Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 22

Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 22
Alþjóðafrídagur verkafólksskipar stóran sess í hugum margra. Árið 1889, á þingi evr- ópskra verkalýðsfélaga í París, var samþykkt tillaga um að 1. maí skyldi vera alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu tillög- una fram og beindu þeim tilmæl- um til verkafólks að það nýtti dag- inn til fjöldafunda og berðist fyrir bættum kjörum, þar á meðal átta stunda vinnudegi. Frá árinu 1923 hafa verið gengnar kröfugöngur á Íslandi á 1. maí til að berjast fyrir bættum kjörum en dagurinn varð ekki lög- skipaður frídagur fyrr en árið 1972. Barn síns tíma? Kröfugöngurnar á 1. maí hafa verið misvel sóttar og eru sumir þeirrar skoðunar að þær séu barn síns tíma. Sigurður T. Sigurðsson, fyrrum formaður Verkalýðsfé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði, er þó síður en svo sammála því. „Svo lengi sem ég get hreyft mig mun ég ganga á 1. maí og gera kröfur um betri laun og kjör fyrir þá lægst launuðu – fyrir verkafólkið og það ófaglærða – með rauðan fána og rauða bindið sem ég ber alltaf,“ segir Sigurð- ur. Hann rifjar upp atkvæða- greiðslu sem Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur stóð fyrir á Net- inu um nýgerða kjarasamninga. Aðeins 12% þátttaka var meðal félagsmanna VR. „Ekki þurfti fólkið að fara út þar. Þó nýjasta tækni og vísindi hafi verið lögð til grundvallar að fá upplýsingarnar voru 88% sem tóku ekki þátt. Ég las það líka í fjölmiðlum að Versl- unarmannafélagið hefur miklar áhyggjur af þessu og ætlar að kanna hvað sé hægt að gera. Þannig að gangan á 1. maí; með kröfur og spjöld, fólk að hittast og takast í hendur, hlusta á lúðra- 22 1. maí 2004 LAUGARDAGUR …með allt fyrir sumarið Alþjóðafrídagur verkafólks, 1. maí, er í dag. Sumir eru þeirrar skoðunar að dagurinn sé barn síns tíma. Sigurður T. Sigurðsson er síður en svo sammála því og ætlar í kröfugöngu svo lengi sem hann getur hreyft sig. Atvinna fyrir alla er sígild krafa SIGURÐUR T. SIGURÐSSON Segir að 1. maí gangan sé alls ekki úrelt. 1. MAÍ 2003 Á 1. maí í fyrra barðist fólk einnig fyrir jafnrétti kynjanna og því að Bandaríkjaher færi frá Írak. 1. MAÍ 1973 Það er óhætt að segja að fjölmenni hafi barist fyrir bættum kjörum þann 1. maí árið 1973. Árið áður varð dagurinn lögbundinn frídagur. 1. MAÍ 1983 Endir óðaverðbólgu var eitt helsta baráttumálið árið 1983. 1. MAÍ 1993 Fjölmenni á 1. maí árið 1993 á Lækjartorgi. Svo lengi sem ég get hreyft mig mun ég ganga á 1. maí og gera kröfur um betri laun og kjör fyrir þá lægst launuðu. ,, FÉLAGSMENN KENNARASAMBANDS ÍSLANDS Tökum þátt í 1. maí kröfugöngu og útfundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og INSÍ. Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 13:30. Útifundurinn hefst kl. 14:35. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Aðalræðumenn á fundinum eru: Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar og Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM. Fjölmennum að fundi loknum í 1. maí kaffi Kennarasambandsins í safnaðarheimili Fríkirkjunnar Laufásvegi 13. Finnbogi Sigurðsson formaður FG segir frá kjaraviðræðum grunnskólakennara. Kennarasambandið hvetur félagsmenn sína um allt land til að taka virkan þátt í hátíðahöldunum 1. maí. Kennarasamband Íslands Alþjóðasöngur verkalýðsins - Internationalinn Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök! Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Bræður! Fylkjum liði í dag- Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Internationalinn mun tengja strönd við strönd. Höfundur er Eugén Pottier en Svein- björn Sigurjónsson þýddi sönginn yfir á íslensku. Lagið er eftir Frakkann Pierre Degeyt- er og er frá 1888. 1993 1973 1983 2003

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.