Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 19

Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 19
19LAUGARDAGUR 1. maí 2004 Síðasta vika var býsna annasömþví ég þurfti að skila Mannlífi upp í prentsmiðju en næsta blaði fylgir ekki bara aukablað um ferðalög heldur líka plakat með fáklæddum PoppTíví-strákum í heldur spaugilegum, en karl- mannlegum, aðstæðum. Það fer þessum strákum mun betur en mann gæti grunað að liggja á gæru,“ segir Gerður Kristný, rit- höfundur og ritstjóri Mannlífs. „Síðan þurfti ég að skila Silju Aðalsteinsdóttur grein í næsta Tímarit Máls og menningar um áhuga Halldórs Laxness á svipum. Ólíkt PoppTíví-bræðrum lá hann aldrei á gæru svo vitað sé en drakk mikinn ógeðsdrykk, að honum fannst, í Kaupmannahöfn árið 1917 þegar gestgjafar hans, Schauermann-hjónin, buðu honum upp á snafs. Þessa viku fylgdist ég síðan með eiginmanninum mála baðher- bergið því við vorum að láta skipta um klósett hjá okkur og notuðum tækifærið til að flikka aðeins upp á þessa vistarveru. Það var varla hægt að bjóða gestum lengur upp á þá kúnst sem þurfti að hafa tök á til að geta sturtað niður úr gamla klósettinu. Bað- herbergið verður að vera tilbúið í dag því í kvöld er partí í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því fyrsta bókin mín kom út, ljóða- bókin Ísfrétt. Fjölda manns hefur verið boðið heim til mín á Sól- vallagötuna og þarna verða vinir og kunningjar bæði úr bóka- og blaðabransanum. Vafalítið verður mikið fjör og ég vona að fólk eigi eftir að veita því athygli hvað bað- herbergið er listavel málað.“ ■ Vikan sem var GERÐUR KRISTNÝ ■ hafði í mörgu að snúast í vikunni sem var í meira lagi annasöm. Tíu ára ljóðaafmæli INGIMUNDUR SVEINN PÉTURSSON Formaður Félags einstæðra foreldra segir að mæður ófeðraðra barna og mæður þeirra barna sem faðirinn sýnir engan áhuga á – eigi að fá að taka þá þrjá mánuði sem feður hafa rétt á í feðraorlof. Hver? Metnaðargjarn, ungur og efnilegur drengur. Hvar? Í vinnunni. Hvaðan? Úr Grafarvogi í Reykjavík. Hvað? Ég fer nú bara í sveitina með stráknum mínum eða eitthvað annað skemmti- legt. Hvernig? Með útiveru og leikjum. Hvers vegna? Til að halda mér og honum upp- teknum. Hvenær? Þegar er frí í leikskólanum og um helgar. ■ Persónan GERÐUR KRISTNÝ Í síðustu viku skilaði hún Mannlífi upp í prentsmiðju og lauk við grein í næsta Tímarit Máls og menningar. RAY PARKER JR Söngvarinn sem er helst frægur fyrir titillag kvikmyndarinnar Ghostbusters er 50 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.