Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 6
6 1. maí 2004 LAUGARDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73.74 -0.57%
Sterlingspund 130.69 0.06%
Dönsk króna 11.84 0.48%
Evra 88.08 0.49%
Gengisvísitala krónu 123,96 0,26%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 443
Velta 4.665 milljónir
ICEX-15 2.698 -1,09%
Mestu viðskiptin
Össur hf. 242.319
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 239.386
Landsbanki Íslands hf. 91.555
Mesta hækkun
AFL fjárfestingarfélag hf. 1,69%
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 1,31%
Össur hf. 0,88%
Mesta lækkun
Og fjarskipti hf. -2,37%
Burðarás hf. -1,94%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. -1,91%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ * 10.290,3 0,2%
Nasdaq * 1.936,0 -1,2%
FTSE 4.489,7 -0,7%
DAX 3.985,2 -0,6%
NK50 1.461,3 -0,1%
S&P * 1.112,8 -0,1%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
Veistusvarið?
1Hvaða Evrópuþjóð vann loks sigur íknattspyrnuleik í vikunni eftir 14 ára
bið?
2Hverjir af æðstu mönnum Banda-ríkjastjórnar voru leiddir fyrir
nefndina sem rannsakar hryðjuverkin
11. september 2001?
3Hvaða íslenski stjórnmálamaðursagði í fyrradag að ástin spyrði ekki
um aldur?
Svörin eru á bls. 51
Skurðhjúkrunarfræðingar sömdu:
Helmingi sparnaðar frestað
KJARAMÁL Hjúkrunarfræðingar á
skurðsviði Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss náðu samkomulagi við
stjórnendur spítalans í gær. Upp-
sagnir þeirra 22 af 25 á
skurðsviði, sem taka áttu gildi á
miðnætti í gær, koma því ekki til
framkvæmda.
Að sögn Helgu Kristínar Ein-
arsdóttur, sviðstjóra hjúkrunar á
svæfinga-, gjörgæslu- og skurð-
stofusviði, áttu sparnaðaraðgerð-
ir, sem eru í fjórum liðum, að
koma til framkvæmda nú um
mánaðamótin. Þar var meðal ann-
ars um að ræða breytingar á vökt-
um og vinnutilhögun, sem leiddu
af sér kjaraskerðingar á hjúkrun-
arfræðinganna. Stjórnendur
féllust á að fresta helmingi að-
gerðanna fram yfir sumarleyfi,
þannig að þær kæmu til fram-
kvæmda fyrir árslok. Á þetta
féllust hjúkrunarfræðingarnir.
Helga Kristín sagði, að fyrir
hefði legið neyðaráætlun á
skurðsviði ef uppsagnirnar hefðu
komið til framkvæmda. Sam-
kvæmt henni hefði einungis verið
sinnt bráðaaðgerðum og starf
sviðsins fært strax niður á sum-
aráætlun, mánuði fyrr en fyrir-
hugað hefði verið. En nú væri
starfsemin aftur með eðlilegum
hætti, þannig að neyðaráætlunin
þyrfti ekki að koma til. ■
ALÞINGI Stjórnarandstaðan krafðist
þess að Íraksmálin yrðu sérstaklega
tekin upp á Alþingi og að tildrög
stuðnings við inn-
rásina í Írak yrðu
rannsökuð. Eng-
inn ráðherra og
fáir úr stjórnar-
liðinu voru við-
staddir þegar
rætt var um mál-
ið á Alþingi í gær.
„Við berum
mikla ábyrgð á
innrásinni í Írak.
Aðild okkar olli
miklu ósætti á Al-
þingi og hörð við-
brögð þjóðarinn-
ar. Það á fyrst og
fremst að biðja íslensku þjóðina af-
sökunar á því að okkur hafi verið
blandað inn í þennan hörmulega
hildarleik. Við berum ábyrgð á inn-
rásinni með gjörð ríkisstjórnarinn-
ar og eftirleiknum sem hefur verið
mjög alvarlegur,“ sagði Rannveig
Guðmundsdóttir, Samfylkingunni.
Össur Skarphéðinsson sagði að
ríkisstjórnin hefði, án þess að
spyrja þjóðina og án samráðs við
utanríkismálanefnd, gert Ísland að
beinum þátttakendum í stríðinu í
Írak, með ótvíræðri stuðningsyfir-
lýsingu við innrás bandamanna.
„Þetta er svo alvarlegt mál að
þingið verður að taka það upp.
Þátttaka okkar í innrásinni er
svartasti bletturinn á utanríkis-
stefnu Íslendinga á síðari árum,“
sagði Össur.
Stjórnarandstaðan undirstrik-
aði að ekkert lát væri á hörmuleg-
um fréttum frá Írak og sagði að ut-
anríkismálanefnd Alþingis hlyti að
koma saman við þessar aðstæður
og taka málið fyrir. Uppáskrift
Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar á Íraksstríðð væru ein-
hver hörmulegustu afglöp ís-
lenskra stjórnmála um langt skeið.
„Íslendingar verða að afsala sér
frekari ábyrgð á þessum ósköpum
og þeim hörmungum og lögbrotum
sem þarna fara fram. Það varðar
sóma Alþingis að þvo okkur af þess-
ari óhæfu, eftir því sem kostur er,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon,
Vinstri grænum. Og félagi hans
Ögmundur Jónasson bætti við: „Að-
gerðir bandamanna í Írak minna á
hefndaraðgerðir nasista í síðari
heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði
hann. Einar K. Guðfinnsson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði að þingið hefði
margsinnis haft fullkomið tækifæri
til þess að ræða Íraksmálið, en ekki
gæfist tóm til að ræða það efnislega
að svo stöddu.
bryndis@frettabladid.is
John Demjanuk:
Tapaði
dómsmáli
BANDARÍKIN, AP Svo kann að fara að
John Demjanuk verði vísað frá
Bandaríkjunum. Áfrýjanadómstóll í
Bandaríkjunum staðfesti í gær
fyrri úrskurð dómstóla um að
Demjanuk hefði leynt því að hann
hefði verið fangavörður í fangabúð-
um nasista á tímum síðari heims-
styrjaldar. Hefðu stjórnvöld vitað
af því á sínum tíma hefði honum
verið neitað um ríkisborgararétt.
Ed Nishnic, tengdasonur Demj-
anuks, segir aldur og hrakandi
heilsu Demjanuks þýða að hann þoli
illa að vera vísað úr landi. Málið
kann að fara fyrir hæstarétt Banda-
ríkjanna. ■
MEÐ OG Á MÓTI
Félagar í Likudbandalaginu greiða atkvæði
um áætlunina á morgun, sunnudag.
Ariel Sharon:
Berst fyrir
áætlun sinni
JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels og leiðtogi
Likudbandalagsins, hefur farið
mikinn undanfarna daga til að
tryggja stuðning flokksmanna
sinna við áætlun sína um brott-
hvarf frá Gaza en styrkingu land-
nemabyggða á Vesturbakkanum.
„Ég tel að það leiði til nýrra
kosninga ef áætlunin er ekki sam-
þykkt. Það yrði mjög slæmt fyrir
Ísrael í ljósi efnahagsástandsins,“
sagði Sharon í einu margra sjón-
varpsviðtala sem hann hefur farið
í síðustu daga. Stuðningur við
áætlun hans hefur minnkað mjög,
farið úr 54 prósentum í 40 prósent
á hálfum mánuði. ■
Eddufelli 2,
s. 557 1730
Bæjarlind 6,
s. 554 7030
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N
OPIÐ Í DAG!
1 maí frá kl 10 – 16.
Veitum afslátt af öllum
vörum í tilefni dagsins
T Í S K U V E R S L U N
20%
■ Evrópa
FLEIRI FJÖLDAGRAFIR Ráðamenn
Bosníu-Serba hafa bent nefnd
sem rannsakar fjöldamorðin í
Srebrenica í júgóslavnesku borg-
arastyrjöldinni á sex fjöldagrafir
sem ekki höfðu fundist áður.
■ Evrópa
GRAFIR SVÍVIRTAR Hakakrossar
og nafn Adolfs Hitler voru máluð
á rúmlega hundrað grafir í graf-
reit gyðinga í austurhluta Frakk-
lands á dögunum. Franska stjórn-
in fordæmdi verknaðinn en mikið
hefur verið um glæpi gegn
gyðingum undanfarin ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
SAMKOMULAG
Skurðhjúkrunarfræðingar á Landspítalan-
um og stjórnendur hans náðu í gær sam-
komulagi um framkvæmdatíma sparnaðar-
aðgerða á sviðinu. Boðað verkfall kemur
ekki til framkvæmda.
ÍRAKSMÁL Á ALÞINGI
Stjórnarandstaðan krefst þess að Íraksmálin verði tekin upp á þinginu. „Það á fyrst og
fremst að biðja íslensku þjóðina afsökunar á því að okkur hafi verið blandað inn í þennan
hörmulega hildarleik,“ segir Samfylkingin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Íslendingar
verða að
afsala sér
frekari ábyrgð
á þessum
ósköpum og
þeim hörm-
ungum og
lögbrotum
sem þarna
fara fram.
Íslenska þjóðin verði
beðin afsökunar
Þingmenn stjórnarandstöðunnar krefjast rannsóknar á tildrögum þess að
íslensk stjórnvöld studdu hernaðinn í Írak. Þátttakan í stríðinu er svartasti
bletturinn á utanríkisstefnu Íslendinga, segir Össur Skarphéðinsson.