Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 21
hugsa um hagnaðinn; vilja styðja ákveðin mál. Takmörkin í þessu frumvarpi eru svo mikil að ég sé ekki annað en fjölmiðlafyrirtækin verði í bullandi vandræðum með að fá fé.“ Mikið hefur verið rætt um hætt- una á afskiptum eigenda af fjöl- miðlum. „Ég sé ekki að það eigi að banna eiganda algjörlega að hafa afskipti af fyrirtæki sínu,“ segir Sigurður. „Eigandinn hlýtur að marka einhverja meginstefnu. Ég vil leggja rækt við þjóðerni okkar; ef ég ætti fjölmiðil sem væri meira eða minna á ensku myndi ég krefj- ast breytinga. Ég teldi mig hafa fullt leyfi til þess. Mér dytti hins vegar ekki í hug fara að stjórna umfjöllun frá degi til dags. Þarna verður að greina á milli. Það þarf til dæmis enginn að segja mér að eigendur blaða, eins og Morgun- blaðsins, skipti sér ekkert af meginstefnu þess. Ég hef að vísu engar sannanir fyrir því, en ég trúi því ekki að þeir hafi aldrei gert athugasemdir.“ Marx er ekki dauður Hvað finnst þér um það að það sé eindreginn stuðningur við frum- varpið í ríkisstjórninni? „Mér er það gjörsamlega óskilj- anlegt. Þetta er þvert á stefnu og boðskap Sjálfstæðisflokksins, sér- staklega yngra fólksins. Á sínum tíma var talað um uppreisn frjáls- hyggjunnar og hún talin vænlegust til umbóta í þjóðfélaginu, jafnvel þannig að mér hefur þótt nóg um. En nú er eins og byltingin hafi etið börnin sín. Ég aðhyllist frjáls- hyggju sem meginstefnu með opin- bera aðila til viðstuðnings þegar markaðurinn bregst og eitthvað fer þar úrskeiðis, enda sé gætt hóf- semi um alla íhlutun. En nú hefur frjálshyggjan ummyndast í eins konar miðstýrða eftirlits-frjálshyggju, sem minnir alltof mikið á frelsishugmyndir kommúnista og marxista, þannig að Marx er sannarlega ekki dauður. Hann er sprelllifandi og honum skýtur upp á ólíklegustu stöðum. Frelsishugmyndir marxista snúast um að menn verði að beygja sig undir hina óhjákvæmilegu þróun sem birtist í rétthugsun vald- hafanna sem einir skilja lögmál þróunarinnar og stýra þjóðfélaginu með boðum sem þegnarnir skulu lúta. Við slíkar aðstæður eru um- ræður óþarfar. Lögin verða því ekki til með lýðræðislegri umræðu og málamiðlun þannig að allir eign- ist nokkurn hlut í þeim heldur ein- hliða valdboð. Í frumvarpinu birtast lögin sem hið háskalega tæki valdsins. En ég held nú samt enn í vonina um að það séu til þeir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sem sjái til þess að nafn flokksins verði ekki öfugmæli aldarinnar.“ Íhlutun Stóra bróður Kemur þér á óvart að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra skuli styðja frumvarpið? „Stuðningur hennar kemur mér á óvart og sömuleiðis stuðningur Birgis Ármannssonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar, en þeir hafa verið ákafir talsmenn frelsis. Þetta eru gamlir nemendur mínir en ég veitti þeim enga pólitíska leiðsögn, heldur einungis lögfræðilega, en hér skiptir lögfræðin máli.“ Þú hefur fylgst með pólitískri þróun í gegnum árin. Finnst þér þú vera að sjá eitthvað nýtt í umræðu um þetta frumvarp? „Mér finnst ég fyrst og fremst sjá ótrúlega ósamkvæmni í orðum og athöfnum sjálfstæðismanna á þingi og það kemur mér á óvart hversu rök talsmanna frumvarps- ins eru léttvæg. Ég hefði haldið að innan Sjálfstæðisflokksins yrði meiri andstaða við frumvarpið. Ég veit reyndar að ýmsir sjálfstæðis- menn eru andvígir frumvarpinu og ungir og efnilegir menn hafa ályktað gegn því eins og stjórn Heimdallar. Einnig óháð samtök eins og Frjálshyggjufélagið og Deiglumenn. En ég er hræddur um að ekkert verði hlustað á þá og menn láti þetta ganga þegjandi yfir sig. Í Sjálfstæðisflokknum hafa menn talað fyrir markaðsfrelsi, viljað takmarka ríkisvaldið og talið að það væri óæskilegt þó það sé ill nauðsyn. Nú virðist sem menn vilji skipta út einkavæðingu fyrir mið- stýringaráráttu og eftirlitsþjóð- félag. Þá spyr ég: Til hvers var barist ef við getum nú ekki hreyft okkur fyrir íhlutun og eftirliti Stóra bróður? Eftir alla þá umræðu sem hefur orðið á undanförnum árum um frelsið þá finnst mér ein- kennilegt að þetta skuli eiga yfir okkur að ganga. Frelsissinnum inn- an þingflokksins hefði verið í lófa lagið að stöðva þetta með einu orði – nei. En málið hefur ef till verið lagt þannig fyrir að mönnum hafi verið gert þetta erfitt. Illt væri ef málið hefði verið persónugert.“ „Liði verr ef ég þegði“ Sigurður hefur ætíð verið opin- skár í skoðunum og segist vera óhræddur við það. „Ég er ekki gefinn fyrir að birta yfirlýsingar eða játningar ótilkvaddur. En ef ég er spurður þá svara ég og segi skoðun mína. Er ekki tjáningar- frelsi verndað í stjórnarskrá? Ég veit ekki við hvað menn eru hræddir ef þeir telja sig eftir bestu vitund fara með rétt mál. Mér mundi líða miklu verr ef ég þegði. Á árum áður barðist ég gegn Kanasjónvarpinu. Þá var ég kallaður kommúnisti. Seinna gagnrýndi ég verkalýðshreyfing- una og lýsti þeirri skoðun minni að verkföll væru farin að snúast gegn launþegum og stuðluðu að misrétti þar sem tilteknir hópar gætu þrýst á kauphækkanir sem aðrir hópar gætu ekki. Þá komust menn að þeirri niðurstöðu að ég væri fasisti og var í ónáð hjá verkalýðshreyfingunni árum saman. Ég hef reynt að skrifa fræðilega um stjórn fiskveiða og verið kallaður talsmaður sér- réttinda og ranglætis. Ég gagn- rýndi nýlega skipun hæstaréttar- dómara og taldi þar ekki vera rétt að málum staðið. Mér var það ekki ljúft, enda átti ég síst af öllu eitt- hvað sökótt við þann sem skipað- ur var. Ég gagnrýndi ranga ákvörðun og ótilhlýðilega með- ferð valds; um það snerist málið. Ég geri enga athugasemd við það að menn séu ósammála mér, en ég fer fram á að menn beri fram viðunandi röksemdir. Minn ágæti fjarskyldi frændi, Davíð Oddsson, hefur sagt að hann hafi ekki alltaf verið sammála lögskýringum mínum. Það er í góðu lagi og vel má vera að hann hafi rétt fyrir sér.“ Nú segja fjölmargir andstæð- ingar frumvarpsins að Davíð sé með því að ná sér niðri á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og þeim fjöl- miðlum sem hann á í? „Ég vil ekki ræða þetta mál á grundvelli vildar eða óvildar.“ Hvar stendur þú í pólitík? „Ég hef alltaf verið sjálfstæð- ismaður – aðhyllst sem mest frelsi með félagslegu ívafi, en það reynir óneitanlega á mann þessa síðustu daga. Einu sinni var kjör- orð sjálfstæðismanna: „Gjör rétt, þol ei órétt“. Ég heyri það ekki oft núna.“ kolla@frettabladid.is LAUGARDAGUR 1. maí 2004 21 ATLAGA AÐ LÝÐRÆÐINU „Oft hefur undanfarið verið talað um nauðsyn lýðræðislegrar umræðu. Mér finnst aðdragandi og efni frumvarpsins og orðræða fylgismanna þess vera það sem þessa dagana kemst næst því að vera atlaga að lýðræðinu. Það eru helstu áhyggjurnar sem ég hef af því nú um stundir.“ Ég hef alltaf verið sjálfstæðismaður - aðhyllst sem mest frelsi með félagslegu ívafi, en það reynir óneitanlega á mann þessa síðustu daga. Einu sinni var kjörorð sjálf- stæðismanna: „Gjör rétt, þol ei órétt“ Ég heyri það ekki oft núna. ,, Lög á ekki að setja með heift og öfund, heldur með réttvísi og sannindi að leiðarljósi svo að notað sé orðalag úr Jónsbók. Oft hefur undan- farið verið talað um nauð- syn lýðræðislegrar umræðu. Mér finnst aðdragandi og efni frumvarpsins og orð- ræða fylgismanna þess vera það sem þessa dagana kemst næst því að vera at- laga að lýðræðinu. Það eru helstu áhyggjurnar sem ég hef af því nú um stundir. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.