Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 16
27. maí 2004 FIMMTUDAGUR Ráðherra vill taka á atvinnuleysi: Vandinn greindur eftir svæðum Hvalveiðar og hvala- skoðun eiga samleið Hagsmunaaðilar segja að halda beri hvalveiðum áfram hér við land enda einsýnt að slíkt hafi ekki haft nein þau slæmu áhrif á ferðaþjónustuna í landinu sem haldið hefur verið fram. SJÁVARÚTVEGUR „Sýnt þykir mér að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi góða samleið og ekkert stendur í vegi fyrir að það geti verið svo áfram,“ sagði Einar K. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, á morgunverðarfundi um hvalveiðar sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi stóðu fyrir á Grand hótel í gærmorgun. Komu þar fram ýmis sjónarmið en flestir voru sammála um að halda bæri veiðum áfram bæði til að vernda fiskistofna landsins og til að öðl- ast næga vísindalega vitneskju um hvali hér við land. Kristján Þórisson, stofnvist- fræðingur hjá Landssambandi ísl- enskra útvegsmanna, taldi það siðferðilega skyldu Íslendinga að halda veiðum áfram. „Eina færa leiðin til að færa sönnur á hversu mikinn þorsk hrefnan étur er að veiða hana á skipulegan hátt eins og vísindaáætlunin kveður á um. Ætli landsmenn að standa að ábyrgum fiskveiðum verðum við að vita með sem nákvæmustum hætti hvað og hversu mikið hvalir éta við landið. Óvissa um slíkt mun hafa alvarleg áhrif.“ Eini aðilinn á fundinum sem varaði við áframhaldandi veiðum á hval hér við land var Ólafur Hauksson, talsmaður flugfélags- ins Iceland Express, en hann taldi víst að með þeim væru Íslending- ar að leika sér að eldinum. „Þrátt fyrir að áhrif hvalveiða síðasta árs séu lítið sem ekkert merkjan- leg í ferðaþjónustunni tel ég að við getum ekki vænst þess að vera heppin áfram. Mikil tilfinninga- semi ræður ríkjum erlendis gagn- vart hvölum og rök Íslendinga skipta engu máli ef almenn um- ræða verður um þær erlendis.“ Til stóð að Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mætti á fundinn til að ræða um hvert framhald vísindaveiða Hafrann- sóknastofnunar yrði í sumar en hann tilkynnti forföll vegna veik- inda. albert@frettabladid.is ATVINNUMÁL Félagsmálaráðuneytið setti af stað sérstakt átak á síðast- liðnum vetri til að vinna gegn langtímaatvinnuleysi og atvinnu- leysi ungs fólks. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónas- sonar þingmanns um atvinnuleysi ungs fólks í Reykjavík. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð til að greina vandann á einstökum svæðum og setja á laggirnar sér- stök verkefni þar sem atvinnule- ysi er mikið. Stjórnin ákvað að beina sjónum sínum til að byrja með að Suðurnesjum, en ráðgert er að hún muni greina ástand mála í Reykjavík eins fljótt og auðið er. Áhersla er lögð á að virkja bet- ur ungt atvinnulaust fólk, sem og þá sem hafa verið án atvinnu í langan tíma, og að svæðisvinnu- miðlanir standi fyrir styttri nám- skeiðum eða menntasmiðjum fyrir yngsta aldurshópinn. Auk þess kemur fram í svarinu að ráðuneytinu er ekki kunnugt um að sérstök könnun hafi verið gerð á atvinnuleysi meðal ungra Reyk- víkinga af erlendum uppruna, né á stöðu unglinga sem flosnað hafa upp úr námi og átt í erfiðleikum á vinnumarkaði. ■ ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Leggur áherslu á að eyða langtímaatvinnu- leysi og atvinnuleysi meðal ungs fólks. ÞEKKIR ÞÚ BETRI STAÐ? Í sjávarbyggðum landsins er það ótvírætt merki um að sumarið sé komið þegar peyjarnir fara á ufsaveiðar. Þessir tveir voru á gömlu bæjarbryggjunni í Neskaupstað í vikunni, en urðu ekki varir. „Þekkir þú betri stað?“ spurðu þeir ljósmyndarann, sem uppalinn var á bryggjunum og húkkaði margan ufsann. HVALASKOÐUN Hagsmunaaðilar telja fullvíst að vel sé hægt að stunda hvalveiðar við hlið hvalaskoðunar án þess að nokkur beri skaða af. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FJÖLGUN FERÐAMANNA Í PRÓSENTUM FRÁ ÞVÍ AÐ HVALVEIÐAR HÓFUST Á NÝ Ágúst 16 % September 16 % Október 26 % Nóvember 22 % Desember 5 % Janúar 30 % Febrúar 15 % Mars 13 % Apríl 15 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.