Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 41
Bandaríska hljómsveitin Phishhefur tilkynnt að leiðir hljóm- sveitarmanna muni skilja eftir sumartónleikaferðalag þeirra. Gít- arleikarinn Trey Anastasio til- kynnti á heimasíðu þeirra að þeim þætti of vænt um hljómsveitina og aðdáendur hennar til að halda áfram þegar lítið líf væri eftir. Fjórmenningarnir tóku saman árið 1983 og urðu þekktir fyrir maraþontónleika og að leika af fingrum fram. Margir sáu þessa hljómsveit fyrir sér sem hina ungu Grateful Dead og harðasti kjarni aðdáenda er þekktur sem „Phish- höfðar.“ Hljómsveitin fékk ákveð- inn költ-stimpil þegar þeir komu fram í gestahlutverki í Simpsons- þáttunum. Einnig framleiða Ben&Jerry’s ísframleiðendurnir ísinn „Phish food“ þeim til heiðurs. Hljómsveitarmeðlimir hafa gert í því að vera svolítið öðruvísi, Fishman hefur til dæmis reglulega tekið upp á því að spila á ryksugu á sviði og nokkuð oft ferðaðist sund- gleraugnasöngvarinn Steve Pollak með þeim. Síðasta plata Phishmanna, Und- ermind, kemur út 15. júní og kveðjutúrinn hefst tveimur dögum síðar í New York. ■ FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 fiú getur fengi› fer›avinning í sólina a› upphæ› 50.000 kr. ef flú ert félagi í Netklúbbi Plúsfer›a. Drögum 8. júní. Skrá›u flig á www.plusferdir.is núna Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Netklúbbur Plúsfer›a■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR ■ SJÓNVARP SJÓNVARP Nýr gamanþáttur með söngkonunni Jessicu Simpson náði ekki að heilla stjórnendur hjá bandarísku ABC-sjónvarpsstöð- inni á prufusýningu á dögunum. Ekkert verður því af framleiðslu þáttarins. Simpson, sem er 23 ára, er ekki ókunn sjónvarpinu því hún kom fram í raunveruleikaþáttum á tón- listarstöðinni MTV og vakti fyrir það töluverða athygli. Fleiri stjörnur hafa fengið neitun hjá ABC undanfarið, þeirra á meðal leikkonan Jennifer Love Hewitt með nýjan gamanþátt sinn. ■ JESSICA SIMPSON Simpson náði ekki að heilla stjórnendur ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Sögðu nei við Simpson Fiskafóður HLJÓMSVEITIN PHISH Ætla að hætta að spila saman áður en þeir verða of leiðir á hverjum öðrum. Segja samt skilnaðinn verða í mesta bróðerni. Cruz harðneitar ástarsambandi Spænska leikkonan PenelopeCruz hefur harðneitað að eiga í ástarsambandi við bandaríska leikarann Matthew McCon- aughey. Cruz og McConaughey hafa eytt miklum tíma saman undan- farið við tökur á kvikmyndinni Sa- hara í Marokkó þar sem þau fara með aðalhlutverkin. Fregnir um að Cruz hafi farið á stefnumót með McConaughey á meðan á tök- um hefur staðið munu hins vegar ekki vera á rökum reistar. Cruz, sem hætti með hjarta- knúsaranum Tom Cruise fyrr á ár- inu, segist ekki vera að hitta neinn um þessar mundir. Hún segir sambönd sín við karlmenn aðeins tengjast vinnunni. „Alltaf þegar ég er ekki með neinum, eða ný- hætt í sambandi eins og því sem ég var í í þrjú ár, er ég sífellt spurð hver verði næsti kærastinn. Það finnst mér ekki gaman,“ sagði Cruz, greinilega orðin leið á vangaveltunum. ■ CRUZ OG CRUISE Ástarsamband Cruz og Tom Cruise vakti gríðarlega athygli. Þau eru nú hætt saman og margir velta fyrir sér hvað taki við hjá þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.