Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 45
33FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 Leeds búið að ráða framkvæmdastjóra: Blackwell í brúna FÓTBOLTI Kevin Blackwell var í gær ráðinn framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Leeds United, sem á dögunum féll úr ensku úrvalsdeildinni. Blackwell gerði tveggja ára samning við félagið en hann tók einmitt við starfinu af Eddie Gray, fyrrver- andi leikmanni liðsins á gullaldar- árum þess, undir lok síðustu leik- tíðar. Kevin Blackwell er fjörutíu og fimm ára gamall og kom til Leeds sem aðstoðarmaður í júlí síðast- liðnum. Áður var hann lengi búinn að vera aðstoðarmaður Neil Warnock, framkvæmdastjóra Sheffield Wednesday. Blackwells bíður án efa strembið starf - fjár- hagsstaða Leeds er afar döpur en kröfur aðdáenda liðsins á hinn bóginn gríðarlegar og þeir vilja upp og ekkert annað. ■ CHRISTOPHE DUGARRY Katar freistar. Spilar þar á næsta tímabili. Enn ein fyrrum stjarnan á leið til Katar: Christophe Dugarry út í sandinn FÓTBOLTI Franski framherjinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Christophe Dugarry mun spila í Katar á næstu leiktíð. Kappinn lék með enska úrvalsdeildarfélaginu Birmingham City á síðustu leiktíð en fékk samningi sínum við félag- ið rift í mars. Aðalástæðan fyrir því, að sögn Dugarry, var að hann átti erfitt með að aðlagast lífinu í Englandi og gat engan veginn hugsað sér að setjast þar að til lengri eða skemmri tíma. Dugarry mun spila með Qatar Sports Club og samningurinn sem hann skrifaði undir er til eins árs. Katar er á góðri leið með að breyt- ast í nýlendu fyrir leikmenn sem eru við það að ljúka keppni sökum aldurs og er það vel skiljanlegt - kröfurnar og gæðin eru ekki í efsta flokki en launin svo sannar- lega. De Boer-bræður verða þarna ásamt mörgum öðrum og Dugarry ætti því ekki að leiðast lífið. ■ Umboðsmenn fitna eins og púkinn á fjósbitanum í viðskiptum sínum við Manchester United: 13 milljónir punda greiddar á þremur árum FÓTBOLTI Manchester United greiddi umboðsmönnum 13,4 milljónir punda á þremur síðustu árum vegna kaupa og sölu á leik- mönnum fyrir samtals 158 millj- ónir punda. Eftir kröfur frá hluthöfum um meira gagnsæi í tengslum við kaup og sölur á leikmönnum sam- þykktu forráðamenn félagsins að birta skýrslu sem sýnir svart á hvítu kaup og sölur á tuttugu og einum leikmanni á tímabilinu jan- úar 2001 til janúar 2004. Skýrslan, sem gerð var opinber á þriðjudag, sýndi meðal annars fram á 700 þúsund punda greiðslu til um- boðsmannsins Gaetano Marotta, þegar Manchester United keypti markvörðinn Tim Howard fyrir 2,3 milljónir punda. Hljóta það að teljast hlutfallslega mjög góð laun miðað við heildarupphæð samn- ingsins. Talsmenn United reyndu að bera í bætifláka fyrir þessa um- boðsgreiðslu og sögðu að fleiri en Marotta hefðu fengið skerf af upphæðinni en gátu ekki nefnt nein dæmi máli sínu til sönnunar. Hins vegar sögðu þeir að þrátt fyrir þetta hefðu kaupin á Howard reynst mjög góð fjárfest- ing. Einnig voru mál Elite Sports til skoðunar í skýrslunni en það fyrirtæki er með þrettán leik- menn Manchester United á sínum snærum. Það væri svo sem kannski ekki í frásögur færandi nema að framkvæmdastjóri fyrir- tækisins er Jason Ferguson, sonur framkvæmdastjórans Sir Alex Ferguson. „Miðað við skýrsluna er allt á hreinu á milli Elite Sports og félagsins,“ lét stjórn United hafa eftir sér og bætti við: „Á hinn bóginn viðurkennum við að áhyggjur manna vegna ná- inna tengsla milli Elite Sports og Alex Ferguson séu eðlilegar og höfum því ákveðið að fyrirtækið muni í framtíðinni ekki koma ná- lægt fleiri leikmannakaupum eða leikmannasölum hjá Manchester United.“ Strax eftir útkomu skýrslunnar eru forráðamenn United byrjaðir að undirbúa aðra skýrslu þar sem sölur og kaup United á þessu ári verða gerðar opinberar. Nú þegar hefur það komið í ljós að við kaupin á Louis Saha frá Fulham í byrjun árs fyrir 12,8 milljónir punda fékk umboðsmað- ur hans 750 þúsund pund í sinn hlut. ■ TIM HOWARD Sést hér í góðu úthlaupi. Var keyptur til Manchester United á 2,3 milljónir punda. Umboðsmaður hans, Gaetano Marotta, fékk 700 þúsund pund fyrir sinn snúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.