Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 2
2 27. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR „Jú ef hann er með þessa linsu í dómarahlutverkinu þá er maður feginn.“ Gunnlaugur Jónsson er fyrirliði meistaraflokks ÍA. Ljósmyndari Fréttablaðsins náði tveimur myndum af honum að toga í peysu andstæðinga inni í víta- teig í leik í fyrradag en ekkert var dæmt. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari er einnig alþjóðlegur knattspyrnudómari. SPURNING DAGSINS Gunnlaugur, ertu ekki feginn að ljós- myndari Fréttablaðsins var ekki að dæma? STRAND Hernes, 5000 tonna flutn- ingaskip, strandaði rétt fyrir utan innsiglinguna í Þorlákshöfn upp úr hádegi í gær. Sautján skipverj- ar voru um borð en skipið, sem var fullhlaðið vikri, var á útleið til Álaborgar þegar atvikið átti sér stað. Ekki var talin hætta á ferð- um þar sem skipið tók niðri á sandhrygg við innsiglinguna og skorðaði sig þar af. Það var hins vegar að fjara út þegar það strandaði og því ekki von á að það væri hægt að losa það fyrr en á flóði um kvöldið. Þyrla landhelg- isgæslunnar var sett í viðbragðs- stöðu og varðskipið Týr sent til aðstoðar. Guðmundur Ágeirsson, stjórnarformaður Nesskipa sem gerir Hernes út, var ekki áhyggjufullur þar sem engar s k e m m d i r urðu á skip- inu og búist var við að það k æ m i s t klakklaust af s t r a n d s t a ð . „Það voru ef til vill mistök hjá þeim að fara út eftir að það byrj- aði að fjara,“ sagði hann. I n d r i ð i Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, segir að skipið hafi farið örlítið af leið þegar það sigldi út. Hann bendir á að framburður úr Ölfusá berist í innsiglinguna svo reglulega þurfi að dæla sandi úr höfninni. „Skip hafa tekið niður áður en ekki stoppað hingað til. Það má vera að framkvæmdir við nýjan varnar- garð hafi haft áhrif sem við gerð- um ekki ráð fyrir.“ Vonast var til að Hernes myndi losna af strand- stað fyrir miðnætti. Varðskipið Týr kom tóg í skip- ið um áttaleytið, en þegar leið á kvöldið fór sjórinn að ýta Hernes í átt að nýja varnargarðinum. Ind- riði sagði útlitið ekki gott þegar blaðið fór í prentun og hætta væri á að skipið myndi skemmast færi það á varnargarðinn. Hann sagði þó skipverja ekki í hættu og von- aðist til að varðskipinu tækist að draga það á flot. ■ bergsteinn@frettabladid.is Rúmlega sextíu mál bíða afgreiðslu Alþingis sem lýkur störfum á næstu dögum: Stjórnin fellur frá áminn- ingarfrumvarpinu ÞINGLOK Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur á að þinginu ljúki fyrir vikulok. Ljóst var á fundi formanna flokkanna að ríkis- stjórnin er reiðubúin að falla frá því að knýja fram frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna. Engir samningar um þinglok hafa verið gerðir en Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir lík- urnar um fimmtíu prósent á þess- ari stundu. Guðmundur Árni Stefánsson, forseti Alþingis í fjarveru Hall- dórs Blöndals, segir 56 mál bíða afgreiðslu þingsins. Hann fundaði með formönnunum síðdegis í gær til að koma skipulagi á störfin á lokadögum þingsins. Þar segir hann hafa verið rætt um hvaða mál yrðu látin bíða en samkomu- lag hafi ekki náðst. Því sé ekki ljóst hvenær þinginu ljúki. „Ann- aðhvort verður gert hlé á þinginu á laugardaginn eða menn hittast aftur á þriðjudaginn og halda áfram fram eftir viku,“ segir Guð- mundur Árni. ■ Ögmundur Jónasson: Vændis- frumvarp verði afgreitt ÞINGLOK Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, segir að ef frumvarpi ríkisstjórnarinnar um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna verði frestað létti það óneit- anlega á þinghaldinu. „Jafnvel þótt mikill ágreiningur sé um mörg mál og kalli á umræðu,“ segir Ögmund- ur. Flokkurinn vill sjá svokallað vændisfrumvarp afgreitt. „Hins vegar er ljóst að það eru mörg mál sem við vildum slá á frest,“ segir Ögmundur. ■ Kristján L. Möller: Hrossakaup stjórnar- flokka ÞINGLOK Kristján Möller, þing- flokksformaður Samfylkingar- innar, segir það ósk flokksins að frumvarp um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna bíði til hausts- ins. „Svo er mál frá dómsmála- ráðherra sem fjallar um gjaf- sóknir. Við höfum talið að það krefjist mikilla umræðna,“ segir Kristján. „Það er margt að breytast,“ segir Kristján og nefnir sjávar- útvegsfrumvarpið sem sett var fram á þriðjudagskvöld og getur kallað á meiri umræðu. „Það er eins og einhver lenska hjá ráð- herrum að vera með allt á síð- ustu stundu. Síðasta stóra breyt- ingin í sjávarútvegi var þegar frumvarp um línuívilnun kom á síðustu dögunum fyrir jól,“ segir Kristján og bætir við: „Mál sem koma svona seint frá ráðherrun- um eru gott dæmi um hvernig hrossakaup stjórnarflokkanna eru að eiga sér stað. Þetta eru mál sem stjórnarflokkanna eiga erfitt með að koma sér saman um,“ segir Kristján. ■ Magnús Þór Hafsteinsson: Sama hvenær þingi lýkur ÞINGLOK Magnús Þór Hafsteins- son, þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins, segir ekkert fast í hendi. Eini samningsstyrkur þeirra hafi verið að lofa ekki mál- þófi í smábátamálinu en þeir hafi ekki áhuga á því. Magnús segir það ekki skipta þingmenn Frjálslynda flokksins máli hvað verði rætt síðustu daga þings. „Við getum verið hérna langt fram í júní þess vegna,“ segir Magnús. Hann segir ekki ákveðið hvort flokkurinn beiti málþófi í smábátamálinu. „Við ætlum aðeins að segja það sem við teljum okkur þurfa að segja. Það verða mislangar skammarræður,“ segir Magnús. „Ríkisstjórnin er að koma með stór og þung mál allt of seint inn í þingið. Þess vegna er þetta svona,“ segir Magnús. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bankaránið við Gullinbrú: Tveimur sleppt úr haldi BANKARÁN Héraðsdómur Reykja- víkur féllst í gær á kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum þremenninganna sem handteknir voru vegna vopnaðs bankaráns í Landsbankanum við Gullinbrú í síðustu viku. Gæslu- varðhaldsúrskurður rann út í gær og var tveimur mannanna sleppt. Lögregla krafðist þess að gæslu- varðhald yfir þriðja manninum yrði framlengt til 7. júlí og á það féllst dómari. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Þáttur þriðja mannsins er tal- inn sýnu mestur og var frekari gæslu krafist yfir honum vegna almannahagsmuna. Maðurinn náðist á hlaupum stuttu eftir að hann réðst inn í bankann og ógn- aði þar starfsmanni með öxi. Lög- regla handtók seinna sama dag annan mann sem grunaður var um að hafa aðstoðað við ránið. Þriðji maðurinn gaf sig fram við lög- reglu nokkrum dögum síðar. Játningar liggja fyrir hjá öllum sakborningum. ■ LÍFSHÆTTULEGA SLÖSUÐ Ekið var á eldri konu á Spítalastíg í gærdag. Samkvæmt upplýsing- um lækna á slysadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi er konan í lífshættu. Þá var ekið á stúlku á reiðhjóli við Seljabraut í gær en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. NÝI VARNARGARÐURINN Í ÞORLÁKSHÖFN Hugsanlega hafa framkvæmdir við hann haft óvænt áhrif á innsiglinguna. INDRIÐI KRISTINS- SON HAFNARSTJÓRI Segir skipið hafa farið af leið á útsiglingu. Reyna átti að ná Hernes á flot á miðnætti Hernes, tæplega 5000 tonna flutningaskip Nesskipa, strandaði við innsigling- una í Þorlákshöfn í gær. Framburður grynnkar reglulega innsiglinguna og hafa skip áður tekið þar niðri. Sautján manna áhöfn var aldrei í hættu. BANKARÁN Farið hefur verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem réðst inn í Landsbanka Íslands við Gullinbrú vopnaður öxi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ALÞINGI Þingflokksformaður Framsóknar telur helmingslíkur á að þinginu ljúki fyrir vikulok. Enn er ekkert á borði en Frétta- blaðið hefur heimild fyrir því að ríkis- stjórnin sé tilbúin að bíða með áminningarfrumvarpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.