Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 10
10 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR MCCARTNEY Aðdáendur gamla bítilsins Pauls McCartney biðu spenntir eftir fyrstu tónleikum hans í tónleikaferð um Evrópu sem hófst í Gijon á Spáni. Réttarhöld yfir Marc Dutroux senn á enda: Undirbjó frekari mannrán BELGÍA, AP Réttarhöldum yfir belg- íska barnaníðingnum Marc Dutroux lýkur senn en Detroux er ákærður fyrir mannrán, nauðganir og morð. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær þrjá mánuði og snýst umræðan nú aðallega um það hvort saksóknarinn Michel Bour- let krefst þess að félagi Dutroux, Michel Nihoul, verði sakfelldur. Stærsti glæpurinn sem Dutroux er gefið að sök er án efa rán á sex stúlkum um miðjan tí- unda áratuginn, en fjórar þeirra létust. Dutroux hefur játað á sig mannrán og kynferðislegt ofbeldi á stúlkum. Hann segist þó einung- is hafa verið hluti af neti glæpa- manna víðs vegar um Evrópu sem vann að því að fá stúlkur til að gerast vændiskonur. Þar hafi Nihoul verið höfuðpaurinn. Lögmaður eins fórnarlamba Dutroux sagði kviðdómi frá því í gær að Nihoul og Dutroux hefðu árið 1994 haft í undirbúningi ráða- gerð þess efnis að ræna stúlkum í Austur-Evrópu og flytja þær til Belgíu til þess að vinna sem vændiskonur. ■ Þrjátíu missa vinnuna á Dalvík Öllum starfsmönnum kjúklingabúsins Íslandsfugls á Dalvík hefur verið sagt upp störfum í kjölfar eigendaskipta. „Vonbrigði,“ segir bæjarstjóri Dalvíkur, sem lítur þó nokkuð björtum augum fram á veginn. ATVINNUMÁL Öllum starfsmönnum kjúklingabúsins Íslandsfugls á Dalvík, um þrjátíu manns, hefur verið sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Sundagarð- ar keyptu í síðustu viku allt hluta- fé í Marvali sem áður rak kjúkl- ingabúið en Sundagarðar áttu fyrir kjúklingafyrirtækið Matfugl. „Það er búið að taka ákvörðun um að þetta fyrirtæki hætti af- skiptum af kjúklingaeldi þar sem það hefur gengið illa,“ segir Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Sundagarða. Að sögn Gunnars Þórs stendur þó til að flytja stofneldi, þ.e. varpfugla, Matfugls norður með tíð og tíma. „Hluti starfsemi Matfugls hér fyrir sunnan komum við því til með að flytja norður,“ segir Gunn- ar Þór. „Varpfuglinn verður því þar. Síðan flytjum við eggin suður og ungum þeim út hér.“ Tveimur til þremur starfs- mönnum Marvals sem starfað hafa við eldi verður boðin vinna hjá Matfugli, að sögn Gunnars Þórs. Hann á von á því að þegar breyt- ingaferlið verður yfirstaðið verði starfsmannafjöldi Matfugls á Dal- vík fjórir til fimm starfsmenn. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Valdimar Bragason, bæjarstjóri Dalvíkur. „Þetta skiptir okkur miklu máli hér í atvinnuþátttök- unni.“ Að sögn Valdimars hefur rekstur Íslandsfugls þó ekki gengið sem skyldi um nokkurt skeið. „Það eru svona 25-30 bein störf við þetta og afleidd störf eins og gengur,“ segir Valdimar. „Það svona eitt og sér dugar þó kannski ekki ef ekki er grundvöll- ur fyrir atvinnurekstrinum. Menn verða bara að horfa framan í það.“ Að sögn Valdimars er þó nokk- ur bjartsýni ríkjandi á Dalvík. „Það eru væntingar um að þetta sé nú ekki heimsendir,“ segir Valdimar. „Það eru blikur á lofti um aukningu á störfum hérna þannig að þetta fólk verður von- andi ekki atvinnulaust lengi.“ Valdimar á þar við fyrirætlanir nýrra eigenda kjúklingabúsins um að setja upp starfsemi í hús- næði fyrirtækisins auk þess sem aðrir atvinnurekendur á svæðinu séu að auka við sína framleiðslu. helgat@frettabladid.is Handtaka: Trúður með barnaklám BANDARÍKIN, AP Lögregla í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum hefur handtekið trúð og ákært hann fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Hinn 23 ára Thomas Riccio, sem er þekktari undir sviðsnafn- inu Spanky, var handtekinn eftir að í ljós kom að hann hafði keypt sér aðgang að meira en 50 síðum á netinu sem bjóða upp á barna- klám. Handtaka hans tengist rann- sókn á hvítrússneskum barna- klámshring og hafa um hundrað Bandaríkjamenn verið hand- teknir. ■ Öryggisráðstafanir: Eftirlit á landamærum LISSABON, AP Portúgölsk stjórnvöld hafa tekið upp fullt landamæra- eftirlit og hafa þann háttinn á fram í byrjun júlí. Eftirlitið er hluti af öryggisráðstöfunum sem Portúgalar grípa til í tengslum við Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst 12. júní. Búist er við miklum töfum á um- ferð um landamærin milli Spánar og Portúgals auk þess sem ferða- menn verða lengur að komast um alþjóðaflugvellina þrjá í Portúgal. ■ – hefur þú séð DV í dag? Stjórnar- andstaðan hertók yfirmannaborð ráðherra á Alþingi Stefnuræða Pútíns: Fleiri hús og ódýrari MOSKVA, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti hvatti ríkisstjórn sína í gær til að finna leiðir til að tryggja framboð ódýrs íbúðarhús- næðis, heilbrigðisþjónustu og menntun. Í stefnuræðu sinni sagði hann jafnframt að Rússland gæti tvöfaldað landsframleiðslu sína á næstu sex árum, sem er hraðar en áður hefur verið talið mögulegt. Pútín gagnrýndi sjálfseignar- stofnanir sem vinna að góðgerðar- málum og mannréttindum og sagði að sumum þeirra væri meira annt um að afla sér fjár en að vinna í þágu fólksins. ■ VLADIMÍR PÚTÍN Tvöfalda má landsframleiðsluna á sex árum. ■ ASÍA TVÆR BÍLASPRENGJUR Í KARACHI Tvær bílasprengjur sprungu með um einnar mínútu millibili fyrir utan pakistanskt-amerískt menn- ingarsetur í pakistönsku borginni Karachi í gær. Einn lét lífið og að minnsta kosti 25 særðust. RÁÐIST GEGN MEINTUM TALI- BÖNUM Bandarískar hersveitir réðust á meintar herbúðir tali- bana í suðausturhluta Afganist- ans á þriðjudag. Nokkrir bar- dagamenn talibana létust í átök- unum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LENTI ÚTI Í SKURÐI Sautján ára ökumaður á leið í Kjarnaskóg missti vald á bíl sínum í fyrra- kvöld með þeim afleiðingum að hann lenti utan vegar og ofan í skurði. Ökumaður bílsins var að sögn lögreglu óvanur að aka í lausamöl en slapp ómeiddur. FÍKNIEFNI Á TÓNLEIKUM Lög- reglan í Hafnarfirði lagði hald á fjórar e-töflur og lítils háttar magn af hassi á tónleikum hljómsveitarinnar Pixies í Kaplakrika í fyrrakvöld. Einn maður, ferðamaður á fertugs- aldri, var handtekinn, grunaður um dreifingu og neyslu fíkni- efna. Leitað var á dvalarstað mannsins og fundust þar fjórar e-töflur til viðbótar. Maðurinn viðurkenndi brot sitt og var sleppt eftir greiðslu sektar. FÓRNARLAMB BARNANÍÐINGS Eftirlifandi fórnarlamb Dutroux ráðfærir sig við lögmann sinn en réttarhöld yfir Dut- ruox eru senn á enda. ÍSLANDSFUGL Öllum starfsmönnum var sagt upp störfum eftir eigendaskipti. Tveimur til þremur verður boðin vinna hjá nýju eigendunum. BÍLAR STÖÐVAÐIR Þrettán árum eftir að Portúgalar lögðu landamæraeftirlit af tóku þeir það aftur upp í rúman mánuð. ÚRSKURÐUR Rannsóknarnefnd flug- slysa telur að um vanrækslu hafi verið að ræða þegar lá við slysi á Keflavíkuflugvelli þann 23. júlí í fyrra þegar Boeing-flutningavél Íslandsflugs átti í erfiðleikum með flugtak. Hélt flugstjórinn þó áfram ferð sinni eftir að í loftið var komið og kom í ljós við skoð- un í Edinborg í Skotlandi að vélin var þyngri en hleðsluskýrsla sagði til um. Alvarlegra þótti þó að þyngdardreifingin í birgða- rými vélarinnar var kolröng og var því þungamiðja hennar mun framar en takmarkanir segja til um. Beinir rannsóknarnefndin þeim tilmælum til Flugmála- stjórnar að tekið verði upp eftirlit með beinum úttektum er þjónusta íslenska flugrekendur og við- haldsaðila og ennfremur að tekn- ar verði upp reglulegar gæðaút- tektir á starfsemi Flugþjónustu Keflavíkurflugvallar sem hlut átti að óhappinu. Við athugun kom í ljós að sumir starfsmenn fyrir- tækisins voru lítt þjálfaðir og þekktu ekki verklag við hleðslu flugvéla. ■ FLUGTAK FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Mistök voru gerð við hleðslu birgðaflutn- ingavélar í júlí á síðasta ári með þeim af- leiðingum að minnstu munaði að vélin tækist ekki á loft. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Rannsóknarnefnd flugslysa: Mistök við hleðslu Boeing-vélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.