Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 46
34 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Leiklistarneminn Guðjón Dav-íð Karlsson sló eftirminni- lega í gegn í hlutverki Kela í söngleiknum Grease sem sýnd- ur var í Borgarleikhúsinu fyrir nokkru. Gói, eins og hann er gjarnan kallaður, er á þriðja ári í leiklist við Listaháskóla Ís- lands en hefur komið víða við á leiklistarferli sínum sem er þó bara rétt að byrja. „Ég ákvað að gerast leikari þegar ég var fimm ára en það var aðallega af því að mig lang- aði að vera svo margt. Ég er svo praktískur maður að ég sá það í hendi mér að ef ég yrði leikari gæti ég orðið allt sem mig lang- aði til að vera; lögga og allt það,“ segir Gói hlæjandi og bætir við: „Ástæðan hefur kannski breyst svolítið með árunum. Hún er ekki ennþá sú að mig langi til að vera svo margt en það var svona upphaflega ástæðan.“ Hættuleg baktería Gói lék í skólaleikritum í Austurbæjarskóla en áhuginn á leiklistinni kviknaði fyrir alvöru þegar hann lék í sýningunni Heimur Guðríðar eftir Stein- unni Jóhannesdóttur. „Þar var ég í pínulitlu hlutverki en hjálp- aði til með tæknina og annað. Svo ferðaðist ég með atvinnu- fólkinu um landið og það fannst mér alveg frábært. Þá fann ég að bakterían var orðin hættu- lega sterk og ég sá að ég gæti ekki gert neitt annað en að verða leikari – ég myndi ekki vera í rónni ef ég færi að vinna á einhverri skrifstofu,“ segir Gói, sem lék Sölmund Eyjólfs- son í leikriti Steinunnar. Hann fékk þó ekki að segja eitt auka- tekið orð í sýningunni. „Ég held að ég hafi verið inni á sviðinu í svona 25 sekúndur. Ég var samt alltaf að reyna að draga það – labbaði hægt inn á og aftur hægt út af. Mig langaði alltaf til að segja eitthvað en þorði aldrei. Kannski sem betur fer, það hefði sennilega ekki fallið í góð- an jarðveg.“ Leikhúsið alltaf jafn magnað Gói segist alltaf hafa heillast af leikhúsinu sem áhorfandi. „Þó að ég hafi þreifað á hinum ýmsu embættum leikhússins finnst mér ennþá jafn merkilegt að sitja í salnum, ljósin slokkna, tjaldið er dregið frá og það kviknar þetta líf beint fyrir framan augun á áhorfendum. Þetta er svo mikill töfra- og æv- intýraheimur. Þótt ég þekki all- ar brellurnar finnst mér þetta alltaf jafn magnað. Mér finnst þetta ofboðslega heillandi og vinnan í leikhúsunum er mjög skemmtileg. Ég get ekki hugsað mér betri vinnu.“ Gói lék nokkur smáhlutverk áður en hann fór að læra til leik- listar en hann lék meðal annars í Pétri Pan og Bláa hnettinum í Þjóðleikhúsinu. Hlutverk Kela í Grease var hins vegar fyrsta stóra hlutverkið í atvinnusýn- ingu eftir að hann byrjaði í skól- anum. „Mér fannst Keli vera aðaltöffarinn en mörgum þótti hann svolítill lúði,“ segir Gói. „Ætli ég sé ekki svolítill lúði í mér en er stoltur af því.“ Hættulegt að verða stimplaður Það er afar stutt í grínið hjá Góa og hann hefur stundum ver- ið spurður að því hvort hann ætli sér að verða grínleikari. „Ég hugsa að hlutverkin skiptist jafnt þegar ég lít yfir farinn veg. Síðasta sumar lék ég til dæmis í þremur sýningum en Keli í Grease var eina grínhlutverkið. Hin tvö voru meira að segja svo- lítið mikið dramatísk,“ segir Gói, sem stofnaði leikhópinn Hið lif- andi leikhús í fyrra ásamt Þor- leifi Arnarsyni, sem þá var nýút- …með allt á einum stað Leikl baktería hætt Ég ákvað að verða leikari þegar ég var fimm ára en það var aðal- lega af því að mig langaði að vera svo margt. ,, GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON Góa er margt til lista lagt. Hann leik- ur einnig með hljómsveitinni Hollí- vúdd sem spilar eingöngu íslenska tónlist frá 1983-1995. „Við spilum bara skemmtilegustu lögin og eina hljómsveitin sem gerir það,“ segir Gói, sem er farinn að skipuleggja sveitaballarúntinn í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Þetta er meiriháttar, það er fisk-ur á hjá hverjum veiðimannin- um á fætur öðrum hérna við vatn- ið og þetta eru fallegir fiskar,“ sagði Gunnar Helgason leikari er við hittum hann við Vífilsstaða- vatn í vikunni. Í þann stutta tíma sem við stoppuðum var bullandi veiði í vatninu. „Ég hef aldrei séð annað eins hér við vatnið. Þetta er mokveiði,“ sagði Gunnar og gaf sig á tal við veiðimann, sem var að koma með fallegan silung að landi. Aðeins utar í vatninu voru þrír veiðimenn í hnapp og þeir voru allir með fiska á í einu. Það var fjör. Ragnheiður Thorsteinsson kastaði flugunni fimlega og það voru fiskar að vaka víða um vatn- ið. Skömmu seinna veiddi Ragn- heiður fallegan silung. Veiðin byrjaði í Elliðavatni í morgun og veiðimenn voru mætt- ir snemma á staðinn að renna fyr- ir fiskinn. Veiðin á örugglega eft- ir að vera góð fyrsta daginn, að- stæður eru allavega fínar og oft hefur verið kaldara en nú. Margir veiðimenn hafa fengið far upp að Elliðavatni í vikunni til að kíkja á stöðuna, en það var erfitt að fá ekki að taka eitt og eitt kast. Veiðin hefst líka formlega í Þingvallavatni í dag en þar hafa veiðimenn aðeins verið að taka eitt og eitt kast og einn og einn fisk. ■ VÍFILSSTAÐAVATN Ragnheiður Thorsteinsson í Vífilsstaðavatni í vikunni en skömmu seinna veiddi hún fallegan silung. Fiskur í hverju kasti Elliðavatn opnað í morgun fyrir veiðimönnum. Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. VEIÐIMAÐURINN Veiðimaðurinn kom út í vikunni, málgagn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, og þar er meðal annars að finna viðtal við Bjarna Ómar Ragnarsson, for- mann félagsins, Árna Baldursson hjá Laxá og Þröst Elliðason hjá Strengjum. Risarnir þrír á veiði- leyfamarkaðinum skiptast á skoð- unum og kemur margt merkilegt fram í þessum samræðum, Meðal annars er spurt hvort Stangó sé tímaskekkja og hvort Ísland sé fyrir Íslendinga, svo eitthvað sé tínt til. HÓPFERÐ AÐ LJÓSAVATNI Í dag verður farin hópferð að Ljósa- vatni í Ljósavatnsskarði frá Gróðrarstöðinni á Akureyri klukkan 16. Það eru Rúnar Þór og Guðmundur Ármann sem stjórna ferðinni. Skorað er á félagsmenn í Stangaveiðifélagi Akureyrar að fjölmenna og fá tilsögn frá þeim sem þekkja veiðistaðina í vatninu og vita hvar silungurinn heldur sig. FJÖR VIÐ SOGIÐ Það var fjör við Sogið í vikunni þegar Loop, SVFR og Fluguveiðiskólinn héldu þar námskeið en Klous Frimor frá Loop var leiðbeinandi á námskeiðinu. Námskeiðið þótti takast vel. ■ Veiðifréttir FISKUR Á LAND Málin rædd við Vífilsstaðavatn í vikunni. Fiskurinn kominn á land og nú er spáð í hvað hann tók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.