Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 20
Sigurður Líndal segir ástæðu tilað gera alvarlegar athugasemd- ir við fjölmiðlafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, en telur að skýrsla fjölmiðlanefndar menntamálaráðu- neytisins hefði hins vegar getað orðið ágætis umræðugrundvöllur. „Þeir sem hefðu athugasemdir gætu andmælt og menn skipst á skoðunum. Eftir ítarlegar og gagn- legar umræður yrði ákvörðun um lagasetningu síðan tekin. Það segir í athugasemdum við frumvarpið að það sé í samræmi við tillögur nefndarinnar sem menntamálaráð- herra skipaði. En nefndin gerir engar ákveðnar tillögur í skýrslu sinni. Hún reifar ýmis úrræði, nefnir ýmsar leiðir og telur sumar betri en aðrar. Mér sýnist að við gerð frumvarpsins hafi þær tillög- ur sem lengst ganga verið tíndar út og settar í frumvarpið,“ segir Sig- urður. „Nefndin segir á einum stað í skýrslunni að ef horft sé á fjölda miðla og litið fram hjá eignarhaldi hafi þróunin á fjölmiðlamarkaði undanfarin misseri á margan hátt verið jákvæð. Þegar hins vegar vikið er að eignarhaldi er sagt að ástæða sé til að draga í efa að fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði sé nægilega tryggð hér á landi til lengri tíma litið. Ég vek athygli á þessu orðalagi „til lengri tíma lit- ið“. Þarna er ekki verið að segja að hlutirnir séu í ólagi eins og er, þótt mælt sé með því að hamla gegn óæskilegum áhrifum sam- þjöppunar þegar horft sé til fram- tíðar. Í skýrslunni kemur einnig fram að ákveðin stærð sé forsenda þess að ljósvakamiðlar hafi burði til að standa undir innlendri dag- skrárgerð og það skipti máli við eflingu innlendrar menningar sem mótvægi gegn erlendri fjölda- menningu. Sem sagt, ef fyrirtækin verða alltof lítil og vesöl þá bitnar það meðal annars á innlendri dag- skrárgerð.“ Lög sem standast ekki stjórnarskrá Stuðningsmenn frumvarpsins hafa sagt að hvergi í nágrannalönd- um sé jafn mikil samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði og á Íslandi. Sigurður segir þetta vera fráleit rök: „Það er eins og þetta fólk hafi aldrei séð út fyrir fjöruborðið. Þarna er ekki ver- ið að bera saman sambærilega hluti. Við erum í alþjóðlegri samkeppni og þurfum að verja okkar menning- arlegu arfleifð og sækja fram á grundvelli hennar. Ef íslensk fyrir- tæki eiga að geta staðið sig verða þau að vera tiltölulega stór á ís- lenskan mælikvarða og af því leiðir einhverja samþjöppun. Ég er hér um bil viss um að þessi lög standast ekki stjórnar- skrá og eitt ákvæði tel ég ekki standast, bráðabirgðaákvæðið þar sem segir að þeir sem lögin taka til skuli hafa lagað sig að kröfunum um eignarhald innan tveggja ára og þessar kröfur eru nú ekkert smáræði. Útvarpsréttarnefnd skal þá vera heimilt að afturkalla út- varpsleyfi þeirra sem hún telur ekki uppfylla skilyrði laganna. Menn hafa haft þessi leyfi til ákveðins tíma, fimm til sjö ára samkvæmt útvarpslögum. Þessi tími er þarna styttur með mjög hörðum skilyrðum, sem ég efast um að nokkur maður hafi gert ráð fyrir. Þetta er vitaskuld afturvirkt ákvæði og í samræmi við þá skoð- un nefndarinnar að markmiðum beinna reglna um takmarkað eign- arhald verði ekki náð að öllu leyti miðað við aðstæður hér á landi nema reglur séu afturvirkar. Þótt lög séu að formi til framvirk geta þau haft víðtæk afturvirk áhrif og raskað öllum forsendum. Íslenskir dómstólar, mannréttindadómstóll Evrópu og Evrópudómstóllinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það öryggi í atvinnustarfsemi sem bundið sé við réttmætar væntingar njóti stjórnskipulegrar verndar sem eignarréttindi samkvæmt stjórnarskrám og viðauka 1 við mannréttindasáttmála Evrópu. Slík réttindi megi aðeins skerða ef al- mannaheill krefjist, enda sé gætt meðalhófs, þannig að ekki sé geng- ið lengra en þörf krefur. Ég vil sjá framan í þá lögfræðinga sem vilja halda því fram að þetta ákvæði geti staðist stjórnlög. Athygli vekur að útvarpsréttar- nefnd skuli vera „heimilt“ að svip- ta fyrirtæki atvinnuréttindum og ef til vill rústa það á grundvelli ákvæða þar sem mat getur verið teygjanlegt. Þótt slíkan gerning mætti bera undir dómstóla hlyti slíkt að valda verulegri röskun þannig að spyrja má hvort Alþingi hafi ekki framselt þingkjörinni nefnd vald umfram heimildir. Ég dreg raunar í efa að ýmis önnur ákvæði frumvarpsins stand- ist stjórnarskrárákvæði sem vern- da atvinnufrelsi, vernd eignarrétt- ar og tjáningarfrelsi, en það er al- veg augljóst að bráðabirgða- ákvæðið gerir það ekki eins og mál horfa við nú.“ Atlaga að lýðræðinu Heldurðu að frumvarpið sé lagt fram til að koma höggi á Norður- ljós? „Það er erfitt að losa sig við þá hugsun þótt maður vilji helst ekki hugsa hana. Lög á ekki að setja með heift og öfund, heldur með réttvísi og sannindi að leiðarljósi svo að notað sé orðalag úr Jónsbók. Oft hefur undanfarið verið talað um nauðsyn lýðræðislegrar um- ræðu. Mér finnst aðdragandi og efni frumvarpsins og orðræða fylgismanna þess vera það sem þessa dagana kemst næst því að vera atlaga að lýðræðinu. Það eru helstu áhyggjurnar sem ég hef af því nú um stundir.“ Sigurður segist ekki fullkom- lega sannfærður um nauðsyn þess að setja lög um eignarhald á fjöl- miðlum. „Ég virði þau rök að gott sé að hafa einhverja lagaumgjörð en hún á að vera bæði mild og mjúk. Í þessu frumvarpi er gengið alltof langt,“ segir hann, og tekur dæmi af handahófi. „Mjólkursam- salan er markaðsráðandi fyrirtæki og hefur látið sig varða íslenska málrækt. Segjum að ráðamenn Mjólkursamsölunnar fengju þá hugmynd að kaupa hlut í sjón- varpsstöð og vildu um leið beita áhrifum sínum til að styrkja ís- lenskt mál með íslensku dagskrár- efni. Samkvæmt frumvarpinu yrði þetta bannað. Maður getur líka hugsað sér að markaðsráðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu vildi kaupa hlut í sjónvarpsstöð til að styðja gerð landkynningarefnis. Á raunverulega að banna slíkt? Það mætti setja slíkum kaupum tiltekin takmörk.“ Sigurður segist hins vegar ekki sjá betur en að takmarkanir í fyrir- liggjandi frumvarpi séu alltof miklar. „Menn leggja fé í fyrirtæki af ýmsum ástæðum,“ segir Sigurð- ur. „Þeir vilja auðvitað ekki tapa á því en eru kannski ekki sífellt að Til hvers var barist ef við getum nú ekki hreyft okkur fyrir íhlutun og eftirliti Stóra bróður? Eftir alla þá umræðu sem hefur orðið á undanförnum árum um frelsið þá finnst mér einkennilegt að þetta skuli eiga yfir okkur að ganga. Frelsissinnum innan þing- flokksins hefði verið í lófa lagið að stöðva þetta með einu orði – nei. ,, 20 1. maí 2004 LAUGARDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SIGURÐUR LÍNDAL „Í frumvarpinu birtast lögin sem hið háskalega tæki valdsins. En ég held nú samt enn í vonina um að það séu til þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sjái til þess að nafn flokksins verði ekki öfugmæli aldarinnar.“ Sigurður Líndal lagaprófessor gerir alvarlegar athugasemdir við fjölmiðlafrumvarpið, sem hann segir ekki standast stjórnarskrá. Hann undrast samflokksmenn sína í Sjálfstæðisflokknum og segir engu líkara en Karl Marx sé genginn aftur í gjörðum flokksins. Lög á ekki að setja með heift …með allt á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.