Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 1. maí 2004 23
Sendum félagsmönnum
heillaóskir í tilefni af
1. maí,
alþjóðlegum baráttudegi verkafólks
Verkalýðsfélagið Hlíf
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur
ATVINNA
FYRIR ALLA
Félag iðn- og tæknigreina, Félag járniðnaðar-
manna og Trésmiðafélag Reykjavíkur hvetja
félagsmenn sína til þátttöku í kröfugöngu
dagsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi
verkalýðsins 1. maí.
1.MAÍ KAFFI
Að loknum útifundi er félagsmönnum og
fjölskyldum þeirra boðið í
1. maí kaffi í AKOGES-salnum Sóltúni 3.
Félagar fjölmennum
Félag iðn- og tæknigreina
Félag járniðnaðarmanna
Trésmiðafélag Reykjavíkur
sveit spila baráttusöngva, er alls
ekki úrelt,“ segir Sigurður.
Aldrei hörgull á fólki
Gamli verkalýðsforinginn seg-
ir að það fari talsvert eftir veðri
hvernig þátttakan í 1. maí göng-
unni í Hafnarfirði er. „En það má
segja að það hafi fækkað hlut-
fallslega miðað við það sem var.
Fyrsta gangan í Hafnarfirði var
árið 1947 og það hefur fækkað síð-
an þá. En það eru um 200 manns í
göngunni nú og það kalla ég
ágætt. Við erum líka með tugi
spjalda og fána, þann íslenska og
rauða, og það er aldrei hörgull á
fólki að taka við,“ segir Sigurður,
sem tekur alltaf þátt í göngunni
þegar hann er á landinu.
Sömu kröfur
Sigurður segir að þær kröfur
sem barist var fyrir fyrstu árin
hafi aldrei fallið úr gildi. „Helsta
krafan í fyrstu var útrýming á at-
vinnuleysi og því var aldrei út-
rýmt. Atvinnuleysi hefur minnk-
að miðað við það sem var á ára-
tugnum 1930-1940 en nú virðist
það vera að koma aftur og vera
landlægt. Í dag eru til dæmis yfir
fimm þúsund manns atvinnulaus-
ir á öllu landinu og það er allt of
mikið þegar verið er að eyða tug-
um og hundruðum milljarða í það
sem á að bæta atvinnu í landinu.
Atvinna fyrir alla er sígild krafa.
Ég vil líka benda á kröfu sem er
jafn sígild nú og hún var í byrjun
síðustu aldar. Það er jafnrétti og
þar á ég við jafnrétti í launum
meira en jafnrétti á milli kynj-
anna. Það er skömm að því að
jafnrétti kynjanna sé ekki komið
lengra á veg en það þarf líka jafn-
rétti í kjörum fyrir þá lægra laun-
uðu eins og þá hærra launuðu,“
segir Sigurður og bætir við að
kröfurnar séu samt mun fleiri.
Lágmarksmannréttindi
hvernig sem viðrar
Sigurður segir erfitt að meta
hvort kröfurnar á 1. maí hafi skil-
að einhverju í verkalýðsbarátt-
unni. „Ef það er spurt beint um
krónur og aura er svarið nei. En
þær skila því að maður hittir félag-
ana og við samsömum okkur
meira. Við finnum þannig hvert
fyrir öðru og ég tala ekki um þeg-
ar það er góð mæting. Það eflir
samhuginn,“ segir Sigurður, sem
ætlar ekki að láta sig vanta í kröfu-
gönguna á 1. maí í ár. „Hvernig
sem viðrar mun ég fara út og
krefjast lágmarksmannréttinda.“
kristjan@frettabladid.is
1. MAÍ 1963
Fyrsta maí göngur hafa verið gengnar síðan 1923 á Íslandi.
1. maí
Á 1. maí gengur launafólk undir rauð-
um fána og leikinn er alþjóðasöngur
verkalýðsins, Internationalinn, sem oft
kallast Nallinn. Sumir hugsa aðallega
um Sovétríkin sálugu og alræðisvald
kommúnistastjórna þegar þeir sjá fán-
ann og heyra sönginn. En uppruna-
lega merking þessara tákna er fyrst og
fremst krafa um breytingar og réttlát-
ara þjóðfélag. Rauði liturinn á fána
verkalýðshreyfingarinnar táknar upp-
reisn gegn ranglæti. Hann þýðir að nú
sé nóg komið, auk þess sem hann
táknar dagrenninguna.
1963