Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 50
38 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ TÓNLEIKAR SNOOP DOGG Einkalíf rapparans Snoop Dogg komst í blöðin á dögunum en hann er að fá sér „divizzle“ eins og hann orðar það á sértil- búnu tungumáli sínu. Það þýðir að hann sé að skilja við eiginkonu sína til sjö ára. PIXIES Frank Black ávarpaði gesti aðeins einu sinni á tónleikunum. Þá sagði hann; „Halló, halló, halló... halló“. Bassaleikarinn Kim Deal var ögn vinalegri og sagði gestum frá því að þetta væri þeirra fyrsta ferð til Íslands. „It’s nice“, bætti hún svo við. „Have you ever been to the States?“ Fleira var ekki sagt. Þriggja gæsahúða tónleikar Ég ætla ekki að reyna að ljúgaþví að ykkur að ég hafi beðið eftir þessum tónleikum í 15 ár, eða frá því að bróðir minn neyd- di tónlist Pixies upp á 13 ára píkupopparann sem ég var þá. Þessi sveit breytti lífi mínu, það er engin spurning, en ég var löngu búinn að gefa upp alla von um að sjá þau á tónleikum. Sér- staklega þar sem Frank Black sagði mér í viðtali fyrir um fjór- um árum síðan að hann fengi martraðir um endurkomu Pixies og að þau myndu ómögulega geta tekið saman að nýju. En lífið kemur manni sífellt á óvart og á þriðjudagskvöldið fór ég með bróður mínum að sjá þessa merkustu rokksveit níunda áratugarins á tónleikum í Kaplakrika. Spennan var orðin gífurleg eftir að Einar Örn og hans krú í Ghostigital hafði lokið við ástar- óð sinn til Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra. Þeir æst- ustu voru byrjaðir að klappa af taugatitringi við það eitt að sjá rótara ganga yfir sviðið eða stilla gítara. Svo stigu goðin mín á svið. Örlítið eldri og breiðari en í minningunni. Trommuleikarinn Dave Lovering smellti einni ljósmynd af hópnum áður en hann settist niður og taldi í Bone Machine. En eitthvað var greinilega að, því það heyrðist ekkert í honum! Hljóðmaðurinn gleymdi að kveikja á trommu- settinu fyrr en í fjórða lagi. Þvílíkt klúður, og þess vegna var erfitt að komast í gírinn fyrr en á fimmta lagi þó svo að tónlistin væri guðdómleg og að hljómsveitin væri auðheyran- lega að standa sig. Þar stal hljóðmaðurinn fyrstu gæsa- húðinni. Fyrstu lögin voru flest af Sur- fer Rosa. Þegar fyrsta lagið af Doolittle var svo leikið, Wave of Mutilation, var hljómurinn orð- inn góður og sveitin náði salnum á sitt band, og hélt honum það sem eftir var tónleikanna. Frank Black hvæsti á réttum augnablikum eins og köttur með sinnep í afturendanum. Spila- mennska hans og Joey Santiago var óaðfinnanleg. Kim Deal var sætust, leit út eins og henni hefði verið hnuplað af ryksug- unni heima í stofu hjá sér og skellt upp á svið. Hún er svo með yndislega söngrödd sem fékk að njóta sín. Dave Lovering fær svo prik fyrir allt það sem hann gerir ekki á trommurnar, mjög minimalískur og flottur hljóð- færaleikari. Eftir að maskínan komst í gang var þetta hin eina sanna Pixies, eins og mig hafði dreymt um að sjá þau lengi, og ég fór sáttur heim. Tónleikadagskrá kvöldsins var aðallega samansett af lögum af Surfer Rosa og Doolittle. Þrjú lög af af Come on Pilgrim fengu að fljóta með, eitt af Bossanova og tvö af Trompe le Monde. Ég fékk þrisvar gæsahúð, í lögunum Hey!, Tame og Gigant- ic. Eftir uppklapp kom sveitin á svið og tók þrjú b-hliðar lög, Wave of Mutilation (U.K. Surf), Heaven í nýrri útgáfu sem Kim Deal söng og hið dáleiðandi Into the White. Bragðgóður konfekt- moli í lokin fyrir allra hörðustu aðdáendurna. Sem sagt, þriggja gæsahúða tónleikar, hefðu verið fjórar ef ansans hljóðmaðurinn hefði lyft upp sleðunum fyrir trommu- settið fyrr! Birgir Örn Steinarsson Tónleikar Pixies í Kaplakrika, þriðju- dagskvöldið 25. maí 2004 Litla pirraða rokkarastelpan Avril Lavigne snýr aftur, að- eins eldri, aðeins reyndari og með nýja reiða plötu í far- teskinu. Hún er enn í fýlu frá því hún gaf út Let Go, og heim- urinn virðist vera að hrynja í kringum hana. Hún stendur samt föst á sínu og er svo sannarlega táningur í uppreisn, þó hvorki hún né aðrir átti sig almennilega á því hverju hún sé í uppreisn gegn. Í nýjasta myndbandinu, popp- slagaranum Don’t Tell Me, er það þó karlpeningurinn sem fær einn á’ann. Þessi töffaraímynd stúlkunn- ar breytir því nú samt ekki að tónlistin hljómar enn eins og Al- anis Morrissette á gelgjuskeið- inu. Textarnir fullir af táninga- gremju, sem virka í einlægni sinni þó þeir séu ófrumlegir. Einföldum lagasmíðunum er svo komið til skila af reyndum rándýrum fagmönnum í því að slípa rokkið nægilega svo það geti ómögulega gengið fram af neinum. Trúið mér, það er kúnst sem menn eru reiðubúnir að borga háar upphæðir fyrir. Hér er Avril aðeins að míga utan í númetal sem er synd, því hún nýtur sín langbest í ballöð- um og popplögum, enda stór- kostleg söngkona og efni í ágætis lagasmið. Hið frábæra I’m With You er skýrt dæmi um það. Eina svip- aða ballöðu er að finna hér, How Does it Feel, sem á eftir að ná vinsældum en nær ekki hinu í gæðum. Á annarri plötu sinni tekur Avril enga sénsa. Lög á borð við My Happy Ending, Nobody’s Home og Forgotten eru nægilega góð til þess að tryggja áframhaldandi vin- sældir hennar. Að mínu mati gefur platan þó of svipaða mynd af hæfi- leikum stúlkunnar til þess að vera áhugaverð. Hefði viljað heyra hana prófa sig eitthvað lengra áfram. En henni liggur nú svo sem ekkert á, er bara 19 ára og á eflaust eftir að svamla um á meginstraumnum um ókomin ár. Birgir Örn SteinarssonNý sending! SMÁRALIND Sími 517 7007 Undirföt Baðföt Náttföt [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ennþá pirruð AVRIL LAVIGNE: UNDER MY SKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.