landsmanna hefur tekið
þátt í barna- eða æskulýðsstarfi
á vegum kirkjunnar, svo sem
Sunnudagaskóla, kirkjulegu
æskulýðsfélagi, KFUM eða
KFUK.
Mikill meirihluti aðspurðra
sagði ræðu prestsins skipta sig
frekar eða mjög miklu máli en
nokkur munur er á aldurshóp-
um í þeim efnum. Þannig fer
mikilvægi þessa þáttar messu-
haldsins vaxandi eftir því sem
fólk eldist. Tónlistin í guðsþjón-
ustunum höfðar hins vegar
frekar eða mjög vel til yngsta
aldurshópsins, þ.e. 13-17 ára, og
það sama er raunar uppi á ten-
ingnum hjá öllum aldurshópum.
Það er geysimikið líf í
kirkjunni
Hannes Örn Blandon, prófast-
ur og prestur í Laugalandspresta-
kalli, er ánægður með niðurstöður
könnunarinnar. „Það gleður mig
að kirkjusókn fer vax-
andi, ég veit að svo
er. Víða er mjög gott
starf unnið innan
kirkjunnar en eðli þess
er þannig að það fer
að miklu leyti fram í
kyrrþey. Aragrúi
fólks leitar til
prestanna og ann-
ars starfsfólks
með alls konar
erindi.“
H a n n e s
Örn bendir
líka á að í
kirkjun-
um fari
f r a m
margs kon-
ar starfsemi
utan hefð-
b u n d i n n a
guðsþjónusta
og nefnir
menningu og
listir sérstak-
lega. „Það er
geysimikið líf
í kirkjunni.“
Um hinar
t ö l u l e g u
staðreyndir könnunarinnar um
messusókn segir Hannes Örn:
„Þetta er ágætt en auðvitað má
gera miklu betur. Það verður þó
Fótaþvottur
Hann situr einn á bekk til hlið-ar á torginu, órakaður, tötra-
legur og reynir að baka úr sér elli-
hrollinn í síðdegissólinni, ná úr
sér sagganum smognum í lúin
bein úr veggjum íbúðarkytrunnar
sem hann á eða leigir eflaust – það
er nóg af slíku ómannsæmandi
húsnæði hér í grenndinni. Og
styttir sér stundir við að fylgjast
með fólkinu/lífinu í kringum sig.
Þybbin svertingjakona arkar hjá
með innkaupavagn í eftirdragi.
Kannski tekur hann eftir því
hvernig nokkrir dolfallnir blað-
laukar gægjast uppúr kerrunni í
grænni dauðaþögn frammifyrir
æpandi litum blómanna sem vaxa
á dreif um skósíða rauðmussu
konunnar. Og heyrir líka með aug-
unum að það er höfuðklútur henn-
ar sem æpir hæst efst, bundinn
um hrokkið hárið. Eða er öldung-
urinn að fylgjast með arabastrák-
unum sem standa í hnapp við
munna jarðlestastöðvarinnar á
miðju torgi? Þeir stunda samreyk-
ingar. Handrúllaður nagli gengur
ósandi á milli þeirra. Skyldi hann
finna hasslyktina? Þó má vel vera
að hann leggi fremur hlustir við
gítarleiknum og
söngnum sem
ómar um torgið
þrátt fyrir
skvaldur radda
og skruðning í
bílum. Tveir
i n d j á n a l e g i r
drengir á þrí-
tugsaldri sitja á
öðrum bekk og
kroppa hvor í
sinn gítarinn,
syngja saman
suðuramerískan
söng. Og alltum-
kring er allskon-
ar fólk á ferli.
Ég sé að gamli
maðurinn tekur
ekkert eftir mér
þegar ég tylli
mér á bekkinn
hjá honum, kom-
inn niður steinlagðan brattann á
Calle de Santa María/Götu Sankti
Maríu. Ég er bara enn einn út-
lendingurinn. Mér finnst ég finna
saggalykt leggja af honum, þef
gömlunar og gólfkulda, fnyk kola-
eldavélar og klósettleysis. Ég gjói
að honum auga. Hann er áreiðan-
lega gamalgróinn hér í Lavapiés –
eftilvill bara fæddur í þessu fá-
tækasta alþýðuhverfi í miðborg
Madrídar sem er í raun ekki
hverfi heldur bara nokkrar götur,
flestar brekkugötur einsog Sankti
María, margar þröngar, ýmsar
hlykkjóttar, með fleiri gömlum
húsum en nýjum. La Plaza de
Lavapiés, torgið hér við rætur
brattans, er hjarta þess og gefur
þessu ekki-hverfi nafn sem er svo
auðmjúkt og jesúsarlegt að það er
einsog klippt útúr Nýja testa-
mentinu því að Lavapiés útleggst
eiginlega „fótaþvottur“. Þó segja
sumir að það sé komið frá gyðing-
um. Þetta var einu sinni gyðinga-
hverfi borgarinnar og hér munu
þeir hafa þvegið fætur sína. Mér
verður litið á tvær konur sem
leiðast framhjá kápuklæddar;
önnur þeirra, sú eldri, er með höf-
uðklút að hætti múslíma, og mér
flýgur alltíeinu í hug hvort ég
horfi á þær tortryggnum augum.
Svar mitt er nei. En á dögunum
voru nokkrir múslímar, bendlaðir
við tilræðin 11. mars, handteknir
hér í götunum í kring. Og þá flaug
Lavapiés útum allan heim í frétt-
unum. Heimurinn er hinsvegar
þegar fluttur inní Lavapiés, hefur
verið að hreiðra um sig þar síð-
ustu ár og þessi borgarhluti orðið
fjölþjóðlegasta svæði Spánar. Og
það hefur fjörgast; mannlíf,
menningarlíf, næturlíf, jafnvel
efnahagslíf vaknað á ný. Lista-
menn sækja innblástur hingað,
frammúrstefnuhreyfingar meðal
ungs fólks í tónlist eiga sér sama-
staði hér. Barir, krár, veitinga-
staðir eru afdrep á vetrarkvöld-
um en flæða útá götur á heitum
nóttum sumarsins. Hér heyrist
ekki lengur bara spænska með
madrískum tóni heldur með kari-
bísku, perúsku, ekvadorsku,
argentínsku hljómfalli... eða að
klæmst er mismikið á henni með
allskonar ókennilegum útlenskum
hreim. Hér hljóma líka framandi
tungur: arabíska, kínverska,
bangladesska, tyrkneska, svahílí,
ketsjúa og ég veit ekki hvað. Og
þegar ég kom niður Sankti Maríu
tók ég eftir einum indverskum og
öðrum kúrdískum veitingastað.
Þarna var líka kínversk heildsala
og minnsta kosti eitt locutorio, ein
af þessum einkareknu símstöðv-
um sem sprottið hafa upp síðustu
ár í spænskum borgum en þangað
flykkjast innflytjendur að hringja
ódýrt heim eða senda ættingjum
peninga. Fólk af 88 þjóðernum
býr í Lavapiés, 30 prósent íbú-
anna, ef marka má manntal borg-
arinnar. Ofaná þetta bætast síðan
þeir sem ótaldir og óteljanlegir
eru: los sin papeles, þeir pappírs-
lausu.
Tveir lögreglumenn, karl og
kona, eru á ferli á torginu, sé ég.
Já, eftirlit hefur verið aukið eftir
hryðjuverkin en þetta hverfi hefur
óneitanlega orð á sér fyrir götu-
afbrot og svartamarkað. Borgar-
stjóri hægrimanna segir breytingu
hafa orðið á félagslegri uppbygg-
ingu hverfisins, samþætting inn-
fæddra og erlendra brugðist, og
vill átak til að koma í veg fyrir að
fjölþjóðlegt gettó skapist með því
að bæta borgarskipulag, öryggi,
almannatæki og umferð...
Ég stend upp, geng burt. Gamli
maðurinn horfir enn á mannlífið í
þessu ekki-hverfi. ■
…með allt fyrir bragðlaukana
KRISTINN R. ÓLAFSSON
skrifar frá Madríd.
■ Skámánifrá Spáni
FRÁ MADRÍD
Barir, krár, veitingastaðir eru afdrep á vetrarkvöldum en flæða útá götur á heitum nóttum
sumarsins.
„Tveir lög-
reglumenn,
karl og kona,
eru á ferli á
torginu, sé
ég. Já, eftirlit
hefur verið
aukið eftir
hryðjuverkin
en þetta hver-
fi hefur óneit-
anlega orð á
sér fyrir götu-
afbrot og
svartamark-
að.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
KÖNNUNARINNAR
Hversu oft ferð þú til kirkju til að vera
við almenna guðsþjónustu?
Aldrei 43,4%
1 sinni á ári 15,9%
2-3 sinnum á ári 17,4%
4-11 sinnum á ári 13,8%
Mánaðarlega eða oftar 10,0%
Hversu góð eða slæm er upplifun þín
af almennum guðsþjónustum?
Mjög góð 29,6%
Frekar góð 42,8%
Hvorki góð né slæm 17,3%
Frekar slæm 7,5%
Mjög slæm 2,8%
Hversu miklu eða litlu máli skiptir
ræða prestsins þig í almennri guðs-
þjónustu?
Mjög miklu 40,0%
Frekar miklu 34,1%
Hvorki miklu né litlu 6,5%
Frekar litlu 10,5%
Mjög litlu 8,9%
DÓMKIRKJAN Í REYKJAVÍK
Sautján þúsund Íslendingar
fara í messu einu sinni í
mánuði eða oftar.