Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 46
34 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR HÁRSBREIDD FRÁ SIGRI Spænska stúlkan Magui Serna lagði sig alla fram gegn Rússanum Vera Zvonareva á Opna franska meistaramótinu í tennis. Það dugði henni ekki því Zvonareva vann 5-7, 6-1, 6-4. TENNIS Barcelona hreinsar til í herbúðum sínum: Hollendingarnir burt FÓTBOLTI Txiki Begiristain, einn af háttsettari mönnum innan spænska stórliðsins Barcelona, tilkynnti í gær að Hollendingarnir Patrick Kluivert, Marc Overmars, Philippe Cocu og Michael Reizi- ger væru komnir út í kuldann ásamt tyrkneska markmanninum Rustu Recber: „Það er ekki áhugi á því að hafa þá áfram í herbúðum Barcelona,“ sagði Begiristain. Barcelona hefur á hinn bóginn boðið Hollendingnum Edgar Dav- ids samning en hann hefur verið í láni frá ítalska liðinu Juventus frá því í janúar á þessu ári. Spila- mennska Barcelona tók miklum stakkaskiptum eftir að Davids kom til liðsins og Barcelona end- aði í öðru sæti spænsku deildar- innar eftir að hafa verið í neðri hluta deildarinnar langt fram eft- ir vetri. Fleiri lið eru reyndar á höttunum eftir Davids, Tottenham Hotspur vill fá hann í sínar raðir en nýr framkvæmdastjóri liðsins, Frank Arnesen, sér hann fyrir sér sem lykilleikmann í uppbyggingu liðsins. En aftur að Barcelona. Félagið vill fyrir alla muni yngja upp hóp- inn hjá sér og lækka launakostn- aðinn í kjölfarið og er því byrjað á því að hreinsa út leikmenn sem ekki hafa staðið undir nafni undanfarin ár. ■ Engin lausn að reka Willum Segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, sem spáir KR sigri gegn Víkingum í 3. umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld FÓTBOLTI Í kvöld eru þrír leikir á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og hefjast þeir allir klukkan 19.15. Grindvíkingar taka á móti Fylkismönnum, Eyjamenn halda norður á Akureyri og etja þar kappi við KA og síðast en ekki síst taka stigalausir Íslandsmeist- arar KR-inga á móti nýliðum Vík- inga sem einnig eru án stiga. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Þórðarsonar, þjálfara bikar- meistara ÍA, og fékk hann til að spá aðeins í spilin varðandi þessa þrjá leiki: Fyrst er það leikur Grindvíkinga og Fylkismanna: Fylkir vinnur Grindavík „Ég er á því að Fylkismenn vinni Grindavík, þeir hafa byrjað vel og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir komi til með að vinna þennan leik tvö núll. Grindvíkingarnir eru nokkuð sprækir en ég held að þeir séu ekki nógu sterkir til að leggja Fylki að velli. Aðalstyrkur Fylkis liggur í sterkri miðju og ef Grind- víkingar ætla sér eitthvað í leikn- um þá er lykilatriði fyrir þá að ná tökum á miðjuspilinu en ég tel að það muni reynast þeim afar erfitt.“ Jafntefli á Akureyri Um leik KA og ÍBV hafði Ólaf- ur þetta að segja: „Hugur minn segir að þessi leikur endi með jafntefli, eitt mark á lið. Eyja- menn eru með skemmtilegt lið og þá sérstaklega fram á við og þeir eiga eftir að ógna vörn KA veru- lega. KA-menn nánast stálu sigrinum á móti Víkingum í síð- ustu umferð og spurning hvort þeir verði jafn heppnir annan leikinn í röð. KA-menn eru einnig með spræka framherja sem geta gert góða hluti en tilfinningin er jafntefli.“ Botnslagurinn er svo á milli Ís- landsmeistara KR og nýliða Vík- ings: „Þetta er vissulega botnslagur eins og staðan er núna og það er alls ekki auðvelt að spá fyrir um þennan leik. KR-ingarnir eru með mjög vængbrotið lið en þó hef ég trú á því að þeir taki öll stigin úr þessum leik. Þeir eru auðvitað með miklu betra lið en staða þeirra segir til um en þessi miklu meiðsli setja einfaldlega svo stórt strik í reikninginn. Það er rosa- lega mikil pressa á KR-ingum en ég held að þeir geti alveg höndlað hana. Leikmenn þurfa að taka sig saman í andlitinu Ég veit ekki hvernig menn hugsa dæmið þarna vestur í bæ og hvað þá ef KR-ingar ná ekki sigri í leiknum, en ég held að það sé engin lausn á vandamálunum að reka Willum. Það eru leikmenn- irnir sem þurfa fyrst og fremst að taka sig saman í andlitinu og vinna vinnuna sína og meðan þeir gera það ekki eða það er ekki nóg af þeim leikfærum þá er voða erfitt að gera eitthvað í málinu – það er nú bara svoleiðis. Hins vegar er alveg pottþétt að KR-ingar fá ekkert gefið á móti Víkingum. Þeir síðarnefndu voru hrikalega óheppnir í síðustu um- ferð þar sem þeir voru bara að spila nokkuð vel en gátu ekki klárað dæmið þrátt fyrir nokkur góð færi og ég held að það komi til með að há þeim áfram í þessum leik – sóknin er þeirra helsti höf- uðverkur.“ ■ Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko: Áfram hjá AC Milan FÓTBOLTI Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko, einn allra besti framherji heims, hefur framlengt samning sinn við AC Milan um fjögur ár en hann átti eftir tvö ár af samningnum. Dvöl hans í Mílanóborg gæti því staðið til árs- ins 2009. Shevchenko, sem er 27 ára gamall og alinn upp hjá Dynamo Kiev, var potturinn og pannan í sóknarleik Milan á síðasta tíma- bili og skoraði tuttugu og fjögur mörk en liðið landaði Ítalíumeist- aratitlinum með talsverðum yfir- burðum. Eins og gefur að skilja hafa mörg stórlið verið á höttun- um eftir þessum snjalla Úkraínu- manni og þar ber helst að nefna Chelsea en liðið var með stórt til- boð á borðinu. Roman Abramóv- itsj, eigandi Chelsea, er víst á leið- inni til Mílanó á morgun þrátt fyr- ir nýja samninginn hjá Shevch- enko og ætlar að leggja fram til- boð í leikmanninn. Ekki er búist við því að sú för verði til fjár. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Fimmtudagur MAÍ LEIKIR  19.15 Grindavík leikur við Fylki á Grindavíkurvelli í 3. umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta.  19.15 KA keppir við ÍBV á Akur- eyrarvelli í 3. umferð Landsbanka- deildar karla í fótbolta.  19.15 KR og Víkingur leika á KR- velli í 3. umferð Landsbanka- deildar karla í fótbolta. SJÓNVARP  18.10 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV. Upphitunarþættir fyrir EM í fót- bolta sem hefst í Portúgal 12. júní.  19.30 Bandaríska mótaröðin 2004 á Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  20.00 Sterkasti maður heims á Sýn. Í kvöld verður sýnt frá keppninni árið 1988.  20.40 Leiðin á EM 2004 á RÚV. Þáttur um undankeppni EM.  21.00 Evrópska mótaröðin á Sýn. Þáttur um Deutsche Bank - SAP Open.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.45 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt verður úr leikjum 3. umferðar Landsbankadeildarinnar í knatt- spyrnu.  23.25 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn. Svipmyndir frá síðasta móti ársins 2003. Spænska stórliðið Barcelona: Vill fá Ballack í sumar FÓTBOLTI „Við höfum mikinn áhuga á Ballack,“ sagði Txiki Beguirista- in, íþróttastjóri Barcelona, á blaða- mannafundi í gær. „Hann er öflug- ur og útsjónasamur leikmaður.“ Barcelona hefur gert Bayern München formlegt tilboð í Mic- hael Ballack og er talið er að spænska félagið sé tilbúið að greiða 15-20 milljónir evra fyrir Ballack. Michael Ballack hefur leikið með Bayern í tvær leiktíðir en lék áður með Bayer Leverkusen, Kaiserslautern og Chemnitzer. Talið er að Felix Magath, nýr þjálfari Bayern, reyni að kaupa Deco frá Porto og Torsten Frings frá Dortmund fyrir féð sem Barcelona greiðir fyrir Ballack. Ballack hefur löngum verið talinn helsta von þýskrar knattspyrnu og verið lykilmaður hjá þýska landsliðinu. Hann hefur staðið sig vel með Bayern München sem myndi væntanlega sakna kappans. ■ ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Spáir Fylki og KR sigri en hallast að jafntefli í leik KA og ÍBV. HYPJIÐ YKKUR! Patrick Kluivert og Philip Cocu sjást hér fagna í búningi Barcelona. Voru leystir undan samningi ásamt Marc Overmars, Michael Reiziger og Rustu Recber. Mark Robins: O’Neill sá besti FÓTBOLTI „Ég hef leikið undir stjórn frábærra framkvæmda- stjóra, eins og Alex Ferguson, Martin O’Neill hjá Leicester og Ronnie Moore hjá Rotherham,“ sagði Mark Robins. „Ég hef lært mikið af þeim öllum en ég verð að segja að Martin O’Neill sé sá besti. Hann hefur einstaka hæfi- leika til að breyta hópi leikmanna í sigurvegara.“ Robins lék með ellefu félögum á átján ára ferli en þekktastur er hann fyrir að skora sigurmark Manchester United í bikarleik gegn Nottingham Forest í janúar 1990. Staða Ferguson hjá United var talin í uppnámi eftir slakt gengi liðsins og margir hafa hald- ið því fram að markið sem Robins skoraði hafi komið í veg fyrir að Ferguson væri rekinn. Ferli Robins er lokið og ætlar hann að gerast þjálfari. Hann hef- ur þegar tekið UEFA-B þjálfara- gráðuna og stefnir á að taka UEFA-A gráðuna í framhaldinu. Robins vísar einnig til þess sem Alex Ferguson sagði eitt sinn við hann á æfingu: „Ef einhver á eftir að standa sig sem framkvæmda- stjóri þá ert það þú.“ ■ ANDRIY SHEVCHENKO Framlengir samning sinn við AC Milan. Fagnar hér einu af 24 mörkum sínum í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.