Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 12
12 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR BAUNIR, BAUNIR, BAUNIR Bakaðar baunir eru ekkert slor. Það segja eigendur nýs veitingastaðar í Melbourne, höfuðborg Ástralíu, í það minnsta. Á Beanz Meanz Heinz, sem er í eigu Heinz baunaframleiðandans, eru bakaðar baunir uppistaðan í öllum réttunum. ÍTALSKA FÓTBOLTALANDSLIÐIÐ Á ÆFINGU Þjálfari liðsins hefur fyrirskipað að leik- menn megi einungis stunda kynlíf með eiginkonum sínum í eina klukkustund á kvöldi meðan á Evrópukeppninni í fótbolta stendur í sumar. ÁRSSKÝRSLA AMNESTY INTERNATIONAL KYNNT Í GÆR Kristín Jóna Kristjánsdóttir, formaður og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna kynntu ársskýrsluna í gær. Richard Nixon á tímum Yom Kippur stríðsins 1973: Of fullur til að tala við Heath BANDARÍKIN, AP Fimm dögum eftir að stríð braust út milli Ísraela og Araba árið 1973 var Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjafor- seti, of drukkinn til að geta rætt við Edward Heath, sem þá var forsætisráðherra Bretlands, um stöðu mála. Þetta kemur fram í upptökum af samtölum Henry Kissinger, þá- verandi utanríkisráðherra og þjóðaröryggisráðgjafa, sem hafa verið gerðar opinberar. Þar segir að þegar spennan var hvað mest vegna stríðsins hafi verið hringt af skrifstofu Heath, beðið um samtal við Nixon og sagt að það væri áríðandi. Það hafi verið bor- ið undir Kissinger sem mun hafa sagt: „Getum við sagt nei? Þegar ég talaði við forsetann var hann ölvaður.“ Niðurstaðan varð sú að Bretunum var sagt að hringja aft- ur næsta dag. ■ Ráðist gegn grundvallar- gildum mannréttinda Íslandsdeild Amnesty International kynnti ársskýrslu samtakanna í gær. Þar kemur fram að samtökin telji að árásir vopnaðra hópa og ríkisstjórna heims kyndi undir tortryggni, ótta og sundrungu. MANNRÉTTINDI Mannréttindasam- tökin Amnesty International telja að árásir á mannréttindakerfið í kjölfar hryðjuverkaógna hafi leitt til tortryggni, ótta og sundrungar um allan heim. Samtökin eru harðorð í garð ríkisstjórna helstu ríkja heims og telja þær hafa misst sjónar á siðferðislegum skyldum sínum í sókn sinni eftir fölsku öryggi. Segja þeir stefnuna einungis veita vopnuðum hópum um allan heim hættulegan stuðn- ing. Þetta kemur fram í árs- skýrslu samtakanna sem kynnt var í gær. „Það er í auknum mæli verið að ráðast gegn grundvallar- gildum mannréttinda. Sú alþjóð- lega öryggisárátta sem Bandarík- in hafa haft forgöngu um skortir alla framtíðarsýn og byggir hún ekki á grundvallargildum. Horft er framhjá brotum erlendis á sama tíma og vopnavaldi er beitt við margskonar aðstæður. Bæði réttlæti og frelsi hafa skaðast og því er heimurinn orðinn hættu- legri fyrir vikið,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, formaður Ís- landsdeildar Amnesty International. Í skýrslunni er greint frá ólög- mætum drápum hernámsliðsins og vopnaðra hópa í Írak og að stríðið þar hafi hrundið af stað nýrri hrinu mannréttindabrota. Þá kemur einnig fram sú skoðun samtakanna að ríkisstjórnir heimsins séu helteknar af ógn gereyðingavopna í Írak og horfi framhjá hinum raunverulegu vopnum sem ógni öryggi. Þau ger- eyðingavopn séu óréttlæti, mis- munun, rasismi, óheft verslun með vopn, ofbeldi gegn konum og misnotkun barna. Skýrsla Amnesty International kemur út árlega. Í henni er að finna ítarlegt yfirlit yfir ástand mannréttindamála í heiminum og úttekt á störfum samtakanna í þágu mannréttinda og fórnar- lamba mannréttindabrota. Í ár greinir skýrslan frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og fimm löndum og í henni er ein- nig að finna greiningu á þróun mannréttinda í heiminum á síð- asta ári. ■ halldora@frettabladid.is HALLÓ Símaskráin fyrir árið 2004 er komin út. Hún er gefin út í 230 þúsund eintökum og inniheldur 335 þúsund skráningar. Símaskrá- in er nú aftur gefin út í einu bindi fyrir allt landið og getur fólk skráð upplýsingar í hana óháð við hvaða símfyrirtæki það skiptir. Margar nýjungar eru í skránni í ár. Hægt er að fá ítarlegar upp- lýsingar um vegalengdir milli staða á landinu og dagatal. Kort yfir höfðuborgarsvæðið er með nýju útliti og letur gatnaheita er stærra en áður. Símaskráin kom fyrst út árið 1906 og geymdi hún þá upplýsing- ar um 198 númer. Hún er nú stærsta prentverkið sem gefið er út á landinu. Halldór Laxness skrifaði eitt sinn um símaskrána að hún væri eina bókin þar sem merkilegir og ómerkilegir menn stæðu hlið við hlið. ■ Bókin þar sem merkilegir menn standa við hliðina á ómerkilegum mönnum er komin út: Símaskráin í ár í einu bindi Hassdómar: Sektaðir um 770 þúsund DÓMSMÁL Sex menn 18 til 32 ára voru dæmdir í Héraðsdómi Vest- fjarða í gær fyrir brot á fíkniefna- lögum. Þeir voru dæmdir í 35-250 þúsund króna sektir eða samtals 770 þúsund krónur. Þeir sem hæstu sektirnar fengu voru sak- felldir fyrir að selja fíkniefni en hinir fyrir að kaupa. Mennirnir voru ákærðir fyrir kaup á fíkniefnum í þeim tilgangi að endurselja þau í hagnaðar- skyni, svo og á kaupum efna ætl- uðum til eigin nota. Alls var um að ræða rúmlega á þriðja hundrað grömm af hassi. ■ Fyrsti forsætisráðherrann: Fyrrverandi fangi líklegur BAGDAD, AP Kjarnorkuvísinda- maðurinn Hussain al-Sharhristani er sagður líklegur kostur sem for- sætisráðherra í írösku bráða- birgðastjórninni sem tekur við völdum 30. júní. Al-Sharhristani er sjíamúslimi og sat í fangelsi um tíma í stjórn- artíð Saddams Hussein. Hann hef- ur gagnrýnt hernám Bandaríkja- manna en hélt því fram í aðdrag- anda innrásar að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum. Lakhdar Brahimi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, kynnir nýju stjórnina næsta mánudag. ■ Gleyminn faðir: Kæra vegna sólbruna NEW JERSEY, AP Faðir hefur verið kærður fyrir það að nota ekki næga sólarvörn á þroskaheftan tólf ára son sinn. Faðirinn eyddi með drengnum heilum degi á sólarströnd og fékk drengurinn alvarleg brunasár. Maðurinn var lögsóttur á þriðjudag og kærður fyrir illa meðferð á börnum og van- rækslu. Móðir drengsins er með forræði yfir honum en var ekki með í för sólskinsdaginn á ströndinni. Móðirin flutti drenginn á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Hann hlaut stór opin brunasár á bak og andlit. Ef maðurinn verður fundinn sek- ur gæti hann þurft að dúsa í fang- elsi í allt að átján mánuðum. ■ RÚSSARNIR FARNIR Síðasta stóra rússneska fyrirtæk- ið sem starfaði enn í Írak kallaði alla starfsmenn sína heim í gær. Það gerði fyrirtækið eftir að tveir starfsmenn þess voru skotnir til bana og sex aðrir særðust í fyrir- sát í gærmorgun. Fyrirtækið var með 241 starfsmann í Írak. NÝJA SKRÁIN Hægt er að velja á milli fjögurra mismun- andi forsíðna á nýju símaskránni sem kom út í gær. Þær eru eftir listamanninn Hrafn- kel Sigurðsson. Skrána má nálgast í öllum afgreiðslustöðum Flytjanda og bensín- stöðum Esso, Olís og Shell fram til 1. júlí. Á FERÐ Í BAGDAD Þessi börn fengu far í skottinu. Ítalska fótboltalandsliðið: Takmarkað kynlíf á stórmóti ÍTALÍA Ítalska fótboltalandsliðinu er leyfilegt að stunda kynlíf með eiginkonum sínum meðan á und- ankeppni Evrópukeppninnar í fót- bolta stendur í sumar. Þeir mega þó einungis gera það í eina klukkustund á kvöldin. Ef liðið kemst í fjórðungsúrslit verður eiginkonum leyft að heimsækja mennina sína í heilan dag, að því er þjálfari liðsins skýrði frá. ■ Nýstárlegt vopn: Skutu kartöflum ÞÝSKALAND Þrír Þjóðverjar eiga yfir höfði sér kæru vegna ólög- legs vopnaburðar eftir að hafa verið nappaðir með heimagerða kartöflubyssu. Lögregla stöðvaði mennina fyrir hraðan akstur og komst í kjölfarið að því að þeir hefðu verið að prófa kartöflubyss- una fyrir framan hóp af áhorfend- um. Mennirnir skýrðu frá því að þeir hefðu fundið leiðbeiningar á netinu um hvernig búa mætti til byssuna. Þeir notuðu til þess rör- búta, kveik úr gaseldavél og gas- brúsa. Mennirnir voru einnig með þó nokkrar kartöflur í fórum sínum og sögðu lögreglunni frá því að þeir gætu skotið kartöflunum yfir 300 metra. Kartöflubyssan var skilgreind sem skotvopn og hafði enginn mannanna byssuleyfi. ■ NIXON OG KISSINGER Kissinger var einn áhrifamesti maðurinn í stjórn Nixons. ■ ÍRAK Suðurlandsvegur: Sofnaði undir stýri SLYS Kona slasaðist í umferðar- slysi á Suðurlandsvegi í Svína- hrauni um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss en meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg að sögn lögreglunnar á Selfossi. Slysið varð með þeim hætti að tvær bifreiðar úr gagnstæðri átt lentu saman.Valt annar bíllinn við áreksturinn. Talið er að bíl- stjóri annars bílsins hafi sofnað undir stýri. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.