Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 24
Þessa dagana er verið að ræða
það hvort stjórna eigi veiðum
liðlega 300 báta með annars veg-
ar sóknarkerfi, stundum nefnt
dagakerfi, eða hins vegar með
aflamarkskerfi þ.e. kvótakerfi.
En hver er þá munurinn á þess-
um tveimur kerfum sem notuð
eru til að stjórna fiskveiðum?
Í svokölluðum kvótakerfum
er trillunum úthlutað leyfi til ná
ákveðnu magni af fiski, t.d. 50
tonnum af þorski. Við fyrstu sýn
virðist það góð og einföld leið til
að stjórna fiskveiðum en þegar
betur er að gáð fylgja margir
stórir ágallar þessari aðferð. Í
fyrsta lagi fæst mishátt verð
fyrir fiskinn eftir stærð og þess
vegna er mikill hvati í kvóta-
kerfi til að henda smáum fiski
og halda eftir þeim stóra til þess
að minni fiskurinn dragist ekki
frá verðmætum kvóta. Sé það
ekki gert takmarkar smáfiskur-
inn það magn af stærri fiski sem
hægt er að landa. Þessi iðja hef-
ur verið nefnd brottkast og er í
raun afleiðing heimskulegrar
fiskveiðistjórnar þar sem sjó-
menn eru settir í mjög erfiða að-
stöðu þar sem kerfið býður upp
á augljósan ávinning af því að
henda fiski.
Í sóknarkerfum eins og
Frjálslyndi flokkurinn vill koma
á, er nánast enginn hvati til að
henda fiski þar sem veiðigetan
er takmörkuð, bæði með þeim
tíma sem trillur mega vera á sjó
og svo með veiðarfærum, t.d.
fjölda handfærarúlla sem mega
vera um borð í trillunum.
Eftirlit og brottkast
Eftirlit með brottkasti er úti-
lokað í kvótakerfi, þar sem trill-
urnar eru mörg hundruð og
dreifðar um stórt hafsvæði.
Nær væri að taka í burtu allan
hvata til brottkasts og hafa eft-
irlit með sókn smábáta. Færey-
ingar sem hafa náð góðum ár-
angri í fiskveiðistjórn sinni,
ólíkt okkur Íslendingum, beita
sóknarstýringu og það sem
meira er að þeir hafa ákveðið að
taka veiðar minnstu bátanna út
úr sóknarkerfinu og gefa veiðar
þeirra frjálsar. Færeyingar hafa
nefnilega ekki gleymt því að
fiskveiðistjórn á að snúast fyrst
og fremst um fiskvernd og öll-
um ætti að vera ljóst að minnstu
bátarnir ógna ekki fiskistofnum.
Aðrar þjóðir hafa komið auga
á þennan árangur Færeyinga og
kemur m.a. fram í nýlegri
skýrslu Tonys Blair um stjórn
fiskveiða að athuga ætti að beita
sóknarstýringu á blönduðum
botnfiskveiðum. Skýrsluhöfund-
ar gera sér grein fyrir að í
kvótakerfi líkt og því sem notað
er hér á landi sé hætt við að
landaður afli endurspegli alls
ekki þann afla sem í raun sé
veiddur.
Við ákvörðun á stærð fiski-
stofna er að miklu leyti stuðst
við aldursaflaaðferð en aðferðin
byggist á því að landaður afli
endurspegli veiddan afla. Sé
smáfiski hent í miklum mæli og
ekki landað þá leiðir það til þess
að með reikniaðferðinni er ályk-
tað að fáir smáfiskar séu á veiði-
slóðinni og nýliðun því algerlega
vanmetin.
Innibyggð fiskvernd
Í velútfærðu sóknarkerfi eru
allar líkur á því að veiðin endur-
spegli stærð fiskistofna. Í gegn-
um árin hefur ítrekað komið í ljós
að Hafrannsóknarstofnun hefur
misreiknað stærð fiskistofna. Í
þeim tilvikum sem stofnarnir eru
ofmetnir hefur stofnunin að eigin
mati skammtað flotanum of mikla
kvóta til að veiða. Hætt er við því
flotinn herði sóknina til þess að ná
kvótunum og getur það ef til vill
gengið nærri fiskistofnunum. Í
sóknarkerfum eru allar líkur til
þess að óbreytt sókn skili meiri
afla þegar stofnar eru sterkir og
mikill fiskur er á veiðislóð, og
síðan minni afla þegar veiðistofn
er minni.
Svik við sjávarbyggðirnar
Sjávarbyggðirnar liggja oft
vel við fiskimiðum og þess vegna
er mikill hvati að gera út frá
þeim stöðum í sóknarstýrðum
fiskveiðum. Nú liggur ljóst fyrir
að með því að setja allar fiskveið-
ar í kvóta mun þetta forskot
smærri sjávarbyggðanna minn-
ka, sjávarbyggða sem nú þegar
standa höllum fæti. Ætla mætti
að hér væru einhverjir almanna-
hagsmunir í húfi en því er öfugt
farið þar sem þorskafli hefur ein-
ungis verið helmingur af því sem
hann var áður en kvótakerfið var
tekið upp.
Framsóknarmaðurinn Hjálmar
Árnason, sem hélt hina ógleyman-
legu öfugmælaræðu um
Berlusconi þegar hann „rök-
studdi“ atkvæði sitt um lög gegn
fjölmiðlum og málfrelsinu, bítur
þó höfuðið af skömminni þegar
hann reynir að verja aðförina að
sjávarbyggðunum með einhverju
ómerkilegu hjali um fjölskyldu-
væna atvinnustefnu. Þvílík
ósvífni. Og þá sérstaklega í ljósi
þess að Hjálmar hefur skreytt sig
með því að vera talsmaður þess að
athuga beri að taka upp sóknar-
kerfi eins og vel hefur gefist í
Færeyjum.
Þeir stjórnarþingmenn sem
eru frá Vestfjörðum þ.e. Einar
Kristinn, Einar Oddur og Kristinn
H. Gunnarsson eru í raun að
ganga á bak orða sinna og svíkja
heimabyggðir sínar þar sem allar
líkur eru á því að frumvarpið
muni koma illa niður á sjávar-
þorpunum á Vestfjörðum. Hvers
vegna vilja þeir ekki frekar vera
með hreina samvisku og vinna
með okkur í Frjálslynda flokknum
í að koma á skynsamlegu sóknar-
kerfi sem mun án nokkurs efa
nýta sameiginlega auðlind þjóðar-
innar af meiri skynsemi og koma
sjávarbyggðunum betur? Eru þeir
hræddir við foringjann? ■
Það greip mig heldur illa að sjá
ranglega farið með staðreyndir á
síðum Fréttablaðsins 21. maí á bls.
12 í sérblaðinu Allt í Svipmynd af
Þingeyri. Þar er því haldið fram að
franskir lúðuveiðimenn, sem höfðu
bækistöðvar á þessum slóðum, hafi
viljað gera Þingeyri að frönsku yfir-
ráðasvæði en beiðninni verið hafn-
að. Ekki rétt.
Á árunum 1884–1897 gerðu amer-
ískar útgerðir frá Gloucester í
Massachusetts út skonnortur til fisk-
veiða við Íslandsstrendur. Var staðið
skipulega að þessu og var það gert
fyrir atbeina amerískra yfirvalda.
Höfðu þeir til þess skriflegt leyfi dan-
skra stjórnvalda. Var leyfið háð því
að þeir veiddu eingöngu „spröku“.
Áhafnir þessara skúta voru af
ýmsu bergi brotnir. Flestir voru
mennirnir þó af norrænum ættum;
Svíar, Norðmenn, Finnar og Danir.
Einnig voru þarna Portúgalir og Ítal-
ir, en lítið fór fyrir Frökkum. Hins
vegar var þarna fjöldi Kanada-
manna frá Nova Scotia og nágrenni.
Hluti þeirra voru frakkneskir Acad-
ar; menn af frönsku bergi. Þeir voru
afkomendur fyrstu evrópsku land-
nemanna í Norður-Ameríku, sem
settust að á Nova Skodia um og upp
úr aldamótunum 1600. Einnig voru í
þessum hópi menn af bresku bergi,
Ég rita þessar línur, bara svona
til gamans, því ég tel mig vita nánast
allt um þetta sérstæða tímabil amer-
ísku lúðuveiðanna. Vill svo til, að ég
er afkomandi John Baptiste Duguo,
skipstjóra og eiganda skonnortunn-
ar Concord, sem fyrst er getið af
þessum amerísku sjómönnum.
Hann sigldi hingað oftast, allt til
1895. Eftir það ár virðist botninn
hafa dottið úr veiðunum. 1896 komu
aðeins þrjár skútur á íslensku miðin
og 1897 aðeins ein.
Alls tóku 48 skonnortur þátt í
þessum veiðum og komu 27 þeirra
aðeins eina ferð. Í áhöfn voru að
jafnaði 18–22 menn og réru 8–10
doríum við veiðarnar. Þeir sem sóttu
oftast höfðu sumir Íslendinga til
hálfs með í áhöfnum sínum. Við-
koma þessara manna var alls ekki
eins mikil og menn vilja láta að. Átta
börn með sjö feðrum og þar af átti
langamma mín þrjú.
Í byrjun sumars 2001 fann ég
hinn meinta ættföður Diego-anna á
Íslandi, John Baptiste Duguo skip-
stjóra. Einhverra hluta vegna töldu
margir sig af spænskum ættum,
eins og Diego nafnið bendir til. Er
þar heilmikil saga, allt byggt á hljóð-
villu en til eru að minnsta kosti tólf
ritaðar útgáfur af nafninu. Í fram-
haldinu tókst mér að rekja ættir
mínar til Lyon og Toulouse í Frakk-
landi allt aftur til 1530. Árið 1625
fara fyrstu ættmennin til Acadiu,
sem nú er Nova Scodia, og setjast að
í Port Royal. Rek ég ætt mína í bein-
an karllegg alla þessa leið.
Hér er ég nú kominn dálítið á
flug, en svona er þetta. ■
27. maí 2004 FIMMTUDAGUR24
AF NETINU
Vill svo til, að ég er
afkomandi John
Baptiste Duguo, skipstjóra
og eiganda skonnortunnar
Concord, sem fyrst er getið
af þessum amerísku sjó-
mönnum.
,,
JÓHANN PÉTUR DIEGO ARNÓRSSON
SKRIFAR UM SÖGU ÞINGEYRAR
GÆÐAVARA – BETRA VERÐ!
JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
Hugsjónir flokka
Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan hreykt
sér af stefnufestu og tryggð við frjálshyggju-
kreddur. Sá rétttrúnaður hentar yfirleitt vel
þeim hagsmunaðilum sem flokkurinn berst
fyrir, þeim sem betur mega sín. En staðan í
fjölmiðlum landsins er undantekning, sjálf-
stæðismenn hafa áhyggjur af nýríkum upp-
skafningum sem kunna að taka fyrirtæki
fram yfir flokk og hafa jafnvel fjármagn til
að kaupa sér annan flokk ef þessi dugar
þeim ekki.
Sverrir Jakobsson á murinn.is
Um réttindi fólks
Fólk sem vill ekki eignast börn er neytt til
að borga, oft á tíðum háar upphæðir, svo
að foreldrar geti verið hjá börnum sínum.
Það er sorglegt að það þurfi nú að borga
foreldrum fyrir að eyða tíma börnunum sín-
um.
María Margrét Jóhannsdóttir skrifar um
réttindi fólks á frelsi.is
Enn biluð
Maddaman er því miður óaðgengileg
vegna bilunar í hugbúnaði
Maddaman biðst velvirðingar á uppá-
komunni.
Af maddaman.is
Byrjum á byrjuninni
Það er afar mikilvægt að byrja á byrjuninni
þegar kemur að endurskoðun heilbrigðis-
kerfisins. Grundvöllur þess er að góð
grunnmenntun haldist í landinu. Sé vel að
því staðið getum við sparað okkur dýrt
framhaldsnám sem sennilega yrði hvorki
fugl né fiskur vegna smæðar landsins og
sent okkar fólk - eins og við höfum gert um
aldir - til bestu menntastofnana erlendis.
Sæmilegur friður um rekstur kerfisins og
innspýtingu fjármagns í rannsóknir getur
skilað okkur margföldum tekjum til fram-
tíðar, gætum við aðeins hróflað okkur upp
úr hjólförum svartagallsrauss sparnaðar-
aðgerða og niðurskurðar.
Anna Sigrún Baldursdóttir á sellan.is
Amerísk lúðuútgerð frá Þingeyri
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
UMRÆÐAN
SKRIFAR UM
BREYTINGAR Á
STJÓRNKERFI
FISKVEIÐA
Sókn eða kvóti