Tíminn - 01.07.1973, Side 29

Tíminn - 01.07.1973, Side 29
Sunnudagur 1. júli 1073 TÍMINN 2? Þriðja hjónaband banda- ríska blaðamannsins Wyn Sargent stóð í fimm vikur og þar með öðlaðist hún heimsfrægð. Hún giftist höfðingja eins steinaldar- þjóðflokksins í frum- skógum Nýju Gíneu. Sjdlf segist hún hafa gert það til að koma á friði milli stríðandi kynþóttanna Sem höföingi má Obaharok eiga eins margar konur og hann sjálfur óskar. Wyn Sargent varö sú sjöunda i rööinni. Hér er hamingjusamur eiginmaður meö hluta af fjölskyldunni. fólk skuli hafa misskilið mig. Ef ég hefði átt nokkra mánuði til við- bótar með Obaharok hefði ég get- að komið á varanlegum friði milli kynflokkanna”, sagði hún. Indónesisk yfirvöld voru ekki sérlega hrifin af tiltektum Wyn Sargent, og fimm vikum eftir brúðkaupið var henni visað úr landi. „Wyn Sargent gróf undan við- leitni yfirvalda til að koma á sið- menningu meðal innfæddra”, stóð i opinberri yfirlýsingu um á- stæðuna fyrir brottvisun hennar. Utan dagskrár var greint frá öðr- um ástæðum. „Hún hljóp nakin um og var aðeins að afla sér efnis f skýrslu um kynlif. Loks var höfðingjanum einnig nóg boðið. Hann kastaði henni á dyr þvi hún vildi ekki fullnægja kynferðisleg- um skyldum hjónabandsins”. Heima i Kaliforniu visaði hún þessu á bug, og jafnframt þvi að hún lét i það skina hvað hún væri ungleg, tók hún fram að ekki hefði verið um kynferðislegt samband að ræða milli hennar og þriðja manns hennar. „Kynlif er ekki svo mikilvægt i hjónabandi Papua. Karlmennirn- ir lita á konur sinar sem stöðu- tákn. Þær vinna nefnilega öll störfin og maður, sem á margar konur er þvi voldugur og áhrifa- mikill”. Hún neitaði þvi einnig að Oba- harok hefði kastað henni á dyr. Eiginmaður gefur konu sinni svin sem tákn um skilnað. „Ég hef enn ekki fengið aftur neitt af þeim ellefu svinum, sem ég gaf honum þegar við gengum i hjónaband. Þess vegna erum við enn gift. Nauðgun og dráp Fólk Obaharoks tók sér nærri að skiljast við hana, að þvi er Wyn Sargent segir sjálf. — Það grét og hún hefur siðar frétt að Obaharok hafi fyrirskipað þjóð- arsorg eftir burtför hennar. En meðal Papua merkir það að allar konur eigi að höggva einn lið af fingri og mennirnir að sniða bita úr eyra sér. Wyn Sargent óttast ekki aðeins að innfæddir hafi limlest sig. Hún er einnig hrædd um að indónes- iska lögreglan hafi stofnað til fjöldamorða á þeim. Hún hefur heyrt sagt að lögreglumenn hafi nauðgað konum og drepið fjölda karla. ,,Ég hef sjálf séð ör og sár, sem þeir hafa hlotið i fyrri átökum við lögreglu. Ef til vill er Obaharok ekki einu sinni á lifi lengur”, sagði hún. Enginn veit, hvers vegna Wyn Sargent giftist steinaldarhöfð- ingjanum, en ef það var i frægð- arskyni og'til að tryggja bók sinni lesendur hefur henni tekizt það sem hún ætlaði sér. ÞýttSJ. Vönduð og ódýr Nivadá svissnesk gæða-úr Magnús Baldvinsson Laugavegi 12 Sími 22804- Við velium minÍBÍ það borgar sig mintal . ofnar h/f. < Síðumúla 27 . Reykjavík Simar 3-55-55 og 3-42-00 Við opnum nýjum húsakynnum á tánudaginn að BIFREIÐASTILLINGIN (áður Síðumúla 23) Bragi Stefánsson Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? r I jlaver Grensásvegi iimm ■ i n i ■■ Gólfdúkur Hollenzk og amerísk gæðavara Fagmenn á staðnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.