Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 26
Ég er mikið afmælisbarn og vilhelst halda veislu en nú stend- ur þannig á að ég er á leið til Þýskalands að skoða sundlaugar og íþróttamannvirki á vegum ÍTR,“ segir Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, sem er 41 árs í dag. „Það er hins vegar aldrei að vita nema mínir ágætu stjórnar- menn geri eitthvað skemmtilegt fyrir mig í tilefni dagsins, ég hef sagt þeim frá afmælinu og það er því tilhlýðilegt að þeir komi mér á óvart,“ segir Anna hlæjandi og hefur með þessum orðum skorað á ferðafélaga sína. Aðspurð hvort hún sé meira fyrir kaffi og kökur eða partíhald segist Anna nú í seinni tíð hneigj- ast að kökuboðum en fertugs- afmælið hafi þó verið í stærri kantinum. „Afmælið í fyrra stend- ur mér næst, maðurinn minn kom mér skemmtilega á óvart en hann fékk djasssöngkonuna Kristjönu til að syngja fyrir mig lag Louis Armstrong, What a Wonderful World. Það er lag sem ég og mín fjölskylda eigum miklar minning- ar um og spilum jafnt í jarðarför- um og stórafmælum.“ Söngur oddvita Sjálfstæðis- flokksins, Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, er þó einnig Önnu eftir- minnilegur úr veislunni. „Hann söng til mín, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Ég veit ekki alveg hvað hann meinti með text- anum en þetta kom mikið á óvart. Hann er maður sem ekki er þekkt- ur fyrir sönghæfileika en hann stóð sig nokkuð vel. Ég held að fólk hafi almennt verið á þeirri skoðun að þetta hafi verið skemmtilegasta ræða kvöldsins,“ segir Anna. Auk þess að skoða sundlaugar í Þýskalandi er Anna í óðaönn að skipuleggja 17. júní hátíðarhöldin sem formaður þjóðhátíðarnefnd- ar. „Lýðveldið verður 60 ára og því liggur fyrir að halda veglega hátíð í Reykjavík. Það eru ekki nema þrjár vikur í hátíðina og því mikill tími sem fer í skipulagningu. Þetta er mikið púsluspil bæði hvað varð- ar morgunathöfnina og daginn allan enda stefnum við að veglegri þjóðhátíð sem fólki af öllu höfuð- borgarsvæðinu er boðið á,“ segir Anna að lokum. ■ Þessi dagur fyrir 64 árum varsvartur dagur í síðari heims- styrjöldinni, þegar Bretar ætluðu að gefast upp fyrir þýskri stormsveitardeild við Dunkirk eða Dunkerque í Norður-Frakk- landi. Bresku deildinni tókst að verj- ast Þjóðverjunum þar til öll skot- færi voru á þrotum. Þá tókst Bretum að flýja inn í bóndabýli í þorpinu Paradis, rétt norðan við höfnina í Dunkirk þar sem skip beið eftir þeim til að flytja aftur til Bretlands. Breska herdeildin ákvað að gefast upp og gekk út úr húsinu í einfaldri röð veifandi hvítum fána en þurfti að hörfa þar sem viðtök- urnar voru gjamm þýskra vél- byssna. Þeir reyndu aftur og ensku- mælandi þýskur foringi skipaði þeim að fara út á engi, þar sem allt var tekið af þeim, frá sígarett- um til gasgríma. Þá var þeim skip- að að gryfju sem búið var að um- kringja með vélbyssum. Þeir Bretar sem lifðu skothríðina af voru ýmist stungnir til bana með byssustingjum eða skotnir. Af 99 hermönnum voru það tveir sem lifðu af, en þeim tókst að felast milli líka félaga sinna til myrkurs þegar þeir laumuðust í burtu að næsta bóndabæ þar sem gert var að sárum þeirra. Þar sem þeir höfðu ekki í neitt skjól að vernda gáfust þeir upp og gerðust stríðsfangar. Annar var sendur fyrr til Bretlands í skiptum fyrir þýskan stríðsfanga en þegar hann kom þangað var sögu hans ekki trúað. Það var ekki fyrr en sá seinni sneri aftur heim og stað- festi söguna að hafin var formleg rannsókn. Breskur herréttur í Hamborg dæmdi þýska foringj- ann, sem gaf skipunina um að skjóta, til hengingar. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1647 Fyrsta skráða aftaka nornar í Bandaríkjunum fer fram í Massachusetts. 1703 Pétur mikli stofnar Pétursborg í Rússlandi. 1933 Hinn ungi teiknimyndahöfundur Walt Disney frumsýnir Þrjú lítil svín, sem síðar hlaut Óskarsverð- laun. 1936 Skemmtiferðaskipið Queen Mary siglir frá Englandi í meyjarför sína. 1937 Golden Gate-brúin í San Francisco er opnuð. 1941 Bismarck er sökkt. 1949 Leikkonan Rita Hayworth og prinsinn Aly Khan giftast. 1972 Bandaríkjamenn og Rússar skrifa undir SALT-samninginn sem var fyrsta tilraunin til að hefta út- breiðslu kjarnorkuvopna. 1994 Nóbelsverðlaunahafinn Alexand- er Solzhenitsyn snýr aftur til Rússlands eftir tuttugu ára út- legð. 1995 Leikarinn Christopher Reeve, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Superman lamast eftir að hafa dottið af hestbaki í Charlottesville, Virginíu. MINNISMERKI UM FALLNA HERMENN Í DUNKIRK 97 breskir hermenn sem höfðu gefist upp fyrir þýskri stormsveitardeild voru skotnir. 26 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ AFMÆLI 27. MAÍ 1940 SEINNI HEIMSSTYRJÖLDIN ■ Voðaverkin í Dunkirk. AFMÆLI ANNA KRISTINSDÓTTIR ■ er 41 árs í dag. Hún er í Þýskalandi með stjórnarmönnum ÍTR. ANDRE 3000 Andre 3000 í Outkast, ein skærasta stjarna rappsins, er þrítugur í dag. 27. MAÍ Við frumsýndum föstudaginn13. febrúar og sýndum 24 sýn- ingar á Breiðumýri fyrir pakk- fullu húsi,“ segir Jón Benónýsson, formaður leikfélagsins Eflingar, en Þjóðleikhúsið hefur valið Landsmótið, sýningu Eflingar, sem áhugaverðustu áhugaleiksýn- ingu ársins. Bróðir Jóns, Arnór Benónýs- son, er leikstjóri verksins en það er samið af þriðja bróðurnum, Herði Þór Benónýssyni, ásamt Jóhannesi Sigurjónssyni. „Þetta er alþingeysk leiksýning sem gerist á landsmóti UMFÍ á sjötta áratugnum. Þarna mætast sunn- an- og norðanmenn og þetta lýsir aðeins togstreitunni milli sveita- menningarinnar annars vegar og bítlamenningarinnar sem var þá að bresta á.“ En hvað er það að mati Jóns sem veldur vinsældum sýningar- innar? „Fólk sem hefur aldrei komið á landsmót og aldrei verið í ungmennafélagi er yfir sig hrifið af verkinu og ég held að það sé ekki hægt að finna neina aðra skýringu á því en þá að ungmenn- félagsandinn sé hreinlega í þjóðargeninu. Annars er þetta líka mjög kraftmikil og skemmtileg sýning sem skartar góðum tónlist- arflutningi og mikilli leikgleði.“ Sýningin hætti fyrir fullu húsi í vor. „Í leikhópnum er fólk frá öll- um landshornum því margir leik- aranna eru úr Framhaldsskólan- um í Laugum og þaðan kemur fólk alls staðar að. Við urðum að hætta þegar skólanum var slitið í vor og sauðburðurinn fór í gang.“ Hátíðarsýning á verkinu verð- ur í Þjóðleikhúsinu þann 19. júni. „Þá rætist stór draumur margra áhugaleikaranna en mér þykir einnig líklegt að leikritið verði tekið aftur upp hér fyrir norðan í haust.“ ■ Ungmennafélags- andinn í þjóðargeninu LANDSMÓTIÐ Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýning leikfélagsins Eflingar á Landsmótinu hefur verið valin áhugaverðasta áhugaleik- sýning ársins hjá Þjóðleikhúsinu. Skoðar sundlaugar á afmælisdaginn ANNA KRISTINSDÓTTIR Vonar að stjórnarmenn ÍTR geri eitthvað skemmtilegt fyrir hana í tilefni dagsins. ■ ANDLÁT Axel Jóhannes Schiöth skipstjóri, Heimahaga 1, Selfossi, lést föstudaginn 14. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Dóra Jóhannsdóttir, Aflagranda 1, Reykjavík, lést mánudaginn 24. maí. Guðmundur S. Sigurjónsson, Fagrabæ 1, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. maí. Gunnar Hlöðver Steinsson, Laufrima 6, Reykjavík, lést laugardaginn 15. maí. Út- för hefur farið fram í kyrrþey. Jóna Sólveig Magnúsdóttir lést sunnu- daginn 16. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Stefanía Gísladóttir lést sunnudaginn 23. maí. ■ JARÐARFARIR 13.30 Aðalgeir Axelsson, fyrrver- andi bifreiðarstjóri, Grenivöllum 28, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Guðrún J. Guðmannsdóttir frá Snæringsstöðum, Mánagötu 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Þórir Jónsson, Fagrahvammi 14, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Víðistaðakirkju. „Fyrstu dúkkuna mína nefndi ég Matthildi enda óskaði ég þess sjálf að bera það nafn. Mér fannst eitthvað vinalegt við nafnið og tók barnslegu ástfóstri við það,“ segir Katrín Júlíusdóttir alþingis- kona. „Síðan þetta var hef ég verið sátt við nafnið Katrín en ég geng þó iðulega undir gælunafn- inu Kata.“ ■ HVAÐ VILDIRÐU HEITA...? [ KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ] Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar, er 65 ára. Aðeins tveir sluppu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.