Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 14

Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 14
Hryðjuverkastarfsemi, hefnd- arráð. Þetta eru upprunalega að mestu gyðingleg og kristin fyrirbrigði sem beita sér í nafni réttlætis og sannfæringar. Hún er venjulega byggð á þeirri for- sendu að aðrir, ekki maður sjálf- ur, kúgi og fari með rangindi. Gegn þeim verður hið góða að verja sig þótt slíkt kunni að valda meiri voðaverkum en kúg- arinn. Í heiminum sprettur oft upp trú á nauðsyn hryðjuverka. Þannig trú er skyld dulhyggju og þess vegna eru hryðjuverka- menn á vissan hátt dulhyggju- menn. Til eru alls konar hryðjuverk. Þau voru algengust í Evrópu við lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu en breiddust út til annarra landa og trúar- svæða með evrópskri hugsun um réttlæti og hvernig skjótast sé að binda enda á kúgun. Stjórn- leysingjar gripu oft til þeirra. Ein kenning þeirra var sú að hægt væri að stöðva valdníðslu með því að myrða einræðisherra, konunga eða keisara. Við dauða þeirra átti óðar að opnast leið til frelsis þjóða svo almenningur nyti réttlætis. Í áratugi var þjóð- höfðingi hvergi óhultur fyrir hryðjuverkamönnum. Margir voru myrtir. Ef alþýðan lést um leið var það henni sjálfri að kenna vegna þess að hún fagnaði yfir sig hrifin að sjá kúgara sína aka í skrautvögnum um götur borga. Margar þjóðir hafa hlotið sjálfstæði með því að beita hryðjuverkum. Nærtækasta dæmið er Ísrael, þegar gyðingar drápu í einu lagi alla herstjórn Breta. Í sigurvímunni vísuðu þeir úr „landinu helga“ stórum hluta þjóðar sem hafði búið þar um aldir, lengur en aðfluttir gyð- ingar. Hinir brottreknu eru kall- aðir Palestínumenn í hálfrar aldar útlegð sem engin þjóð hef- ur þurft að þola lengur nema sú sem gerði þá landræka. Af þessu er hægt að álykta að svipuð reynsla auðgi ekki skilning milli þjóða fyrst hin áður ofsótta beit- ir að fengnu frelsi aðra sömu kúgun og hún þurfti sjálf að þola. Fyrir bragðið hefur virðingar- leysi kristinna manna og gyðinga fyrir aröbum sáð því hatri sem varð alþjóðlegt þegar Bandaríkin ákváðu að leysa með sínum hætti Írak undan oki einræðis. Þannig varð til ný tegund af hryðju- verkastarfsemi sem heimurinn hafði ekki þekkt áður. Helsta einkenni hryðjuverka- manna er að þeir ætla að verja eigið líf og þjóðar sinnar á þann hátt að binda enda á líf annarra – hinna óréttlátu. Fáa langar að deyja fyrir málstaðinn heldur lifa fyrir hugsjón sína. Þó eru til undantekningar. Leiðtoga dökkra í Bandaríkjunum er talið til hróss að hafa dáið fyrir eigin málstað, kynbræðra og systra. Þetta er kristilegt og talið tryggja orðstír hans um aldir alda. Íslam á ekkert slíkt í trúarbók sinni. Að beita hryðjuverkum er því ekki á vegum Kóransins held- ur hafa einkum arabar sem hafa búið í Evrópu tekið upp dyggð píslarvættis, þótt þeir viti að eft- ir dauðann muni þeir ekki lifa áfram hér á jörð í venjulegum mannanöfnum með sama hætti og hinir helgu píslarvottar kri- stinnar trúar. Nöfn þeirra verða ekki skrifuð á blöð trúarsögu múslima. Mörgum er líka sama hvort þeir farast við að koma fram hugmyndum sínum um réttlæti. Þannig rugla þeir saman í hefndinni kristinni trú og sinni. Hún býður að virða skuli mann- inn sem líkamlega veru en verð- skulda hann látinn. Bandaríska „forvarnarstarf- ið“ á sviði lýðræðis í Írak hefur afskræmt heiminn og trúar- brögðin, vakið nýja tegund af hryðjuverkadulúð og gert hana alþjóðlega. Enginn er hvergi óhultur eftir að íslam varð trú hinna svívirtu. Hún breiðist út hraðar en nokkur önnur trúar- brögð, enda í eðli sínu hrein og bein, auðskilin og samkvæm sjálfri sér. Önnur trúarbrögð eru það ekki lengur, heldur hvorki með sérstakt bragð né lit, orðin amerískt glundur sem hef- ur límst eins og slý á málbeinið í tæknivæddum en linum neytendum. ■ Þ eir Sveppi og Auddi í 70 mínútum á Popptíví hafa þaðfyrir sið að bjóða gestum sínum upp á ógeðisdrykk. Þaðhafa þeir gert í nokkur ár og nær þessi siður því aftur fyrir núverandi eignarhald á Norðurljósum – svo það sé tekið fram – og tengist því ekki. Ógeðisdrykkur þeirra félaga er sett- ur saman úr ýmsu ágætu hráefni en í óvenjulegu samhengi. Þeir félagar blanda þannig saman safa úr aspasdós við sinnep og sardínur, ólífuolíu og bláberjaskyr. Allt er þetta ágætt í sjálf- u sér eða með viðeigandi hráefni en afleitt þegar það kemur saman. En gestirnir þeirra Sveppa og Audda láta sig samt hafa það og ná flestir að þamba eitt glas eða svo af ógeðisdrykknum. Fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar er svona ógeðis- drykkur. Það samanstendur af ákvæðum sem ýmist má finna í lögum annarra landa eða minna á ákvæði í lagaumhverfi ann- arra landa. Í Danmörku er þannig til ákvæði sem takmarka eign markaðsráðandi fyrirtækja að útvarpsfyrirtækjum við 25 prósent. Í frumvarpi Davíð er þetta sterkara; þar er mark- aðsráðandi fyrirtækjum alfarið bannað að eiga nokkuð í út- varpsfyrirtækjum. Það sama á reyndar við fyrirtæki og ein- staklinga sem eru í einhverjum tengslum við markaðsráðandi fyrirtæki – jafnvel mjög veikum og óljósum tengslum. Í frum- varpinu er ákvæði um bann við gagnkvæmum eignatengslum milli prentmiðla og útvarpsrekstrar. Slíkt þekkist í lögum ein- stakra landa en sjaldnast sem algjört og afgerandi bann. Í Noregi eru svona eignatengsl takmörkuð við tiltekna mark- aðshlutdeild beggja megin og í Frakklandi getur sama fyrir- tækið rekið dagblað og sjónvarpsstöð en má þá ekki reka út- varpsstöð. Í þeim löndum þar sem einhverjar svona takmark- anir eru til á annað borð eru þær hluti af víðtækari lögum og því í eðlilegra samhengi en í frumvarpi Davíðs. Þar er sterkasta bragðefninu úr mismunandi áttum steypt í mat- vinnsluvélina og hristur saman hálfgerður óskapnaður; ógeðisdrykkur. Enda er ráðherrum og þingmönnum ekki ætlað að kyngja frumvarpinu vegna þess að innihald þess sé hollt, gott eða heilnæmt. Markmiðið virðist vera svipað og hjá Sveppa og Audda. Davíð vill fá ráðherra og þingmenn til að kyngja ógeðisdrykknum af því hann getur það – alveg eins og Sveppi og Auddi. Það er þrautin sem gestir þeirra verða að yfirstíga til að komast í sjónvarp. Og það er þrautin sem ráðherrar og þingmenn verða að þreyta ef þeir vilja hanga í ríkisstjórn eða eiga von um frama í Sjálfstæðisflokknum. Það má hafa nokkra skemmtun af ógeðisdrykk þeirra Sveppa og Audda. Það er hins vegar afar ógeðfellt að fylgjast með ráðherrum og þingmönnum kyngja ógeðisdrykk Davíðs. Flestir gera það þvert á hugmyndir sínar um frelsi í viðskipt- um og virðingu fyrir grundvallarreglum samfélagsins. Það má brosa að mönnum sem kyngja drykk sem þeim finnst vondur. En fátt er sorglegra en að sjá fólki þröngvað til að kyngja skoðunum sínum og lífssýn. ■ 1. maí 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Takmarkandi ákvæðum úr ólíkum áttum steypt saman í fjölmiðlafrumvarpinu. Ógeðisdrykkur Hryðjuverk og trúarbrögð ORÐRÉTT Svona gera menn ekki á Íslandi Norski menntamálaráðherrann, Valgard Svarstad Haugland, kynnti hugmyndir ríkisstjórnar- innar [um breytingar á eignar- haldi fjölmiðla] formlega í janú- ar og hefur síðan staðið yfir formlegt samráðsferli með hagsmunaaðilum, og hafa þeir fengið að koma að sínum sjónarmiðum. Morgunblaðið um vinnubrögð norskra stjórnvalda vegna fyrirhug- aðrar lagasetningar um eignarhald á fjölmiðlum. Hér á landi var ekkert samráð, hvorki formlegt né óform- legt, haft við eigendur og starfsmenn fjölmiðla þegar frumvarp forsætis- ráðherra var undirbúið. Morgunblaðið 29. apríl. Þjóðinni nóg boðið? Nú held ég að hljóti að vera komið að leiðarlokum með Davíð Oddsson og íslensku þjóðinni. Sjálfstæðismaður sem ég hitti á förnum vegi sagði að flokkurinn þyrfti að gera eins og breska íhaldið þegar Marg- aret Thatcher skrapp til París- ar 1990. Hirðin kringum hana tók sig einfaldlega til og setti hana af meðan hún var í burtu. Egill Helgason spáir því að stjórn- málaferill Davíðs Oddssonar sé brátt á enda. DV 30. apríl. Nefndin gufuð upp? Dæmigert er fyrir huldutilveru útvarpsréttarnefndar að vara- manni í nefndinni eins og mér, hefur ekki tekist að ná sam- bandi við hana sem stjórnvald í þessari viku. Og nýjasta skýrsl- an á heimasíðu hennar er [...] sjö ára gömul. Einar Karl Haraldsson segir frá leit sinni að útvarpsréttarnefnd sem fer með úthlutun starfsleyfa til ljósvaka- miðla. Viðskiptablaðið 30. apríl. Davíð Oddsson? Er farinn að einangrast innan stjórnarflokksins. Fyrirsögn fréttar þar sem sagt er frá vaxandi óánægju með forsætis- ráðherra, nei ekki Íslands heldur Bretlands. Morgunblaðið 30. apríl FRÁ DEGI TIL DAGS Það má hafa nokkra skemmtun af ógeðisdrykk þeirra Sveppa og Audda. Það er hins vegar afar ógeðfellt að fylgjast með ráðherrum og þingmönnum kyngja ógeðisdrykk Davíðs. ,, Engar umræður Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í viðtali á útvarpi Sögu að svo væri komið að stjórnmálamenn taki sjaldan þátt í póli- tískri umræðu. Hann sagði heyra til undan- tekninga ef pólitík er rædd á þingflokks- fundum. Þingmenn séu almennt ragir við að tjá skoðanir sín- ar og kjósi þess vegna frekar að þegja en koma sér í vanda. Ólík vinnubrögð Morgunblaðið segir frá því á fimmtu- daginn að Norðmenn séu að endur- skoða reglur um eignarhald fjölmiðla. Lýsir blaðið vinnubrögðum stjórnvalda og eru þau æði ólík því sem hér tíðkast. Fram kemur að frá því í janúar hai staðið yfir „formlegt samráðsferli með hagsmunaaðilum og hafa þeir fengið að koma sínum sjónar- miðum á framfæri“. Hér á landi hefur hvorki verið talað við eig- endur eða starfsmenn fjöl- miðlanna. Beiðni um samráð hefur algerlega verið hundsað. Í samanburði við Noreg mætti halda að á Íslandi ríkti neyðarástand sem bregðast þyrfti við án tafar. Kosningaslagur í Samfylkingunni Klukkan tifar og styttist í boðað uppgjör í Samfylkingunni. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir er komin heim eftir námið í Lund- únum. Hún hefur sést í fjölmiðlum af og til, en það er ekkert á við keppinautinn og núverandi formann Össur Skarphéð- insson. Hann virðist haldinn meiri krafti en oftast áður. Hvort það er vegna þess að hann er byrjaður keppnina um formanns- stólinn eða hvort það eru hin fjölmörgu deilumál sem ráða er óvíst. Innan Sam- fylkingarinnar segjast flokks- menn finna meðbyr og gust frá formanninum. Sumir vilja stíga vægar til jarðar og þakka ríkisstjórn- inni aukið fylgi flokksins. degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG HRYÐJUVERK GUÐBERGUR BERGSSON „Bandaríska „for varnarstarfið“ á sviði lýðræðis í Írak hefur afskræmt heiminn og trúarbrögðin, vakið nýja tegund af hryðjuverkadulúð og gert hana alþjóðlega. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.