Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 33
7FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 32337 ískipt me úr pottjá úr ryðfríu stáli, hlið Þrír brennarar ú ttjr po árni R Landmann 12275 Hágæða gasgrill, tvískipt með pottjárnsgrind og plötu. 3 brennarar úr pottjárni, emelerað lok viðarvagn og hliðarborð, fætur úr málmi. Tveir brennarar úr pottjárni 32.90 0,- Landmann 004577 69.90 0,- Hágæða gasgrill, tvískipt með pottjárnsgrind og plötu. 2 brennarar úr pottjárni, lok og skápur úr ryðfríu stáli, viðarvagn Landmann 32276 Hágæða gasgrill, tvískipt með pottjárnsgrind og plötu. 3 brennarar úr pottjárni, lok úr ryðfríu stáli, viðarvagn og felliborð að framan. 47.90 0,- Þrír brennarar úr pottjárni 64.90 0,- Þrír brennarar úr pottjárni Þau eru alveg grilluð tilboðin í Expert Wokplata 3.990,- Wokpanna 4.490,- Auka grillrist 3.990,- Systurnar Þóra Björg og Ólöf Dag- finnsdætur reka fyrirtækið Arka sem flytur inn matvörur undir merkjunum Merchant Gourmet, OAO og Lima. Hugmyndin kvikn- aði á meðan systurnar voru saman í diplómanámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og gerðu þar við- skiptaáætlun. „Ólöf hafði kynnst Merchant Gourmet-vörunum úti í Englandi þar sem hún bjó og hafði verið að senda mér þær í pósti. Ég var voða hrifin, þannig að við ákváð- um að nota þessar vörur í við- skiptaáætluninni. Síðan kýldum við bara á þetta. Við höfðum sam- band við fyrirtækið úti og eitt leiddi af öðru,“ segir Þóra Björg. „Nóatún tók okkur inn í þrjár búð- ir til reynslu og síðan hefur þetta smám saman undið upp á sig.“ Þóra Björg segist telja að það hafi gert útslagið hversu þekktar Merchant Gourmet-vörurnar eru fyrir gæði. „Þeir ferðast um heim- inn og leita uppi vörur sem þykja sérstakar. Vörurnar eru frá þrettán löndum og við komum inn með margar nýjungar. Til dæmis rauð og svört hrís- grjón frá Kína og argentísku karmellusósuna Dulce de Leche.“ Systurnar duttu á svip- uðum tíma niður á lífrænu OAO-vörurnar, en þær eru í skemmtilegum umbúðum hönnuðum af Philip Starck. „Við byrjuðum með þessi tvö vörumerki og seinna hafði Lima samband við okkur, en það er í raun frum- kvöðlafyrirtæki í lífrænt ræktuð- um vörum. Stofnandinn var Jap- ani sem flutti til Evrópu. Fyrir- tækið hefur starfað síðan 1958 og kom til dæmis fyrst með hrískökur inn á Evrópumark- að.“ Þóra Björg segir viðtökurn- ar við lífrænu vörunum góðar. „Við erum líka með korndrykki fyrir fólk sem drekkur ekki mjólk og það kemur mér í raun á óvart hversu margir þurfa á slíkum vörum að halda.“ Þóra Björg segir þær systur miklar áhugamanneskjur um matvörur og matargerð. „Þetta er erfiður bransi og mik- il samkeppni. En áhuginn dregur okkur áfram. Okkur finnast vör- urnar góðar og gríðarlega gaman að nota þær í eldamennsku. Við erum líka með veitingahúsalínu og förum mikið inn á veitingahús- in. Það finnst mér mjög skemmti- legt því þá sér maður hvað veit- ingahúsin nota vörurnar okkar á ólíkan hátt. Svo reyni ég náttúr- lega að prófa eitthvað af þessu heima. Og það gengur bara vel,“ segir hún hlæjandi. „Ég er alltaf í mat, tala um hann allan daginn og fer svo heim og elda. Mér finnst mikil afslöppun fólgin í eldamennsku og við hjónin erum bæði þannig að við elsk- um að vera í eldhúsinu.“ audur@frettabladid.is Blush eða roðavín hafa lengi notið mikilla vinsælda, sérstaklega sem samkvæmisvín. Cypress White Zinfand- el er úr zinfandel-þrúgunni, sem er óvenjulegt fyrir ljóst vín en vínið hefur ferskleka hvítvíns, karakter rauðvíns og lífleika rósavíns. Fallega laxableikt að lit með ilm af jarðarberjum og rifsberjum. Aðeins freyðandi með vott af sætu. Í eftirbragði er skemmtileg sýra sem gerir það að verkum að vínið er ekki bara gott til drykkjar eitt og sér heldur fer ljómandi vel með grilluðum fiski og þá sérstaklega laxi. Einnig koma ýmiss konar salöt vel til greina, þá gjarnan með furuhnetum, sólþurrkuðum tómötum og grilluðum laxi. Verð í Vínbúðum 990 kr. Cypress White Zinfandel Vinsælt samkvæmisvín Vín vikunnar Vín frá Rioja-héraðinu á Spáni hafa löngum verið vinsæl á Íslandi. Hérlendis fást fjórar tegundir vína frá framleið- andanum Lagunilla í Rioja, en helsti munurinn á milli þeirra er hversu lengi þau hafa fengið að þroskast í eikar- tunnum og verið geymd á flöskum. Lagunilla Reserva er fallega rautt með brúnum blæ og angan af espresso-kaffi. Vínið er látið vera á stórum ámum í 12 mánuði til að ná stöðugleika og í eikartunnum í 36 mánuði. Þrúgusaman- setningin er 70% tempranillo, 20% garnacha og 10% mochuelo/graciano, sem gerir vínið flókið en aðgengilegt í senn. Á vel við með grilluðu ljósu kjöti þar sem eikin og kryddið vinna með grillbragðinu og ávöxturinn í víninu kallar kjötbragðið fram. Vínið verður kynnt á grilldögum í Vínbúðum sem hefjast í næstu viku. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. Lagunilla Reserva Gott með ljósu kjöti Vín með grillinu Flytja inn nýstárlegar matvörur: Áhuginn dregur okkur áfram Súkkulaðisósa frá Merchant Gourmet. Þóra Björg og Ólöf Dagfinnsdætur ákváðu að hrinda viðskiptaáætluninni í framkvæmd og hefja innflutning á sælkeravörum og lífrænum vörum. Merchant Gourmet framleiðir margar tegundir af olíum en í þeim eru eng- in bragðefni heldur er allt náttúrlega unnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.