Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 1 maí 2004 35
Guðjón Davíð Karlsson á
eitt ár eftir af leiklistarnámi
sínu en hefur komið víða
við í leiklistinni. Hann er
sonur biskupsins og segir
leiklistina vera hliðargrein
við prestsstarfið.
istar-
an er
tuleg
skrifaður leikari. „Við fengum til
liðs við okkur leiklistarnema og
settum upp tvær sýningar: Að-
farir að lífi hennar, sem leikhóp-
urinn þýddi sjálfur, og Pentagon,
þar sem sett voru saman fimm
styttri leikrit. Við vildum búa til
pólitísk leikhús og það gekk
svona líka rosalega vel. Ég hafði
rosalega gaman af því en það er
svo þunn lína milli hláturs og
gráturs,“ segir Gói og bætir við:
„Ég lít ekki á mig sem sprellara
þannig séð en ég verð að passa
mig. Ég held að það sé hættulegt
að verða stimplaður. Grease var
hins vegar miklu meira í sviðs-
ljósinu en hin leikritin og oft fá
þannig sýningar meiri kynningu
og grínhlutverkin meiri fókus.
En ég vona að ég fái að glíma við
stórbrotin hlutverk í framtíð-
inni.“
Kollegi presta
Gói kemur úr mikilli presta-
fjölskyldu en faðir hans er Karl
Sigurbjörnsson biskup og afi
Sigurbjörn Einarsson biskup.
Gói segist ekki hafa fundið fyrir
neinni pressu frá þeim um að
hann ætti að feta í fótspor
þeirra. „Ég hugsa að þeir hefðu
samt orðið ánægðir með það ef
ég hefði orðið prestur,“ segir
Gói og hlær. „Málið er hins veg-
ar að þetta er nánast sami
bransi. Prestar eru miklir per-
formerar og verða að setja sig í
hlutverk til að halda geðheilsu.
Ég valdi svona hliðargrein við
prestsstarfið og losna til dæmis
við að skrifa leikritið mitt sjálf-
ur eins og þeir þurfa stundum
að gera. Ég er mjög sáttur við
það. En ég held að við séum
svona hálfkollegar.“
Gói er sem fyrr segir á þriðja
ári af fjórum í leiklist við Lista-
háskólann. Hann er að klára
bóklegu fögin en á næsta ári
tekur Nemendaleikhúsið við. Í
sumar fer Gói með hlutverk
Voffa í Hárinu. „Ég er ofboðs-
lega spenntur fyrir því og um
leið og ég fer í frí frá skólanum
hefjast æfingar. Það er æðisleg-
ur hópur sem kemur þar saman
og mér líst ótrúlega vel á þetta.
Það er valinn maður í hverju
rúmi og þetta verður ábyggilega
rosaleg sýning. Ég er ekki í
nokkrum vafa um það,“ segir
Gói leiklistarnemi að lokum.
kristjan@frettabladid.is
Bruce Willis er búinn að finnasér nýtt starf. Hann er orð-
inn baráttumaður fyrir breytt-
um starfsreglum í ættleiðingar-
málum í Bandaríkjunum. Á
Bandaríkjaþingi er verið að
deila hart um örlög tveggja
milljóna fósturbarna eftir að
upp komst um morð, kynferðis-
lega misnotkun og ofbeldi á
börnum. Á þremur mánuðum
hafa 22 börn verið myrt af fólki
sem tók þau í tímabundið fóstur.
Á síðasta ári kom Bruce Will-
is fram í sjónvarpsauglýsingum
ásamt Lauru Bush forsetafrú og
hvatti fólk til að ættleiða börn.
Þeir sem svöruðu kallinu
komust hins vegar að því að ætt-
leiðingarkerfið í Bandaríkjun-
um er þungt í vöfum og seinlegt
og mun auðveldara er að taka
börn í tímabundið fóstur en að
ættleiða þau. Þetta hafa barna-
níðingar nýtt sér enda er opin-
bert eftirlit með börnunum lítið.
Willis segir að vernda verði
börnin með öllum ráðum og
finna þeim ástrík heimili. Leik-
arinn hefur sett á laggirnar sér-
staka stofnun í þessum tilgangi.
Enginn efast um áhuga Willis á
málinu en sumir telja að þetta
nýja ástríðumál hans sé byrjun
á pólitískum ferli hans. ■
BRUCE WILLIS
Hefur snúið sér að barna-
vernd. Sumir segja að þetta sé
byrjun á pólitískum ferli.
Hetja með hugsjónir:
Willis snýr sér að barnavernd