Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 52
Rúslana hefur verið gerð að Eurovisionráðgjafa forsætisráð- herra Úkraínu. Eins og flestir vita fór hún með sigur af hólmi í Tyrk- landi á dögunum og hefur í kjöl- farið fengið það vandasama hlut- verk að skipuleggja keppnina sem fer fram að ári í heimalandi henn- ar, Úkraínu. Rúslana hefur lýst því yfir að enginn staður í höfuðborginni Kíev sé hannaður fyrir keppni sem þessa og telur nauðsynlegt að byggja tónlistarhús. Annaðhvort eru staðirnir í höfuðborginni of litlir eða frá tímum Sovétríkjanna og þurfa mikillar lagfæringar við. Úkraína er eitt af fátækustu löndum Evrópu og því gæti það reynst erfitt viðfangs að fjár- magna þær framkvæmdir sem Rúslana vill ráðast í. Draumur hennar er að byggja tónleikahöll í útjaðri Kíev við á sem þar rennur, en verði draumur hennar að veru- leika verða keppendur næsta árs hvattir til að taka pollaklæðnað með. ■ 40 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ KVIKMYNDIR Fjölskylda fallna poppkóngsins Michael Jackson hefur ráðið til sín aukalögfræðing til þess að „vernda hag fjölskyldunnar“ eins og kemur fram í fréttatil- kynningu frá henni. Joe Jackson, pabbi söngvar- ans, leitaði á náðir Debru Opri, sem hefur starfað í sjónvarpi við að útskýra fyrir almenningi laga- deilur um aðstoð. Hún hefur áður starfað fyrir James Brown. „Ég er einstaklingur sem trúir á réttlætið og ég trúi því að Michael Jackson sé saklaus,“ segir Debra Opri. „Ég trúi því ekki að hann hafi getu til þess að stunda glæpsamleg athæfi. Joseph Jackson elskar son sinn og vill fá að fylgjast með öllu saman frá upphafi.“ Jackson segist saklaus af þeim ákærum um kynferðislega misnotkun á barni sem hann þarf að svara fyrir í réttarsalnum í desember. Nú er verið að ákveða hversu hátt tryggingargjald Jackson þarf að greiða fyrir frelsi sitt fram að réttarhöldum. Saksóknari vill himinháa upp- hæð til þess að forðast það að Jackson flýi úr landi. Trygging- argjald verður ákveðið á morgun. ■ Pabbi Jackson ræður aukalögfræðing MICHAEL JACKSON Berst fyrir frelsi sínu með hnefann á lofti. COURTNEY LOVE Þarf að sæta meðferð en sleppur við fangelsisvist. MEÐ TAKTINN Á HREINU Leikkonan Cameron Diaz sést hér dansa við spjallþáttarstjórnandann Ellen DeGeneres við upptöku á The Ellen De- Generes Show, sem nýlega hlaut Emmy- verðlaun sem besti spjallþátturinn. ■ FÓLK Í FRÉTTUM ■ FÓLK Í FRÉTTUM ■ MÁL MICHAELS JACSON Love játar fyrir rétti Söngkonan Courtney Love kom fyrir rétt í Los Angeles og svar- aði til saka fyrir ólöglega eitur- lyfjanotkun. Söngkonan lýsti sig seka við fyrirtöku og þarf að fara í meðferð en sleppur við fangelsisvist ljúki hún henni. Þessi fyrrum söngkona Hole á einnig yfir höfði sér ákæru vegna vörslu á fíkniefnum frá því í október, en hvað þær sakir varðar hefur Love lýst sig sak- lausa. Bæði þessi mál komust upp er lögreglan handtók hana síðastliðið haust en lögreglan sagði hana hafa eyðilagt hús fyrrverandi kærasta um miðja nótt. Eftir að hafa verið látin laus gegn greiðslu tryggingar var hún lögð inn á spítala vegna gruns um að hafa tekið of stóran skammt eiturlyfja. Auk áðurnefndra mála hefur Love verið ákærð fyrir árás á mann á næturklúbbi í New York. Hún var handtekin í mars eftir að hún kastaði hljóðnemastatífi út í mannfjölda á tónleikum sem hún hélt, með þeim afleiðingum að 24 ára karlmaður hlaut höf- uðmeiðsl. Ekki er þó öll sagan sögð af óförum ekkju Kurts Cobain því hún missti nýlega forræði dótt- ur þeirra Frances Bean, sem er ellefu ára. ■ Kidman og Cruise hittast leynilega Sést hefur til leikaraparsins fyrr- verandi, Nicole Kidman og Tom Cruise, á leynilegum stefnumót- um undanfarin misseri. Fyrir vikið hefur blossað upp orðrómur um að þau séu að byrja aftur saman eftir að hafa verið aðskilin í þrjú ár. Sjónarvottar hafa séð þau spjalla hvort við annað á kaffi- húsum og einnig hafa þau sést saman með dætur sínar tvær, Isabelle og Nicole. „Síðan þau hættu saman hafa þau alltaf haft tíma hvort fyrir annað,“ sagði heimildarmaður. „Þegar Nicole vann Óskarinn á síðasta ári hringdi Tom strax í hana og óskaði henni til hamingju. Hvort þau taki aftur saman verður bara að koma í ljós. Það eru ennþá miklar tilfinningar á milli þeirrra.“ Stutt er síðan Cruise hætti með spænsku leikkonunni Pen- elope Cruz auk þess sem ástar- sambandi Kidman og rokkarans Lenny Kravitz lauk nýverið. ■ NICOLE KIDMAN Svo virðist sem ástarblossinn sé enn til staðar hjá Kidman og Cruise. RÚSLANA Á SVIÐI Sigurvegarans í Eurovision bíður erfitt verkefni, hún skipuleggur keppnina að ári. Rúslana skipuleggur Eurovision ■ TÓNLIST Madonna hóf tónleikaferð sínaum heiminn í Los Angeles á mánudag. Ferðalagið ber yfir- skriftina Re-Invention og nýtir poppdrottningin allan tímann á sviðinu til þess að koma skoðun- um sínum á framfæri. Hvort sem það er friðarboðskapur gegn ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna eða trúboð fyrir Kabbalah sem hún aðhyllist. Madonna tók alla sína vinsælustu slagara auk þess að flytja Imagine eftir John Lennon í afar hjartnæmum búningi. Þá hafa Nicolas Cage og LisaMarie Presley gengið frá öll- um endum varðandi skilnað sinn. Þau voru aðeins gift í nokkra mánuði eftir að hafa gengið að eiga hvort annað í ágúst árið 2002. Hvorugt reyndi að græða á skiln- aðinum og fá að halda öllum þeim eigum sem þau áttu áður en þau gengu í hjónasæng. Leikkonan Kim Cattrall, semleikur Samönthu í Sex and the City þáttunum, hefur ákveðið að leika ekki í kvikmynd um persón- ur þáttanna. Skýringin sem um- boðsmaður hennar gefur er að hún hafi hreinlega beðið of lengi eftir handritinu og beðið eftir að skuldbinda sig öðrum verkefn- um. Henni hafa borist þónokkur boð um leik í at- hyglisverðum kvik- myndum og finnst þau áhugaverðari en að leika Samönthu enn og aftur. Þetta verð- ur líklegast til þess að ekkert verður af gerð kvikmyndarinnar, því án Samönthu er lítið gaman af vin- konuhópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.