Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 46

Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 46
34 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Leiklistarneminn Guðjón Dav-íð Karlsson sló eftirminni- lega í gegn í hlutverki Kela í söngleiknum Grease sem sýnd- ur var í Borgarleikhúsinu fyrir nokkru. Gói, eins og hann er gjarnan kallaður, er á þriðja ári í leiklist við Listaháskóla Ís- lands en hefur komið víða við á leiklistarferli sínum sem er þó bara rétt að byrja. „Ég ákvað að gerast leikari þegar ég var fimm ára en það var aðallega af því að mig lang- aði að vera svo margt. Ég er svo praktískur maður að ég sá það í hendi mér að ef ég yrði leikari gæti ég orðið allt sem mig lang- aði til að vera; lögga og allt það,“ segir Gói hlæjandi og bætir við: „Ástæðan hefur kannski breyst svolítið með árunum. Hún er ekki ennþá sú að mig langi til að vera svo margt en það var svona upphaflega ástæðan.“ Hættuleg baktería Gói lék í skólaleikritum í Austurbæjarskóla en áhuginn á leiklistinni kviknaði fyrir alvöru þegar hann lék í sýningunni Heimur Guðríðar eftir Stein- unni Jóhannesdóttur. „Þar var ég í pínulitlu hlutverki en hjálp- aði til með tæknina og annað. Svo ferðaðist ég með atvinnu- fólkinu um landið og það fannst mér alveg frábært. Þá fann ég að bakterían var orðin hættu- lega sterk og ég sá að ég gæti ekki gert neitt annað en að verða leikari – ég myndi ekki vera í rónni ef ég færi að vinna á einhverri skrifstofu,“ segir Gói, sem lék Sölmund Eyjólfs- son í leikriti Steinunnar. Hann fékk þó ekki að segja eitt auka- tekið orð í sýningunni. „Ég held að ég hafi verið inni á sviðinu í svona 25 sekúndur. Ég var samt alltaf að reyna að draga það – labbaði hægt inn á og aftur hægt út af. Mig langaði alltaf til að segja eitthvað en þorði aldrei. Kannski sem betur fer, það hefði sennilega ekki fallið í góð- an jarðveg.“ Leikhúsið alltaf jafn magnað Gói segist alltaf hafa heillast af leikhúsinu sem áhorfandi. „Þó að ég hafi þreifað á hinum ýmsu embættum leikhússins finnst mér ennþá jafn merkilegt að sitja í salnum, ljósin slokkna, tjaldið er dregið frá og það kviknar þetta líf beint fyrir framan augun á áhorfendum. Þetta er svo mikill töfra- og æv- intýraheimur. Þótt ég þekki all- ar brellurnar finnst mér þetta alltaf jafn magnað. Mér finnst þetta ofboðslega heillandi og vinnan í leikhúsunum er mjög skemmtileg. Ég get ekki hugsað mér betri vinnu.“ Gói lék nokkur smáhlutverk áður en hann fór að læra til leik- listar en hann lék meðal annars í Pétri Pan og Bláa hnettinum í Þjóðleikhúsinu. Hlutverk Kela í Grease var hins vegar fyrsta stóra hlutverkið í atvinnusýn- ingu eftir að hann byrjaði í skól- anum. „Mér fannst Keli vera aðaltöffarinn en mörgum þótti hann svolítill lúði,“ segir Gói. „Ætli ég sé ekki svolítill lúði í mér en er stoltur af því.“ Hættulegt að verða stimplaður Það er afar stutt í grínið hjá Góa og hann hefur stundum ver- ið spurður að því hvort hann ætli sér að verða grínleikari. „Ég hugsa að hlutverkin skiptist jafnt þegar ég lít yfir farinn veg. Síðasta sumar lék ég til dæmis í þremur sýningum en Keli í Grease var eina grínhlutverkið. Hin tvö voru meira að segja svo- lítið mikið dramatísk,“ segir Gói, sem stofnaði leikhópinn Hið lif- andi leikhús í fyrra ásamt Þor- leifi Arnarsyni, sem þá var nýút- …með allt á einum stað Leikl baktería hætt Ég ákvað að verða leikari þegar ég var fimm ára en það var aðal- lega af því að mig langaði að vera svo margt. ,, GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON Góa er margt til lista lagt. Hann leik- ur einnig með hljómsveitinni Hollí- vúdd sem spilar eingöngu íslenska tónlist frá 1983-1995. „Við spilum bara skemmtilegustu lögin og eina hljómsveitin sem gerir það,“ segir Gói, sem er farinn að skipuleggja sveitaballarúntinn í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Þetta er meiriháttar, það er fisk-ur á hjá hverjum veiðimannin- um á fætur öðrum hérna við vatn- ið og þetta eru fallegir fiskar,“ sagði Gunnar Helgason leikari er við hittum hann við Vífilsstaða- vatn í vikunni. Í þann stutta tíma sem við stoppuðum var bullandi veiði í vatninu. „Ég hef aldrei séð annað eins hér við vatnið. Þetta er mokveiði,“ sagði Gunnar og gaf sig á tal við veiðimann, sem var að koma með fallegan silung að landi. Aðeins utar í vatninu voru þrír veiðimenn í hnapp og þeir voru allir með fiska á í einu. Það var fjör. Ragnheiður Thorsteinsson kastaði flugunni fimlega og það voru fiskar að vaka víða um vatn- ið. Skömmu seinna veiddi Ragn- heiður fallegan silung. Veiðin byrjaði í Elliðavatni í morgun og veiðimenn voru mætt- ir snemma á staðinn að renna fyr- ir fiskinn. Veiðin á örugglega eft- ir að vera góð fyrsta daginn, að- stæður eru allavega fínar og oft hefur verið kaldara en nú. Margir veiðimenn hafa fengið far upp að Elliðavatni í vikunni til að kíkja á stöðuna, en það var erfitt að fá ekki að taka eitt og eitt kast. Veiðin hefst líka formlega í Þingvallavatni í dag en þar hafa veiðimenn aðeins verið að taka eitt og eitt kast og einn og einn fisk. ■ VÍFILSSTAÐAVATN Ragnheiður Thorsteinsson í Vífilsstaðavatni í vikunni en skömmu seinna veiddi hún fallegan silung. Fiskur í hverju kasti Elliðavatn opnað í morgun fyrir veiðimönnum. Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. VEIÐIMAÐURINN Veiðimaðurinn kom út í vikunni, málgagn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, og þar er meðal annars að finna viðtal við Bjarna Ómar Ragnarsson, for- mann félagsins, Árna Baldursson hjá Laxá og Þröst Elliðason hjá Strengjum. Risarnir þrír á veiði- leyfamarkaðinum skiptast á skoð- unum og kemur margt merkilegt fram í þessum samræðum, Meðal annars er spurt hvort Stangó sé tímaskekkja og hvort Ísland sé fyrir Íslendinga, svo eitthvað sé tínt til. HÓPFERÐ AÐ LJÓSAVATNI Í dag verður farin hópferð að Ljósa- vatni í Ljósavatnsskarði frá Gróðrarstöðinni á Akureyri klukkan 16. Það eru Rúnar Þór og Guðmundur Ármann sem stjórna ferðinni. Skorað er á félagsmenn í Stangaveiðifélagi Akureyrar að fjölmenna og fá tilsögn frá þeim sem þekkja veiðistaðina í vatninu og vita hvar silungurinn heldur sig. FJÖR VIÐ SOGIÐ Það var fjör við Sogið í vikunni þegar Loop, SVFR og Fluguveiðiskólinn héldu þar námskeið en Klous Frimor frá Loop var leiðbeinandi á námskeiðinu. Námskeiðið þótti takast vel. ■ Veiðifréttir FISKUR Á LAND Málin rædd við Vífilsstaðavatn í vikunni. Fiskurinn kominn á land og nú er spáð í hvað hann tók.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.